Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						55.
ISIR
- Mánudagur 28. júní 1965. - 143. tbl.

220 skip hætfa síldveiðum.!
ákvörðun yfirnefndar um síldarverðið.
Krafizt 250 kr. á mál í stað 220 króna.
Stöðvunin ekki að frumkvæði L.I.Ú.
eða Sjómannasambandsins.
Allur síldveiðiflotinn stöðvast
^llur sfldveiðiflotinn hefur nú stöðvast fyrir Aust-
urlandi og eru nú engin skip að veiðum á miðun-
um. Nær stöðvunin til um 220 síldarskipa. Með
stöðvuninni vilja skipstjórar og forsvarsmenn skip-
anna mótmæla ákvörðuninni um verð á bræðslu-
síld sem yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins
tilkynnti á föstudaginn. Með þeirri ákvörðun var
verðið á bræðslusíld hækkað um 38 krónur frá því
í fyrra, eða úr 182 krónum í 220 krónur málið.
Stöðvun sfldarflotans hafa skipstjórarnir framkvæmt án nokk-
urs samráðs við Landssamband íslenzkra útvegsmanna og er stöBv-
unin á engan hátt gerð fyrir frumkvæði eða tilstuðlan samtaka
útvegsmanna. Sjómennirnlr á sildarskipunum áttu heldur ekki
frumkvæði að stöðvuninni, samkvæmt upplýsingum forsvars-
manna Sjómannasambandsins í morgun.
Hér er þvi fyrst og fremst um einhliða ákvörðun skipstjóra á
sildarbátunum að ræða.
Komu þeir skipstjórar sem
staddir voru á Raufarhöfn á
laugardaginn þar saman á fund
og ákváðu að mótmæla s.í}dar-
verðiriu og eitínig bráðabirgða-
lögunum um verðjöfnun og síld-
arflutninga til Norðurlandsins.
Sömdu þeir skeyti og sendu
þess efnis til sjávarútvegsmála
ráðherra. Landssambands ísl.
útvegsmanna, Farmannasam-
bandsins og Sjómannasambands
íslands, þar sem þeir tilkynntu
um þessa afstöðu' sína. Var
þetta skeyti síðan lesið upp fyr-
ir skipstjórum annarra skipa við
Austurlandið í gegnum taístöðv
arnar. Var þá bundizt samtök-
um um að halda til hafnar og
hætta veiðum, enda var bræla á
miðunum og litla sem enga sild
að fá. Er fjöldi skipa kominn
til hafna á Norður og Austur-
¦ landi og allmörg skiþ væntanleg
hingað til Reykjavíkur eftir há
degið í dag.
Það er ljóst að þessi afstaða
skipstjóranna á sildarflotanum
brýtur í bága við ákvæði laga
um ákvörðun síldarverðsins. Sú
ákvörðun var áður tekin ein-
hliða af Síldarverksmiðjunum.
Með lðgum um Verðlagsráð sjáv
arútvegsins frá 1961 var ákvörð
unin fengin fulltrúum sjómanna
og útvegsmanna annars vegar
og síldarverksmiðjanna hins veg
ar. Ef samkomulag næst ekki er
verðákvörðuninni skotið til yfir
nefndar mað hlutlausum odda-
manni. Gerðist það í þetta skipti
og tilkynnti meiri hluti yfir-
nefndarinnar síldarverðið á
föstudag. Þeirri ákvörðun er nú
mótmælt á þennan hátt, án
þess að nokkur frestur sé veitt-
ur, en verkföll þarf að boða
með viku fyrirvara.
Gunnar Hermannsson skip-
stjóri á Eldborg var einn þeirra
skipstjóra sem að ákvörðun-
inni stóðu um að hætta veiðum.
Vísir átti tal við hann í morg
un er skip hans var á leið til
Reykjavíkur. Kvað hann það lág
markskröfu skipstjóra að greidd
ar yrðu 250 krónur fyrir síldar-
málið eftir 14. júni og 220 kr.
fyrir 14. júní Þá kvað hann
einnig skipstjóra mótmæla
bráðabirgðalögunum og ekki
fara á veiðar aftur fyrr en þetta
verð   hefði fengizt samþykkt.
Ekki frumkvæði
útgerðarmanna.
Sigurður Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
islenzkra útvegsmanna, sagði
blaðinu i morgun, að velflestir
stjórnarmenn bátadeildar L. I.
Ú. mundu mæta á sérstökum
stjórnarfundi, sem boðaður var
kl. 10 i morgun út af stöðvun-
inni. Ub afstöðu L.l.Ú. visaði
hann til mótmælasamþykktar-
innar, sem bátadeildin gerði á
föstudagskvöldið.          Sigurður
sagði, að útvegsmenn hefðu
ekki átt neinn þátt 1 stýðvcun-
inni og ekki vitað um hana,
fyrr en skeytið barst frá skip-
stjórunum.
Ekki frumkvæði
sjómanna.
Er blaðið hafði í morgun tal
af Jóni Sigurðssyni, formanni
Sjómannasambands Islands,
sagði hann, að sambandið
mundi taka afstöðu til stöðv-
unarinnar á fundi kl. 18 í kvöld.
Þessi stöðvun væri gerð að
frumkvæði skipstjóranna og
skeytið undirskrifað af þeim,
en hann gerði samt ráð fyrir,
að áhafnirnar á bátum þessara
skipstjóra stæðu á bak við þá.
Jón sagðist telja, að þvi nær
allur síldarflotinn hefði stöðv-
azt.
Raufarhöfn.
