Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR . Mánudagur 28. iúní 1965
ÞROTTUR
EFSTIRIDLUi
ANNA
I 2 DEILD
Önnur deild var ráðandi á knattspyrnusviðinu um
helgina. Má segja að ekkert óvænthafi gerzt utan
það að á föstudagskvöldið vann Breiðablik á heima-
vellinum við Vallargerði leik sinn við ísfirðinga.
Þarna glötuðu hinir ágætu knattspyrnumenn þeirra
vestanmanna tveim dýrmætum stigum. Þess vegna
héldu þeir heim í morgun sem liðið í öðru sæti í b-
riðlinum, en ekki sem forystuliðið, sem þeir hefðu
orðið með sigri.
Isfirðingar áttu í þessum leik
mun fleiri tækifæri til að skora,
en það er ekki nóg. Það voru
heimamenn Breiðabliks sem komu
boltanum oftar í netið og var Grét
ar Kristjánsson i bæði skiptin að
verki með laglegum skotum. Gunn
ar Sigurjónsson skoraði mark ís-
firðinga. ísfirðingar skoruðu annað
mark í seinni hálfleik, en línu-
vörður taldi að um rangstöðu hefði
verið að ræða. Leikurinn var ann-
ars nokkuð grófgerður og takt-
ískur leikur fyrirfannst vart.
Suður í Sandgerði unnu Þróttar
ar stóran sigur gegn heimaliðinu,
Reyni, skoruðu 7 mörk gegn engu.
Voru Þróttarar mun betri, eins
og sjá má af markatölunni, ekki
sízt í seinni hálfleik, þegar þeir
skoruðu 5 markanna. Axel Axels-
son var langbezti maðurinn og
réð vörn Reynis ekkert við hann
og fjórum sinnum skoraði hann
sjálfur. Dómaranefnd stóð sig held
ur illa gagnvart þessum l'eik. Dóm
arinn, sem mætti var Þróttari, og
enda þótt hann dæmdi vel, ættu
svona mistök ekki að koma fyrir
aftur.
ísfirðingar voru aftur i eldinum
í gærdag. Þeir unnú FH á Hval-
eyrarholti með 4:2 og stóðu leik
ar þó þannig í hálfleik að líkur
voru fyrir því, að Hafnfriðingar
færu með sigur af hólmi. Höfðu
þeir skorað 2:0 á móti vindinum.
En ísfirðingarnir hertu sig og áð-
ur en varði hafði Kristmann Krist
mannsson skorað og Halldór Guð
bjarnarson jafnaði. Á eftir fylgdu
mörk Tryggva  Sigtryggssonar og
Halldórs. Óvæntur sigur eins og
staðan var í hálfleik, en sanngjarn.
Vestmannaeyingar tóku fyrsta
sætið í b-riðlinum á laugardag með
sigri yfir Viking 3:1. Aðalsteinn
Sigurjónsson skoraði tvö mark-
anna, en Ingvi Geir Skarphéðins-
son eitt fyrir Vestmannaeyjar. Vík
ingarnir ná alltof litlu út úr liði
sínu, sem er skipað vel leikandi
einstaklingum, ungum piltum, sem
virðast ekki hafa nægilegt sjálfs-
traust til að berjast til sigurs.
Á Siglufirði var ekki búizt við
Skarphéðinsmönnum. Þeir hafa nú
ákveðið að vera ekki með og er
það leitt. Hefur þeim eflaust þótt
nóg um, þegar þeir fengu 12 mörk
gegn Þrótti í fyrsta leik. Hafa þeir
síðan ekki mætt. Þetta vekur upp
þá spurhingu hvort KSf beri ekki
að stofna 3. deild i knattspyrnu.
Það eru mörg knattspyrnulið úti á
landi, sem mundu vilja taka þátt
í þeirri deild, því 2. deild er of
sterk fyrir þau lið.   — jbp—
DANIR FENGU SKELL
Rússar unnu 6:0 á Lenin Studion í gser. ri»n.num þessi: Rússar með e sug,
Grikkir 4,  Danir og Wales með
^vqOsffírMlSRd ogvWaJss hafa
;^iieiki6> *nUsfef) e'n DaftiP, ogeRússar
3 hvort land.
Danska (landsliðið í. knattepyrnu
sem kemur til ReyJtjavíkur eftir
tvær vikur fékk heldur betur
skell eftir Svíasigurinn um síðustu
helgi, þegar liðið lék við Rússa í
gærdag í Moskvu, en leikurinn var
liður í HM í knattspyrnu. Unnu
Rússar með 6:0.
I fyrri hálfleik var vörn Dan-
anna í ágætu lagi og s'taðan í hálf-
leik var aðeins 1:0.
Yfir 100.000 áhorfendur komu
til að horfa á leikinn á Lenin
Stadion og fengu að:sjá;Mna frá-
b'æríf rrámhérja léiká sér ' ao
dönsku vörninni í seinni hálfleik.
