Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V í S IR . Fimmtudagur 22. júlí 1963.
RiTSTJÓRI: JÓN BIRGIR PETURSSON
\s>
Verður heimsmet CLARKES
í 10 km ekki viBurkeimt
Það eru margir sem hafa van
trú á tölunni 13. Einn þeirra
manna, sem heí'ur ástæðu til að
vera í þeim hópi, er hlauparinn
Ron Clarke. Hann setti sitt 13.
heimsmet nýlega á' Bislet-leik-
vanginum i Osló í 10000 metra
hlaupi og bendir allt til að það
met verði mjög umrætt hjá Al-
þjóðasambandinu, þar sem ekki
var fyllilega farið löglega að,
þegar metið var sett og vill
norska frjálsíþróttasambandið
ekki skrifa undir umsókn um
staðfestingu.
1 reglugerð stendur f 55. gr.
7. lið: „Inni á vellinum mega að
eins  sérlega  útnefndir  starfs-
MAY — óþekktur maður ógn-
ar heimsmeti.
menn móta gefa upp millitíma
01 þátttakenda". Það var þetta
sem ekki var gert og því er
metið í hættu, og þá jafnframt
metið í 6 milunum.
Á þriðju braut á Bislet var
enskumælandi tímavórður með-
an hlaupið fór fram og gaf
hann upp jafnóðum millitímann
og gef til kynna hve langt
Clarke væri í það og það skipt
ið undir samsvarandi timum
sem náðust þegar gamla metið
var sett. Tímarnir bárust síðan
beint til þularins og í spenningi
sínum átti hann þátt í að ýta
undir Clarke.
Þetta, að tímavörðurlnn skuli
hafa verið inni á brautinni er
talið ástæðan til þess að norska
sambandið vill ekki skrifa und
ir. Skrifi sambandið hinsvegar
undir verður vandamálið komið
f hendur alþjóðasambandsins,
sem verður að ráða fram úr
þvf.
Annars er enginn ágreiningur
um afrekið hjá Clarke á af-
mælisdegl hans. Hann á nú
heimsmet á 6 vegalengdum (ef
staðfesting fæst):
3  enskar  inílur  (4828  metrar)
12:52.4 f London 10. júlí.
5000  metrar á  13:25.8  í Los
Angeíes 4. júní.
4 enskar mílur (6437 metrar) f
New South Wales 4. aprfl.
6 enskar mílur (9656 metrar) í
Osló 14. júli
10000 metrar á 27:39.4 f Osló
14. júlí.
10 enskar mflur (16093 metrar)
i Melbourne 3. marz.
Bandarískar spretthlaupakon-
ur gerast nú mjög góðar. Er
greinilegt að nafn Wilmu Rud-
olph fer senn að gleymast og
fellur f skuggann m. a. fyrir
Myomia Tyus sem jafnaði á dög
unum metið f 100 jarda hlaupi
á 10,3 sek f Kingston áJamaica
en skólastúlkan Debbie Thomp
son hefur náð betri tíma 10,2
sem ekki fékkst þó staðfest.
1 skugga hinna miklu afreka
Clarke og Jazy, sem getið var
um hér fyrir nokkru er Austur
Þýzkur hlaupari, sem ógnar nú
heimsmetinu f 1500 m. hlaupi.
Hann heitir Jiirgen May og var
nýlega á keppnisferðalagi um
Evrópu og á þvi setti hann
Evrópumet á 3:36.6 mín. A OL
í undanúrslit, en var sleginn út
í fyrrahaust komst hann aðeins
þar.
Heimslistinn í 1500 metrum
lítur þannig út:
1. EUiot, Ástralíu 3:35.6
2. May, A-Þýzkaland 3^6.4   i
3. Snell, Nýja Sjáiand 3:37.6
4. Jazy, Frakkland 3:37.8
5. Jungwirth, Tékkósl. 3:38.1
6. O' Hara, USA 3:38.1
7. Dan Warn, Svfþjóð 3:38.6
8. Vaientin, A-Þýzkal. 3:38.7
Bernard, Frakkl. 3:38.7
10. Halberg, Nýja SJál. 3:38.8
Rozsavolgyi, Ungv.l 3:38.8
Buríeson, USA 3:38.8
RON CLARKE — verða
"WWWSAA^WI^WVWWWWVWWNA.
