Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						¦nm
VISIR
árg. - Þriðjudagur 12. október 1965. 232 tbl.
ÁR LÖG
NÆSTA
AM í GÆR
Hallalaus aíkoma ríkissjóis
r almennar skatta- eoa tollahækkanir
1 gær var lagt fram á Alþingi frumvarp til
fjárlaga fyrir árið 1966. Er gert ráð fyrir því í
frumvarpinu, að afkoma ríkissjóðs verði hallalaus
á næsta ári, Verður því marki náð samkvæmt
frumvarpinu án nokkurra almennra skattahækk-
ana, þ. e. hvorki hækkana á tekjuskatti, söluskatt-
imim eða aðflutningsgjöldum. Samkvæmt frum-
varpinu hækka útgjöld ríkissjóðs um aðeins 217
millj. króna frá því í fyrra. Hins vegar eru fram-
lög til skólamála, télagsmála og dómsmála veru-
lega aukin og fjárfestingarframlög úr ríkissjóði
verða svipuð og í fyrra, en hækka þó á sumum
sviðum.
Útgjöldum létt
af ríkissjóði
Til þess að kleift verði að
afgreiða hallalaus fjárlög hef-
ur verið létt nokkrum út-
gjöldum af rikissjóði. Fellt
verður niður að fullu beint
framlag rikissjóðs til vega-
gerðar, 38 millj. króna. Verð-
ur fjárins til vegagerðar þess
f stað aflað með hækkun
benzínskattsins. Þá verður nú
lótt af ríkissjóði að greiða
rekstrarhalla Rafmagnsveitn-
anna, en sú upphæð nemur
39 millj. kr. Verður þvi raf-
orkuverðið hækkað sem því
nemur.
Takmarkaðar
tekjuöflunarleiðir
Jafnframt verður leitað
nýrra takmarkaðra tekjuöfl-
unarleiða, svo ekki þurfi að
koma til almennra skatta pg
tollahækkana. Þær Ieiðir eru
þessar:
•k  Sérstakt gjald verður lagt
á farseðla til útlanda.
Greiða það allir nema náms-
menn og sjúklingar. G.jald
þetta mun gefa ríkissjóði 25
millj. kr. f tekjur á ári og
mun verða 1500 kr. á far-
seðil.
i<t  Hækkun áfengis og t6-
baks,  sem þegar hefur
verið framkvæmd, mun gefa
ríkissjóði um 80 millj. f aukn-
ar tekjur.
•k  Þá munu aukatekjur rfk-
issjóðs hækkaðar um 20
millj. kr., en þar er um að
ræða ýmiss konar dómsmála-
gjöld og leyfisbréf.  •  N
•k  Eignarskatturinn  verður
nú þrefaldaður frá þvi í
fyrra, þar sem 20 miilj. krón-
ur skortir upp á að sú hækk-
un sem þá var framkvæmd
hafi gefið fyrirhugaðan tekju-
auka. Er þessi hækkun gerð
til þess að standa straum af
fjárframlögum til húsnæðis-
mála, svo sem samþykkt var
á siðasta þingi. (Alls 40
millj. kr.).
•k  Á þennan hátt mun tak-
ast að afgreiða hallalaus
fjárlög fyrir næsta ár, án al-
mennra skattahækkana. Hins
vegar verður greiðsluafgaug-
urinn sáralítill aðeins um 25
milli. kröna.
•  Nánar er skýrt frá fjár-
lagafrumvarpinu á bls. 9
f Vísl í dag.
Krónu-þjóf-
urinn fundinn
Mynd þessi var tekin f morgun, þar sem umræður voru að hefjast við fulltrúa Sviss Alumlnlum. Vibstra
'megin sitja fslenzku fulltrúarnfr, m.a. Brynjólfur Ingólfsson, Jóhannes Nordal og Jóhann Hafsteln ráð-
herra. Móti þeim sitja fulltrúar Svtss Alumtnium ogBaldur MöIIer lengst tfl hægrl.
ALUMINIUM VIÐRÆÐUR
Lögreglan handtók i gærkvðldi
ávfsanaþjófinn, sem stal peninga-
kassanum f verzluninni Krónan f
Mávahlfð 25 á dögunum. En f pen
ingakassanum var rúmlega hálf-
milljón króna auk annarra verð-
mætra plagga.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sveini Sæmundssyni yfirmanni
rannsóknarlögreglunnar voru á-
vísanirnar í peningakassanum að
fjárhæð kr. 564.899.00 auk 1 'þús.
kr. I peningum. Hafði þjófurinn
ekki gert neina tilraun til að selja
ávlsanirnar enda óhægt um vik
þar sem þær voru flestar allverð
miklar, um eða yfir 100 þús. kr.