Það var engu líkara en að Danirn-
ir hefðu gefið allt sitt bezta í leikn
um við Svía og 1 framlínunni var
ekki nokkur kraftur. Mörk Rússa
skoruðu Barkai 2, Khasainov,
Metreveli, Voronin og Meshki eitt
hver.
Eftir  þennan  leik  er  staðan  í
Reykjavík vann 2:0
Dani þakkar Reykvíkingi fyrir
leikinn.
Reykjavikurúrval unglinga vann
danska liðið Herlev í gærkvöld
með tveim mörkum gegn engu.
Fór leikurinn 'am á Melavellinum
í Reykjayík og voru áhorfendur
allmargir.
í hálfleik var staðan 1:0 en j
Reykjavlkurliðið bætti öðru marki |
við um miðjan seinni hálfleik. — j
Hermann Gunnarsson skoraði |
bæði mörkin.                  I
ÞÓR
VANN
5:1
Þriðji flokkur frá Þór f Vest-
mannaeyjum er um þessar
mundir í Danmórku, og lék
fyrsta leik sinn 19. júni f Her
fölge. Fárarstjórinn, Alexander
Guðmundssoh, sendi Vísi éftir-
farandi um leikinn:
„Við unnum leikinn með 5:1
á illa slegnum og lélegum velli
i'rammistaða strákanna okkar
kom mér sannarlega & óvart og
þeir léku mjög vel. Við fórum
á Idrætsparken og sáum lands
leik Svía og Dana. Okkur
fannst leikurinn lieldur lélegur
og Ole Madsen vildigera ein
um of mikið sjálfur í að sigra
Sviana".
2. deild
* Sandgerði—Þróttur .0:7 (0:2)
• FH—Isafjörður 2:4 (2:0)
¦*• Siglufjörður—Skarphéðinn
Skarphéðinn mætti ekki og
mun hafa dregið sig til baka
í keppninni.
ic Vestmannaeyjar—^Víkingur
.  3:1 (2:0).
A-riðill:
Þróttur    4  3  12  19:6  7
Siglufj.    3  111   8:7  3
Haukar   3  1  1  1,  5:6  3
Sandgerði 4  0  13   2:15 1
B-riðill:
V.eyjar   4
ísafjörður 5
FH       5
Breiðablik 3
Víkingur  5
3  0  1
3  0  2
2  1  2
2  0  1
0  14
13:8  6
17:13 6
13:7  5
5:10 4
5:15 1
Markhæstu menn í 2. deild:
Axel Axelsson, Þrótti,      6
Eirfkur Helgason, FH,  ; .'   6
Kristmann Kristmannss., ísaf. 5
Grétar Kristjánss., Breiðabl.  4
Erlingur Sigurlaugss., Isaf,.  4
Haukur Þorvaldsson, Þrótti,  4
Sá markhæsti varð
4.—6. í röðinni.
Vegna þess að Skarphéðinn
hættir þátttöku í 2. deild verð-
ur að draga 6 mörk af Hauki
Þorvaldssyni, sem hafði skorað,
og hefur skorað, 10 mörk í
deildinni. Sömuleiðis er marka-
talá'fer&ttar ;§:6 en ekki Í31:6,
sem.híinværi að öðrimi kosti.
UNGVERJAR
UNNU ÍTALI
Ungverjar unnu í gær ítalíu í
leik í Búdapest. Orslitin voru 2:1,
en í hálfleik höfðu Ungverjar yfir
1:0. Mörkin skoruðu Florian Al-
bert 1 fyrri hálfleik fyrir Ungverja,
Saridor Mazzola jafnaði fyrir
ítalíu og sigurmarkið kom frá
hægri innherjanum Ferenc Bene 9
mínútum fyrir leikslok.
Góður úrungur
Ólufs Guðm. í
200 og 400 m.
Ólafur Guðmundsson úr KR náði
ágætum árangri í 200 og 400
metra níaupi um helgina, en þess-
ar- greinar voru aukagreinar á
sveinameistaramótinu í frjálsum
íþróttum.
I 200 metra hlaupinu fékk hann
22.2 sek. og í 400 metrunum 49.8
sek., en hvort tveggja eru hans
beztu tímar.
Er hann í mjög mikilli framför
og verður gaman að fylgjast með
honum á hlaupabrautinni í sumar.
SBU vann Akureyri 2:0
Urvalslið Sjálendinga kom til
Akureyrar um helgina og lék þar
við heimaliðið. Var leikurinn jafn
og léku liðin nokkuð svipað, léttan
og góðan leik án margra tækifæra.
Upphaf og endir leiks voru f hönd-
rrmmrt - "-mimii—
um gestanna og réði það úrslitum,
því í lokin skoruðu þeir bæði
mörk sín og var Jörgen Jörgensen
að verkj í bæði skiptin nieð falleg
mörk á 25. og 35. mín.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16