Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 1
»^ww>/wvwwwvvw< Sigurjón Magnússon meB þyngsta lax sumarsins sem hann veiddi norður í Laxá í Aðaldal 29. júní s.l. Þetta var 30 punda hængur af Laxárkyni, fallegur fiskur með sverara sporðstæði en gengur og ger- ist. Sigurjón stendur á hlaðinu á Laxamýri með fenginn og er að leggja af stað til Húsavíkur, þar sem hann setti Iaxinn í frysti. Fékk stærsta lax sumarsins Taltsd við Sigurjón Mugnússon um viðureign huns við 30 pundu hæng í Lnxú í Aðnldnl „Þetta var framúrskar- andi skemmtilegt og dugar minni veiðidellu í allt sumar“, sagði Sigur- jón Magnússon fram- kvæmdastjóri Þunga- vinnuvéla h.f., sem veiddi þyngsta laxinn í sumar 30 punda hæng af Laxárkyni, norður í Laxá í Aðaldal að morgni 29. júní síðast- liðins. svæði kallast Laxamýrarsvæði. Þessi staður við fossana er mjög vinsæll fyrri hluta sum- ars, en hins vegar þegar lax'inn er genginn á svæðin „upp frá“ eru staðirnir þar eftirsóknar- verðari. Ég be'itti maðk. Ég hafði orð ir var þrisvar sinnum, og senni lega hefur það verið sá stóri í öll skiptin. Ég rennd'i í mjög frægan veiðistað, sem kallast Flös. Mér virtist laxinn taka svo dræmt, að ég var hræddur um að kippa út. í korter lá hann grafkyrr, en ég fann þó, að það var fiskur. Hann var tekinn aftarlega í kjaftbeinið á svipaðan hátt og hefði verið beitt flugu og þess vegna varð hann m'iklu skemmti iegri viðureignar — hann stökk níu sinnum ... Nú rauk laxinn Framh. á bls. 6. FKKERTA THUGA VERT VIÐKAUP SKIPSMANNA A GJALDEYRI — Engin játning. Ekkert vín fannst í klefum níu skipverja Vísir hringdi í Sigurjón i morg un til að inna hann frétta af viðure'ign hans og sigri. Hann kvaðst hafa verið að veiðum norður í Laxá dagana 27. júlf til 2. júlí s.l. Daginn, sem sá stóri veidd'ist hafði Sigurjón byrjað kl. 7 um morguninn. „Hann tók korter yfir 9. Þá var norðanstrekkingur og ansvíti kalt — stóð beint af sjónum. Þetta var niðri við Æðafoss — neðstu fossa í Laxá þar sem hún dynur niður á ströndina — sandströndina — og er iandslagi háttað þannig, að geysiháir klettar eru þar beint fyrir ofan. Þetta veiði- Rannsókn smyglmáls ins mikla í Langjökli stendur enn yfir. „Málið er enn á algjöru frum- stigi“, sagði Jóhann Níelsson fulltrúi yfir- saksóknara í viðtali við blaðið í morgun. I haldi eru nú 16 menn vegna þessa máls, allir grunaðir um hlutdeild í smyglinu á nær 4 þúsund flöskum af áfengi og 130 þúsund Camel-sígarettum. Níu af skipsmönnum Langjök- uls geta dvalið á héimilum sín um, eru ekki undir eins sterk um grun og félagar þeirra enda mun ekkert grunsamlegt hafa fundizt í klefum þeirra um borð í sk'ipinu. Aftur á móti er mönnum þessum ófrjálst að fara út fyrir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur nema með leyfi. I gær var aðallega unnið að söfnun ýmissa sönnunargagna í málinu og ýmis formsatr'iði af- greidd. Ekki kvað Jóhann Níels son neina játningu liggja fyrir í málinu ennþá. Langjökull er enn í haldi í Reykjavíkurhöfn vegna ýmissa sönnunarganga, sem þar gæti verið að finna í málinu. Bakar þetta útgerð skipsins stórtjóni eins og gefur að skilja, því skip ið er með rúm 500 tonn af freð fiski, sem eiga að fara til Glou- cester en í Bandaríkjunum á að taka 1000 tonn af fiski til Finn lands. Hingað til íslands á skipið ekki að koma aftur fyrr en eftir þrjá mánuði. Heyrzt hefur að ekkert athuga vert hafi reynzt við gjaldeyris úttektir sk'ipsmanna á Lang- jökli fyrir síðustu ferð, en ekki hefur það fengizt staðfest. Bend ir það til þess að e'inhverjir aðr ir en skipverjar á Langjökli hafi fest fé í áfengiskaupunum í Hoiland'i. Douðaslys á Akureyri Það hörmulega slys vildi til klukkan hálf sex síðdegis í fyrra- dag, að Jón Amgrímsson, 55 ára gamall starfsmaður Útgerðarfélags Akureyringa féll ofan í lest á tog- aranum Sléttbak og lét lifið nær samstundis. Jón heitinn var sonur Arngrims Bjarnasonar, fyrrum stórútgerðar- manns. Hann var ókvæntur en átt fjölmörg systkini á lífi. Hann hafði í fjölda ára unnið hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, og var að fara um borð í togarann þegar löndun var að ljúka. Við lestaropið ckrikaði honum íótum og hann féll niður um opíð, og niður á lestar- botn og lézt svo að segja sam- stundis. Um 100 þátttakendur voru á mótinu, þegar það var sett í morgun (Ljósm. Vísis B.G.) Norræna Ijósmæðramótið sett í morgun Norræna ljósmæðramótið var sett í morgun kl. 10 í kennslu- stofu Landspítalans, í nýju álmunni. Á mótinu eru mættir 30 þátt- takendur frá hinum Norður- löndunum en innlendir þátttak- endur eru um 70. Mótið mun standa yfir fram á miðvikudag en þá verður því formlega slitið. Þetta er í annað sinn sem Is- land á fulltrúa á mótinu, sem haldið er yfirleitt fjórða hvert ár. fslenzkar ljósmæður sóttu fyrst norræna ljósmæðramótið, þegar það var haldið síðast en það var í Noregi árið 1962. Að þessu sinni líða ekki nema þrjú ár á milli norrænu mótanna en það er vegna þess að næsta ár verður alþjóðlegt mót ljós- mæðra í Berlín og þótti ekki heppilegt að tvö stórmót væru á sama árinu. Flestir erlendu -þátttakend- anna á mótinu hérna eru frá Svíþjóð eða 23 en öll Norður- löndin eiga sinn fulltrúa, einn- ig Færeyjar, sem senda nú í fyrsta sinn fulltrúa á norræna Ijósmæðramótið. Á mótinu verða flutt fimm erindi um ýmis efni varðandi störf ljósmæðra og auk þess verða umræður um mörg önnur mál. Þátttakendur munu fara í ýmis ferðalög um landið og heimsækja staði og stofna-'-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.