Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						55. árg. - ÞriÖfndagur 13. aprfl 1965. - 87. tbl.
LANGÁ KOMIMORGUN
í morgun sigldi faut á Reykja-
vikurhöfn, nýtt fslenzkt skip, M.
s. Hafskips h.f. Heimahöfn skips
ins er NeskaupstaSur. Ms. Lang
á er f jórða skip félagsins og eins
og þau fyrri byggt í V-Þyzka-
landl. Skipstjóri er Steinar
Kristjánsson.
Selá, fyrsta skip Hafskips
kom til landsins 31. desember
1959. — Skipstjórinn lét hið
bezta af hinu nýja skipi og
sagði m.a. við blaðamann Vísis
f morgun: Langá virðist vera
gott sjóskip, og gekk ferðin
heim í alla staði vel. Skipið er
2230 tonn Deadweight að stærð
og aðalvél þess 1500 hestöfl af
Deutz-gerð. Ganghraðinn á
heimleið reyndist vera tæpar 13
sjómflur.
Vistarverur skipsins eru allar
Framh. á bls. 7.
Steinar Kristjánsson skipstjóri og Sigurður Njáisson frkvstj. Hafskip.
ÖLVAÐUR UNGLINGUR OLLI
STÓRSKEMMDUM í ÖKUFERÐ
M/s Langá f Reykjavíkurhöfn í morgun.
Mesta mildl var, að ekki hlauzt
stórslys af ökuferð fjögurra drukk-
inna ungmenna í nótt um götur
Reykjavfkur. HöfSu piltar nokkrir
verið f Þórskaffi og drukkiS þar 75
prósent Vodka úr heilli flösku og
fóru um hálf-eitt út í bfl. sem þar
var og lá eigandinn f bílnuin for-
drukkinn og veikur. Tóku þeir lykla
úr vasa hans, að því er hann telur,
og lögðu af staS í ökui'crð.
Var engum umferðarreglum eða
ljósum hlýtt og vakti ferðalag
þeirra að vonum ótta þeirra, sem
voru á ferli í bænum. Fór maður
einn'rakleiðis á lögreglustöðina og
kærði fyrir varðstjóra, sem þegar
sendi af stað menn sína til að leita
uppi bílinn.
Fréttist nú af honum vestur á
Framh. á bls. 7.
ÍSLENIKUR MADUR HEFUR GER
BREYTT FISKVEIÐUM Á CEYLON
íslenzkur maður, aS nafni Ein-
ar Kvaran, hefur dvalizt undan-
farin 12 ár austur á eynni Ceyl-
on f Indlandshafi og starfaS þar
aS þvf aS kenna fiskimönnum
notkun vélbáta og nýtfzkulegra
veiSarfæra. Nú þegar hann snýr
heim frá þessu starfi getur hann
IitiS yfir mikinn árangur. Bylt-
ing hefur orSiS f fiskveiSum
landsins og gerbreyting á tækj-
um og kjörum ftskimannanna.
Á Ceylon búa 12 milljónir
manna og þurfa þeir 300 þús-
und tonn af fiski á ári til neyzlu.
Kringum eyjuna eru mjög auð-
ug og góð fiskimið. Þrátt fyrir
það hafa fiskimennirnir þar að-
eins aflað hluta af þeim fiski
sem þarf. Þegar landið varð sjálf
stætt var ársafli aðeins um 24
þúsund tonn og þurfti að flytja
irm mikið fiskmagn. Aflinn á s.l.^
ári varð 100 þúsund tonn og
hefði þó orðið talsvert miklu
meiri, ef sú ógæfa hefði ekki
borið að höndum að feikilegur
hvirfilbylur olli stórfelldu tjóni
á fiskiflotanum.
En nú er þessi þróun komin
af stað og sjá Ceylon-búar fram
á það, að innan skamms verði
þeir orðnir sjálfum sér nógir.
