Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 01.09.1965, Blaðsíða 1
VISIR árg. — Miðvikudagur 1. september 1965. — 197. tbl. Bamn koma / skólam Bðm á MStmm 7— 11 ára maeta í sfcókmi Reykjavífcwr í dag. Kl. 10 í morgun mættu þau yngstu, ög síðan tóku efchi árgangar við, hver á fætur öðrum. Uppí í Hlíðum stikaði faðir með 7 ára dóttur. sína í áttina að Hliðaskólanum. Hann leiddi telpuna, sem var svolítið spennt þetta var viðburður i lífi henn- Frú Bryndís Guðmundsdóttir, kennslukona í Hlíðarskólanum, leiðbeinir 7 ára börnum í fyrstu kennslustund þeirra í morgun. Álengdar standa foreldrar barnanna. (Ljósm. stgr.). ar. Þó var hún orðtn læs Qg þurfti sennilega ekki að kvfða fyrir náminu. Við skólann var allt hljóðlátt og pínulitið hátíðlegt. Kennarar ,og kennslukonur tóku á móti litlu nemendunum — lásu upp nafnalista og vísuðu inn í kennslustofur. Feður og mæður og afar leiddu börnin á þennan örlagabekk. „Skólinn“ var nú tekinn við uppeldinu að nokkru leyti. í einni kennslustofu stóð ung kennslukona, stúdent að mennt, að viðbættri kennaramenntun, uppi við töfluna og sagði nokk ur hlýleg orð við bömin. Þau horfðu á hana eins og þau treystu henni. Á laugardaginn áttu þau að koma til að fá stundaskrána. Það er farið hægt af stað. Þama í Hlíðaskólanum verða um 1400 nemendur í vetur — er þetta annar stærsti barna- skólinn í Reykjavík. Stærstur mun vera Breiðagerðisskólinn. Hefur Hlíðaskólinn verið starf- ræktur um tíu ára bil. Hann er nýtízkulegur að öllum búnaði og skipaður öndvegiskennurum og nýtur traustrar stjómar Magnúsar Sigurðssonar skóla- stjóra. Framh. á bls 6 ERLENDIR FERÐAMENN FÓRU MEST NORÐURLEIDINA — Mestur straumur liggur milb Akureyrar og Reykjavík- ur og að ýmsum stöðum þar á Jeiðinni. En það hefur einnig mjög aukizt ferðamannastraum- ur til Snæfellsness og jafnvel nokkuð austur í Skaftafells- sýslur. Snæfellsnesið lika vinsælt. Útlendingar nota áætlunarbilana mikið. Viðtal við Helga Geirsson, forstjóra B.S.I. — Það er mjög að fær- ast í vöxt, að erlendir ferðamenn notfæri sér áætlunarbifreiðir til að komast milli landshluta, sagði Helgi Geirsson, framkvæmdastjóri Bif- reiðastöðvar íslands, við Vísi í morgun. — Við erum með bíla í ferð- um víða um land, einkum á- ætlunarferðir, og það var áber- andi meira af erlendum ferða- mönnum hjá okkur £ sumar en verið hefur nokkru sinni áður. Mestmegnis er um að ræða Þjóðverja og Englendinga ,en Norðurlandabúar eru einnig of- arlega á lista. — Þarna er jöfnum höndum um að ræða ferðamenn, sem hafa tjöld og poka meðferðis og þá er búa á hótelum úti á lands- byggðinni. Erlendir ferðamenn eru yfirleitt góðir viðskipti^, ef til vill stundum nokkuð tafsamt að afgreiða þá, því þeir þurfa margs að spyrja og margt að vita. En það er ánægjulegt að fá þá sem viðskiptavini, og gleði legt að fjöldi þeirra skuli fara vaxandi. VWWWVWWSAAAA/WW Longar bið- raðir eftir bítlamiðum Mikill fjöldi ungmenna hefur staðið í biðröðum vlð miðasölur að bitlatónleikunum, sem haldn- ir verða hér í borg í þessum mánuði. Mynd þessi er tekin fyrir utan Hljóðfærahúsið, er forsala á aðgöngumiðum að brezku hljómsveitinni The KINKS hófst. Eins og sjá má varð lögreglan að fylgjast með. Miðasalan fór fram undir fjor- ugri bítlatónlist af hljómplötum. BtAÐIÐ i DAG Fengu mjög góðan afía í gær 11 skip fengu 17.500 ntál og tunnur 3 fengu fullfermi við Jan Mayen Þau voru ekki mörg síldar- skipin sem tilkynntu afla und- angcnginn sólarhring, en þau 11 sem tilkynntu afla höfðu sum fullferml og önnur mjög góðan afla, þar af fengu 3 skip full- fermi við Jan Mayen og bíða þar síldartökuskips. Skip voru í færra lagi á mið- unum, vegna bræiu undangeng- in dægur ,en allmörg voru á leið þangað. Skipin sem fengu síld við Jan Mayen eru: Guðbjörg GK 1700 mál, Dagfari 1950 mál og Sig- urður Bjarnason 1800 mál. Hin skipin fengu afla sinn 220 — 230 mílur norðaustur af Langanesi, en á þeim slóðum var heldur farið að kalda á sunnan í morgun. Afli skipanna var sem hér segir: Jörundur III 2000 tunnur, Brimir 800 mál, Helga Guð- mundsdóttir 1300 mál„ Búða- klettur 1600 mál, Gunnar 1500 mál, Lómur 1600 mál og Odd- geir 1700 tunnur. Heldur hefur lyfzt brúnin á mönnum og aukizt vonir um framhald síldveiða, ef gæffr verða sæmilegar. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.