Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 26.02.1965, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 26. febrúar 1965. 9 Mt Kapitafísmi rís upp í kommúnistaríkjunum jp'yrir nokkru gerðist það hér á Alþingi að íslenzkir komm- únistar útilokuðu sjálfa sig frá þátttöku í þingnefnd, sem skyldi fylgjast með samningum um byggingu aluminium-verksrniðju þar sem þeir voru búnir að lýsa yfir, að þeir væru fyrirfram al- gerlega á móti því að nokkrir samningar yrðu gerðir við er- lend fyrirtæki um að koma upp stóriðju á Islandi. Það var undarleg tilviljun, að eiginlega alveg á sama tima. þá var stödd austur f Póllandi sendi nefnd frá þýzka auðhringnurn Krupp, það fyrirtæki sem fræg- ast var fyrir að framleiða fall- byssur og Þjóðverjamir voru að semja við Pólverja um byggingu ýmiss konar verksmiðja í landinu. Samningar þessir eru á þá leið, að Þjóðverjarnir munu byggja og reka þessar verksmiðjur og þeir búast við að geta fengið mikinn arð og ágóðahlut af þeim jafnvél meiri ágóða en af verk- smiðjum í Vestur-Evrópu, m.a. vegna þess að vinnuafl þarna austur í kommúnistablokkinni er fremur ódýrt. Pólverjum er lfka hagur í þessu, þar sem hjálp hins þýzka auðhrings er ti! þess fallinn að bæta úr atvinnuástand inu og er þar að auki þyðingai mikill liður f iðnvæðingu lands ins. Tjá er það kunnugt, að siðustu " tvö ár hafa vestur-evrópsk- ir auðhringar, aðallega svissne.sk ir aukið stórkostlega starfsemi sfna í kommúnistaríkinu Rúm- eníu. Þeir hafa byggt þar fjölda verksmiðja aðallega ýmiss konar málmbræðslufyrirtæki og þetta hefur haft það í för með sér, að Rúmenar hafa hafnað æ meir viðskiptum við Rússa en bemt þeim vestur á bóginn. Eru Rúm- enar nú taldir hafa Iosnað veru Iega úr tengslum við kommún- istablökkina og stefna að nánari samvinnu við t.d. Frakka. Eru jafnvel fleyg orðin gamanyrði um að Rúmenar ætli á næstunni Framh. á 7. síðu Rússneski hagfræðingurinn Liberman, sem setti fram hugmyndir um ágóða-sjónarmiðið. Islenzkar þróunarsveitir Q.rannar okkar, Danir, Norð menn og Svíar hafa allir beitt sér á undanfömum ár- um fyrir víðtækri aðstoð við vanþróuð lönd. Sú aðstoð er í margvíslegu formi, en þó er þar fyrst og fremst um að ræða tækniaðstoð og stofnun svonefndra þróunarsveita. | Þær sveitir taka að sér J störf við margháttuð verk- efni í löndum Asíu og Afríku, byggingu skóla og sjúkrahúsa, verklega kennslu i og ýmiss konar leiðbeiningar og skipulagsstörf. Það voru Bandaríkjamenn sem fyrstir hófu aðstoð við þróunarlönd in í þessu formi. Eitt af þeim málum sem John Kennedy beitti sér fyrir á fyrsta stjórn arári sínu var stofnun hinna svonefndu „friðarsveita" ungra Bandaríkjamanna. Á þeim þremur árum sem síðan eru liðin hefur góð reynsla Ifengist af starfi þeirra, en um 10 þúsund ungra Bandaríkja manna skipa nú þær sveitir. Yfir tveir tugir annarra þjóða hafa farið út á svipaða braut og stofnað sínar eigin þróunarsveitir. Ástæðan er sú að I ljós hefur komið að árang urinn af slíku starfi er mun meiri en uppskera beinna fjár framlaga til vanþróuðu ríkj- anna.. Þar skortir vissulegn fé til margháttaðra fram- kvæmda I baráttunni við 7 hungur og sjúkdóma, en re^nslu og þekkingu skortir þar jafnvel ennþá fremur. Ef til vill er bezta sönnun þess hve vel starf þróunarsveita hinna ýmsu ríkja hefur tekizt að ekki hefur reynzt unnt að verða við öllum beiðnum sem borizt hafa frá hinum nýju ríkjum Afríku og Asíu um slíka aðstoð. Þessa dagana sitja rúmlega 20 ungir Danir á skólabekk skammt frá Kaupmannahöfn. Voru þeir valdir úr miklum f jölda umsækjenda til starfa í fyrsta stóra hópnum, sem Danir senda út af örkinni. Mun sveitin síðar halda suður til Tanganyka og taka þar að sér margvísleg störf, kennslu, leiðbeiningar í landbúnaðar- málum, skipulagningu heilsu- gæzlu. Norðmenn hafa þegar komið upp tveimur slíkum sveitum, sem starfa í Uganda og sama er að segja um Svía, sem hafa reyndar verið um- svifamestir Norðurlandanna á þessu sviði. gn hvað um okkur íslend- inga? Að vísu má segja að við höfum þegar hafið starf í þessu efni á svipuðum grund- velli og