Hins vegar voru í peningakass-
anum tvö ónotuð ávfsanahefti og
eitthvað hafði þjófurnnn skrifað út
af þeim. Þð hefur, enn sem komið
er, ekkj sannazt að hann hafi selt
nema* tvær þeirra, samtals að f jár-
hæð rösklega 2 þús. kr. Sveinn
sagði að hugsanlegt Væri að meira
hafi þó komizt í umferð af þess-
um ávístmum hans, þótt ekki sé
það ennþá uppvíst.
Þjófurinn hefur áður komið við
sögu hjá lögreglunni.
í gærkvöldi kom hingað tii
lands samninganefnd frá Sviss
Aluminium til viðræðna við
fuUtrúa ríkisstjórnarinnar um
byggingu alúminverksmiðju hér
á landl.
Sem kunnugt er hafa undan-
farið ár átt sér stað nokkrir
vlðræðufundir milli forsvars
manna þessa svissnesku sf>r-
fyrirtækis og Störiðjunefndar
og annarra fulltrúa fslenzkra
stjómvalda. Hefur Álþjóðabank
inn einnig tekið þátt í þe<sum
viðræðum, þar sem í ráði er að
bankinn veitl stórlán tll Búrfells
virkjunar ef af samningum um
byggingu     alúmínverkstniðju
verður. Hafa viðræðurnar fjall-
að um samningsuppkast milli fs-
lenzkra stjórnvalda oa hins
svissncska alúmínfélags, m. a.
um skattlagningu verksm'ðjunn
ar hér á landi og ýmis réttar-
atriði i sambandi við rekstur
hennar og útflutnlng hráefnis
«mui,L»ii,»jw'i«ini  iwu'iiHMi
Nú eru viðræðurnar að kom-
ast á lokastig og má búast við
þvf að þær viðræður sem næstu
þrjá daga munu eiga sér stað
hér i Reykjavik geri það ljóst
hvort samningar takast um
•bygglngu verksmiðjunnar eða
ekki. Fundirnir munu standa
fram á fimmtudag og hó'st sá
fyrsti þeirra kl. 10 i morgun
og fór fram . fundarsal Lands-
banka islands.
Fjárdráftur
Þegar ríkisendurskoðandi var',
að störí'um við endurskoðun áj
bokhaldi Landssmiðjunnar kom(
f ljós ólag á reikningum, erj
benti til þess að um fjárdrátt'
gœti  verið  að  ræða.
Var starfsmönnum við endur-
skoðun á rekstri fyrirtækisins j
fjölgað, en þar sem endurskoðun J
er enn ekkj lokið, hefur ekki.
komið í ljós til fullnustu hversu (
alvarlegt f jársvikamál þetta J
kann að vera, en sýnt þykir að <
tveir starfsmenn séu valdir að
því ólagi á reikningum, sem um >
er að ræða.
Gunnlaugur Briem, ráðuneyt-
isstjóri atvinnumálaráðuneytis-
ins, en Landssmiðjan heyrir
undir það ráðuneyti, kvað á
þessu stigi málsins lítið hægt að
segja. en vildi þó draga í efa að
hér gæti verið um milljónir að
ræða. Ekki yrði tekin nein á-
kvörðun um framhaldsaðgerðir
fyrr en að endurskoðun lokinni.
STÓRBRUNIISÖL TUNARSTÖÐ
Stórbruni varð á Seyðisfirði
t nótt, bryggjuhús sfldarsöltun-
arstöðvarinnar Sunnuver brann.
Þetta er steinhús en er mjög
illa farið eftir brunann, innvið-
ir og innréttingar ónýtt. Þar
skemmdist og talsvert af vöru-
birgðum, einkum 'salt'.
Eigendur, stöðvarinnar eru
Ingvar Vilhjálmsson. útgerðar-
maður í ísbirninum á Seltjarn-
arnesi og synir hans. Var stöð
þessari komið upp fyrir þrem-
ur árum og þá byggt þetta hús.
Er það allmikið um sig, hluti
þess  tveggja  hæða,  þar  sem
verbúðir eru, en annars er
þarna vinnslusalur og margs
konar geymslur.
Eldurinn kom upp upp úr kl.
2 um nóttina í þeim hluta sem
mannahlbýlin eru, en ekki var
enn búið að fá nákvæma
skýrslu um það í morgun hvað
hefði komið brunanum af stað.
En eldurinn breiddist óðfluga
út um húsið, þvf að þarna eru
milligerðir og innréttingar all-
ar úr viði. Svo virðist sem fðlk
allt hafi verið vakandi þarna,
en það voru átta manneskjur
Frh. á bls. 6.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16