Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 1
LOÐAÐ A SILD VIÐ LANGANES Veður var ágætt á síldarmiðun- um út af Austfjörðum s.l. sólar- bring. Skipin voru einkum að veiðum á tveimur slóðum, um 120 mflur aust ur af Langanesi, þar lóðuðu skipin á nokkurt sildarmagn og hafði frétzt tnn eitt skip, Heiðrúnu ÍS, sem hafði fengið þar 350 tunnur af góðri síld. Fremur fá skip voru á þessum slóðum, en nokkur á leið Á miðunum við Hrollaugseyjar höfðu eftirtalin 7 skip tilkynnt um afla, samtals 7.400 mál. Sólfari AK 900 mál, Gissur hvíti SF 750 mál, Gulltoppur KE 850 mál, Guðrún Þorkelsdóttir SU 1300 mál, Guðbjörg GK 1500 mál, Eldborg GK 900 mál, Elliði GK 1200 mál. Shetlandseyjar. Vegna erfiðra hlustunarskilyrða voru i morgun engar fréttir af mið unum við Shetlandseyjar. Góð útkoma í vðru- skiptajöfnuðinum Hagstofan hefur gefið út bráða birgðayfirlit yfir utanríkisvið- skiptin í júnl s.l. í þeim mánuði nam útflutningur 492 milljónum króna en innflutningur 975 millj. króna, þar af námu innflutt skip og flugvélar 467 milljónum króna. Samkvæmt þessu var vöru skiptajöfnuðurinn í þeim mánuði óhagstæður um 483 milljónir króna. Hins vegar ber þess að geta að skipa og flugvélainnflutn ingur var óvenjulega mikill I þess um mánuði og sé þeim innflutn ingi sleppt stendur vöruskipta- jöfnuðurinn næstum í jámum, er þá óhagstæður um aðeins 20 millj. króna. Hjaltlandssíldin d leið til landsins Fyrsta síldin frá Hjaltlandsmið- um er nú á leið til landsins. Frá Hjaltlandsmiðum fréttist það eitt í morgun, að tvö flutningaskip af 4, sem þangað væru komin, væru nú full. Eru það flutninga- skipin Polana og Dagstjarnan og em þau nú á leið til landsins. Ausan Ingólfshöfða fengu 7 skip 7100 mál og fara þau með aflann til suðurhafnanna á Aust fjörðum. Fleiri munu hafa fengið sfld og er byrjað að láta þarna síld í flutningaskipið Gullu, sem flytur síld fyrir síldarverksmiðj- una Rauðku á Siglufirði. Ef tekið er allt tímabilið janúar til júní eða fyrri árshelmingur nem ur útflutningur 2 milljörðum 451 milljóri króna en innflutningur 2 mflljörðum 822 mílljónum. Er þetta mjög góð útkoma, þegar tek- ið er tillit til þess að skipa og flugvélainnflutningur nemur á þess um tíma 467 millj. króna. Þýðir það að ef flugvéla og skipainn- flutningurinn er ekki tekinn með í útreikninginn hefur vöruskiptajöfn uðurinn verið hagstæður um nærri 100 milljónir króna. B. G. ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af Amþóri Ingólfssyni varðstjóra við nýja bilinn í gær. VEGAEFTIRLIT ÚTI Á LANDSB YGGÐINNIA UKIÐ Vegaeftirlitsbifreiðarna nú orðnor þrjár Bifreiðafloti lögreglunnar í Reykjavík hefur nú nýlega verið endurbættur. Nýlega voru tvær gamlar bifreiðir seldar og í þeirra stað komu bifreiðir af árgerðinni 1965. Þá hefur vegaeftirlitið verið aukið. í gær bættist við ný Volvo Amazon og em þá vegaeftirlitsbif reiðarnar orðnar þrjár. Að undan fömu hafa okkur borizt margar óskir utan af landsbyggðinni um aukið vegaeftirlit, en vegna þess að vegaeftirlitsbifreiðarnar hafa aðeins verið tvær hefur ekki ver- ið hægt að sinna þeim nema að takmörkuðu leyti, sagði Ólafur Jónsson fulltrúi lögreglustjóra í viðtali við Vísi f morgun. Starfsemi vegaeftirlitsins er mjög fjölþætt, og auk h'ins venju- lega umferðareftirlits á vegunum aðstoðar vegaeftirlitið Vegamála- stjórnina við vegamerkingar, fylg- 'ist með þungaflutningum á vegum t. d. þegar sérstakur hámarks- þungi er settur á vegina. „Með til komu þessara nýju bifreiSa get- um við m. a. aukið eftiriStlð úti á landsbyggðinni og orðið þannig við þe'im fjölmörgu óskum sem okkur hafa borizt um aukna vega löggæzlu", sagði Ólafur Jónsison. Þá hafa tvær gamlar bifmðir verið seldar og i þeirra stað keypt ar tvær nýjar b'ifreiðir Rambler og Consul Cortína. Rambler-bif- reiðina fékk götulögreglan og Cor- tínuna Umferðadeild lögregtonnar. ?.vy.v^.v.vv.*.■.>>>>>»>» rv>.*7.;.'.v.Xv‘.£»> FLUGSLYSIÐ Á SKÁLANESI Þessa mynd tók Sigurður S. Waage vestur á Skálanesi við Þorskafjörð. Þar fórst þessi litla vél fyrir skömmu síðan, þegar flugmaðurinn lenti í miklu nið- urstreymi og réð ekki lengur við flugvél sína. Lenti hún síð- ast í sviptivindl, sem slengdi henni utan í fjallshlíðina og svona liggur hún þar enn. Flug-f maður og farþegi komust báðirí af án meiðsla og flugvélin mun* ekki vera talin ónýt með öllu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.