Á Raufarhöfn eru milli 500
og 600 aðkomumanna og bíður
flest af þessu fólki aðgerða-
laust. Hins vegar er brætt að
fullum krafti hjá Síldarbræðsl-
unni, og talið er að hún hafi
nóga 'slld til þess að bræða í
viku.
„Hér voru inni milli 20—30
skip, þegar stöðvunin skall á
og fóru flest þeirra þá austur
eða norður til Akureyrar",
sagði Ásgeir Ágústsson, hafn-
arstjóri, þegar við ræddum við
hann í morgun. Ásgeir sagði
að i höfninni væru nú fimm
eða sex skip, þar af þrjú frá
Akureyri. Sennilega ætla á-
hafnir þessara skipa að bíða
átekta og sjá hvað skeður á
næstunni, en áhöfnin á Ólafi
Óskarssyni fór suður í gær.
Neskaupstaður.
„Sennilega liggja hér í höfn-
inni milli 20 og 25 skip, þá eru
öll skipin héðan talin með,"
sagði Ragnar Sigurðsson, hafn-
arvörður, þegar Visir hafði
samband við Neskaupstað í
morgun. Ragnar sagði að á-
hafnir margra aðkomuskip-
anna hefðu flogið heim strax I
gær og margir sjómenn myndu
fara heim í dag. Skipunum hef-
ur fækkað eitthvað hér í höfn-
inni, og eru það aðkomuskip,
sem hafa siglt til heimahafnar,
sagði Ragnar. Mjög gott veður
var á Neskaupstað í morgun,
sól og logn. Síldarbræðslan
hefur einnig stöðvazt, en síð-
asta síldin var brædd þar á
laugardag.
Akureyri.
Frá fréttaritara Vísis á Akur
eyri í morgun.
Höínjn hér hefur fyllzt af
sk'ipum vegna stöðvunar síld-
veiðiflotans, Um 20 skip eru
hér núna, mest Akureyrarbát-
ar, en einnig nokkrir aðrir, sem
ætlaB að nota hléið til viðgerða.
Þá er hér heilmikið af sjómönn
um af skipum, sem voru skilin
eftir í höfnum eystra. Þeir hafa
komið hingað með öðrum skip-
um og með flugvélum, og hef-
ur Tryggvi Helgason haft nóg
að gera með allar sínar vélar
Við þessa mannflutninga. Hér
virðast sjómenn vera óánægð-
astir með að sérstakt, lægra
Framh. á bls. 6.
Stórslys á Miklubrautinni
á laugardagsnótt
Alvarlegt umferðarslys varð á
Miklubraut gegnt samkomuhúsinu
Lido rétt um mlSnæturleytið að-
faranótt laugardagsins.
Rétt áður en slysið varð var
station bifreið ekið austur Miklu-
brautina, en hafði orðið að nema
staðar vegna bilunar móts við
Lido. Var ökumaðurinn að reyna
að koma bílnum I gang á nýjan
leik þegar 16 ára piltur Jón Sig-
urðsson, Ásgarði 73, kom aðvíf-
andi austur götuna á skellinöðru
og ók ámikilli ferð aftan á bílinn.
Engin hemlaför sáust eftir skelli
nöðruna og er helzt gizkað á að
piltinum hafi sýnzt bifreiðin
vera á ferð og ekki veitt þvl
athygli að hún stóð kyrr. Við
áreksturinn flaug Jón af hjólinu
og lenti með andlitið, að talið er
á efri brún afturgluggakarms bif-
reiðarinnar, enda var höggið svo
mikið að þar sá dæld I bflinn á
eftir.
Jón slasaðist illa I andliti, kjálka
brotnaði og hlaut aðrá mikla á-
verka. Sjúkrabifreið flutti hann
fyrst I slysavarðstofuna, en þaðan
svo skömmu siðar í Landspítalann.
Annað umferðarslys varð 'á
laugardagskvöldið. Þar lenti 16 ára
piltur á skellinöðru I árekstri við
bifreið og slasaðist. Pilturinn heit-
ir Hlöðver Hlöðversson til heim-
ilis að Meistaravöllum 19. Blaðið
veit ekki um meiðsli hans, en hann
kvartaði undan innvortisþrautum
og var um kvöldið fluttur I slysa-
varðstofuna.
Einhver umferðaróhöpp urðu
utan við borgina um helgina. M. a.
næsta slæm bílvelta fyrir ofan
Grafarholt aðfaranótt laugardags-
ins. Bifreiðin stórskemmdist, en
þeir sem I henni voru sluppu ó-
meiddir.
I gær valt bíll á Þingvallavegi
austan Stardals. Þar sluppu menn
líka  ómeiddir.
í nótt ók dauðadrukkinn maður
á staur á Laugavegi móts við
nr. 34. Staurinn lagðist út af, bif-
reiðin stórskemmdist, en ökumað-
urinn fékk gistingu hjá lögregl-
unni.
Síðastliðna nótt voru spellvirki unnin á garði við barnaheimilið Haga-
borg. Að öllum likindum hafa þar verið unglingar á ferð, og hafa þeir
traðkað niður blómabeð og gjöreyðilagt öll sumarblóm og gert til
raun til að rffa upp trjárunna. Ómögulegt er að ímynda sér hverjar
hvatir liggja að baki þessum skemmdarverkum, en foreldrar vinsaml.
beðnir að hvetja börn sín til góðrar umgengni. Litla stúlkan á mynd-
inni sýnir hvernig hrfslurnar voru rifnar upp.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16