. Þeir stefna að því að koma árs-
aflanum upp í 500 þúsund tonn
og þá myndu þeir geta flutt út
talsvert magn.
Einar lýsir yfir mikilli ánægju
með það hve áhugi fiskimann-
anna austur frá hefur lifnað.
Fyrir 15 árum var ekki til þar
einn einasti bátur, sem var vél-
knúinn en f landinu voru um
20 þúsund litlir árabátar. Nú
hefur árabátunum fækkað en f
staðinn eru komnir um 800 bát-
ar með innanborðsvélar og 1500
bátar  með utanborðsmótorum.
<g>------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sjálfur hefur Einar þjálfað um
650 fiskimenn í meðferð véla og
veiðarfæra.
Ný kvikmyndasaga
Nú er lokið framhaldssögunni
Sonur Karólínu. Strax eftir pásk
ana hefst hér f blaSinu ný fram-
haldssaga. 1 þetta sinn er þaS
kvikmyndasaga, sem miklar vin-
sældir hefur hlotiS erlendis.
Nefnist hún „Bleiki pardus-
inn" eftir demanti einum, sem
frásögmin snýst um að verulegu
leyti — en hann er eign austur-
lenzkrar prinsessu f útlegð og
beita alþjóðlegir eðalsteinaræn-
ingjar öllum brögðum til þess
að stela þessum ómetanlega dýr-
grip frá henni.
Saga þessi, sem er í senn hin
æsilegasta og þó í léttum tón,
byggist á samnefndri kvikmynd
með Claudie Cardinale. Peter
Sellers, David Niven, Robert
Wagner og Capucine — hverja
stjörnuna annarri skærari i — í
aðalhlutverkum, og birtast
myndir úr henni í sögunni smám
saman.
Claudia Cardinale
f hlutverki sínu í kvikmyndinni.
Frumv. um skatta og útsvörlögð fram
Persónufrádráttur hækkar allt að 30%
í gær voru lögS fram á Al-
þingi tvö L-tjórnarfrumvörp.
Fjallar annaS þeirra um tekju-
og eignaskatt, en hitt um tekju
stofna sveltarfélaga. Samkvæmt
þessum frumvörpum hækkar
persónufrádráttur verulega eða
um 30% viS framtal til útsvars
og um 23% við álagninu til
tekjuskatts. Hækkar persónufrá
dráttur í fyrra tilfellinu úr 25
þús. kr. i 32.5 þús. fyrir ein-
stakling og úr 35 þús. f 45.5
þús fyrir hjón í seinna tilfellinu
hækkar f jölskyldufrádráttur um
15 þús. fyrir einstakling og um
21 þiis. fyrir hjón.      ,
1 athugasei.idum með frum-
varpinu um tekjustofna sveitar-
félaga segir, að með frumvarpi
því, sem hér liggi fyrir, er lagt
til, að persónufrádráttur verði
hækkaður um 30% eða úr kr.
25.000.00 hjá einstaklingum í
kr. 32.500.00, úr kr. 35.000.00
hjá hjónum í kr. 45.500.00 og
fyrir hvert barn úr kr. 5.000.00
í kr. 6.500.00
Ennfremur er lagt til, að út-
svarsstiganum verð'i breytt hjá
einstaklingum og hjónum þann
ig:
1. í stað tveggja tekjuútsvars-
þrepa 20% og 30% komi þrjú
þrep, 10%, 20% og 30%.
2. í sta" þess, að nú eru
lögð 20% á fyrstu kr. 40.000.00
ög 30% á það sem umfram er,
verði nú Iögð 10% á fyrstu kr.
20.000.00 og 20% á næstu kr.
40.000.00 og 30% á það sem þar
er umfram.
í greinargerð með frumvarp-
inu um tekju og eignaskatt seg-
'ir:
Á sl. hausti f61 fjármálaráð-
Framh. á bls. 7.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16