hér hefur verið drepið á. íslenzkir skipstjórar og sérfræðingar í fiskveiðum hafa dvalizt lengi austur við Indlandshaf og i fl. löndum austur þar og kennt fiskveiði tækni.En það starf hefur far 'ð fram á v’gum alþjóðastofn ana, fyrst og fremst FAO i Rómaborg, en ekki skipulagt beint héðan að að heiman. Engu að síður vitum við hve vel það hefur gefist og hver þörf hefur reynzt á slíkri aðstoð. En því fetum við ekki í fótspor Norðurlandanna og stofnum okkar eigin þróunar- sveit? Ég er ekki í nokkrum vafa um það að margir ungir íslendingar, sjómenn, búfræð- ingar, iðnfræðingar og kennar ar svo aðeins nokkrar starfs greinar séu nefndar, væru fús ir til þess að fara utan og starfa sem sjálfboðaliðar í þróunarlöndunum um eins til tveggja ára skeið. Það sem á skortir er frumkvæðið, það að slíkri sveit sé komið á laggirnar og starf hennar skipulagt. Æskulýðsráð ís- lands og ýmis félagssamtök hafa þegar lýst yfir vilja sín- um til þátttöku í slíku starfi. En það er ekki von að slik félagasamtök hafi bolmagn eða fjárhagslegt fulltingi til þess að koma hugmyndinni í framkvæmd. Á Norðurlönd- um hefur ríkið haft forystuna. í Noregi stýrir ein deild utan ríkisráðuneytisins starfinu á þessu sviði og þannig er það í flestum öðrum löndum. Jafn framt er á fjárlögum gert ráð fyrir nokkurri upphæð til þjálfunar hinna ungu sjálf- boðaliða, en félagssamtök ýmis veita síðan aukin stuðn ing eftir mætti. Þð er bæði eðlilegt og sjálf sagt að slíkri stofnun verði komið ó fót hé. á landi að frumkvæði ríkisins og hag- kvæmt væri að hún heyrði annaðhvort undir utanríkis- eða menntamálaráðuneytið. Víst er að við stofnun og upp byggingu íslenzkrar þróunar- sveitar má njóta góðra ráða nágrannaþjóðanna sem þegar hafa öðlast allmikla reynslu í þessum efnum. Og víst væri það ekki fráleitt að höfð væri samvinna við t. d. Norð menn á þessu sviði, um val verkefna og framkvæmd þeirra fyrst í stað. ■yfitanlega er æði auðvelt að finna mótbárur gegn því að við íslendingar tökum þátt í slíku alþjóðastarfi — send- um unga íslendinga til starfa í hinum vanyrktu löndum Af- ríku og Asíu. Á það má vissu lega benda að ærin verkefni er að finna innan landa mæra íslands. Og þótt ekki þurfi að leggja neina milljóna tugi til slíkrar starfsemi þá munu ýmsir segja að betur sé fé þjóðarinnar til annarra hluta varið. Um það má enda laust deila og satt er að seint mun sú stund upp renna að verkefnin hér innanlands þrjóti.. En á það má hins veg ar benda að óvíða í veröldinni er velmegun meiri en hér og óvíða eru þjóðartekjumar hærri á hvem þegn landsins. Því má segja að fáar þjóðir ættu að vera aflögufærari en við íslendingar. Það er skoð- un mín að okkur beri ótviræð siðferðisleg skylda til þess að taka þátt í þessu alþjóðlega uppbyggingarstarfi, þótt f litl dagskrá um mæli hljóti að vera, í stað þess að sitja með hendur í skauti sem hlutlausir áhorf- endur. Með því sýnum við einnig að íslendingar láta sig nokkru skipta baráttu og starf hinna nýju þjóða veraldar, sem allt til þessa hafa fá tækifæri haft til þess að skapa sér mann- sæmandi lífskjör. Þeirra saga er um margt lík okkar eigin og því ættum við flestum öðr um fremur að skilja þörfina á því merka starfi, sem þeg- | ar er hafið í þessum ríkjum. | Og ég held að ávinningurinn | yrði heldur ekki allur utan Jj okkar eigin landamæra. Þátt I taka okkar í slíku alþjóða- | starfi yrði til þess að víkka sjóndeildarhring þeirra ungu íslendinga sem þar kæmu til liðs og myndi varpa ljósi á þá staðreynd að þótt margt megi betur fara á okkar eigin landi þá eru þó stærri vandamál annars staðar enn óleyst. ^yilt til þessa hefur þátttaka okkar í alþjóðpmálum og alþjóðastarfi verið takmörk uð, meðal annars vegna skorts á sérhæfðu starfsliði. Hér gefst hins vegar tækifæri til þess að taka bátt í merku starfi við hlið annarra vest- rænna þjóða. Því eigum við ekki að láta það lengur drag ast að skrá nafn íslands við hlið þeirra þjóða sem þegar hafa sent sveitir ungra manna til starfa í þróunarlöndun- um. Gunnar G. Schram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.