Ófyrirsjáanlegar ástæður
- segja Breiðabliksmenn
um leikinn vio Isafjöro
Vegna skrifa á íþróttasíðunni
f gær um leik ísafjarðar og
Breiðabliks og það atriði að
Breiðablik mætti of seint ti'
leiks hefur stjórn knattspyrnu
deildar Breiðabliks beðið um
að fá birta eftirfarandi athuga-
semd.
„Það er rétt, sem fram kem-
uf að Breiðabliksliðið mætti
of seint til leiks'ins, en hér
var um óviðráðanleg atvik að
ræða eins og nú skal greint.
Nokkrir leikmanna okkar
gátu af ýmsum ástæðum, vegna
vtnnu sinnar og skyldustarfa
ekki verið yfir nótt á ísat'irði
eins og upphaflega hafði ver-
ið ráð fyrir gert. Hefðu leik-
menn þó sannarlega viljað not
færa sér hið ágæta boð Isfirð-
inga um að vera yfir helgina,
enda er gestrisni þeirra vest-
anmanna  viðbrugðið.
Áætlunarflugvél Flugfélags
Islands lagði af stað fcl. 12 á
hádegi þennan laugardag og frá
ísafirði kl. 13. Engin önnur ferð
var þennan dag til Reykjavíkur.
Því var ekki hægt að notfæra
sér ferðir F.I.. Tókum við þá
til þess ráðs að taka á leigu
flugvél fra Flugsýn, og átti hún
að bíða meðan leikur færi fram
og flytja okkur síðan aftur suð-
ur.
Kl. 14.15 voru liðsmenn og
dómari mættir úti á flugvelli
hjá Flugsýn. En við vorum ekki
heppnir. Þarna máttum við dúsa
til kl. 15.30 og lögðum því af
stað klukkutíma síðar en áætlað
var. Var þetta vegna þess að
vélin var teppt á Hellu. Þetta
gátum við auðvitað ekki ráðið
við.
Eftir klukkutíma flug var lent
á ísafirð'i. Frá flugvellinum
inn í bæinn er dágóður akstur,
en á flugvellinum var engan
bíl að fá, enda þótt flugmaður-
ihn hafi fyrir lendingu beðið um
bfla á flugvöllinn gegnum tal-
stöð slna. Þarna urðum við enn
að blða nær 40 mínútur. Þá
fengum við loks ferð í bæinn.
Það var því ekki af ráðnum
hug að Breiðablik mætti nær
tveim tímum of seint til leiks
og sannarlega hefðum við viljað
losna við hina þreytandi bið,
fyrst á flugvellinum I Reykja-
vfk og slðan á ísafirði. Að lok-
um viljum við geta þess að um
hádegi þennan dag náðum Við
sambandi við Guðmund Guð-
mundsson Grænagarði og létum
hann vita um ferðir okkar og
átti fsfirðingum þá að vera ljóst
að um töf gat orðið að ræða,
enda orðið að samkomulagi að
leikur hæfist strax og við kæm
um  úr  flugvélinni.
Daði Jónsson
form. knattsp.d. Breiðabl
Nýjar
golf-
reglur
Ut eru komnar nýjar reglur fyr-
ir Golfleik og eiga þær að gilda
til 1. janúar 1968.
Var hafizt handa um undirbún-
ing nýrrar þýðingar í ársbyrjun
1964 en formleg útgáfunefnd var
ekki skipuð fyrr en um mitt ár í
fyrra. Var brezka útgáfan af regl
unum notuð við þýðinguna en sú
bandaríska og sænska til saman
burðar.
Óttar Yngvason gerði uppkastið
að þýðingunni á golfsiðareglunum
en Guðlaugur Guðjðnsson og Óttar
Yngvason uppkast að þýðingu á
leikreglum og viðbæti, en nefndin
öll í sameiningu þýðingar á skfi-
greiningum.
Bókin er í litlu og mjög hand-
hægu formi.

»*»*«*• ,,,. K** |.»«....*!»i*l»»» ».»-?*•» »•»•-•.
BLOMABUÐIN
DÖGG
Alfhcinunu C,  Reykjavík Sími 33978.
t-ím i^>"^:'f^-i-i^.ism«itiii
:isemœi&£&*s£m-:®mm»®*tiíiá!t&>M
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16