Vísir - 28.03.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 28.03.1966, Blaðsíða 8
V1SIR . Mánudagur 28. marz 1966. VISIR Utgefandi: BlaQaOtgáfan VISER Framkvæmdastjóri: Agnar ölafsaw Ritstjðri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Aiel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Ritstjórn; Laugavegi 178. Siml 11660 (S linur) Auglýslngar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 ð mánufil innanlands f lausasðlu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. t/nnið til heilla Ríkisstjómir eru dæmdar af verkum sínum í þágu lands og þjóðar, þeim málum sem þær hafa komið fram til heilla og hagsbóta. Svo fer um þá ríkisstjóm sem nú situr við völd á íslandi. Sjaldan í stjómmála- sögu landsins hefur sömu stjómarstefnunni verið haldið jafn lengi fram, í sjö ár samfleytt Það stafar af því að þjóðin hefur metið og skilið þær hugmyndir og hugsjónir, sem að baki verkum ríkisstjórnarinnar hafa legið: viðreisn efnahagslífsins, auðsæld fyrir alla. Þessar meginlínur stjómarstefnunnar vom skýrt dregnar fram í útvarpsumræðunum á föstudags- kvöldið. Að því hefur verið markvisst unnið að byggja upp landið, tryggja öllum kappnóga atvinnu og hækk- ' aðar tekjur. Þetta eru engin innantóm orð. Það sýnir m. a. sú staðreynd, sem forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson vitnaði til í ræðu sinni, að er ríkisstjórnin tók við völdum var þjóðarauðurinn 28 milljarðar króna. Nú, sjö árum seinna, hefur hann vaxið í 41 millj arð kr. Fátt gefur betur til kynna árangur uppbygg- ingarstefnu áranna en þetta talnadæmi. Fátt sýnir gjörr hve þjóðin öll, til sjávar og sveita, hefur efnazt á þessum ámm og dregið sér góða björg í bú. Lands- menn vita sjálfir að þessi eignaaukning hefur dreifzt um landið allt. Hin mikla uppbygging í sjávarútveg- inum hefur ekki sízt átt sér stað úti á landi. \7itanlega er við mörg vandamál að etja og sum hin erfiðustu bíða enn úrlausnar, svo sem verðbólguvand- inn. En þar má þó minna á þá staðreynd að kaup- máttur tímakaupsins hefur vaxið um nær 15% á síð- ustu tveimur ámm, þannig að launþegar hafa vem- lega bætt hlut sinn. Það er merkur áfangi út af fyrir sig. En ástæða er til þes að minna á aðra slíka. Engin tíkisstjóm hefur gert stærra átak í húsnæðismálum en sú sem nú situr. Betur er nú séð fyrir tryggingum og framfærslu en nokkm sinni fyrr. Byggðaáætlanir hafa verið gerðar fyrir einstaka landshluta, sem stefna að uppbyggingu þeirra, og í þessari viku verður skýrt frá stórfelldri sjóðsmyndun til þess að styðja þá stefnu. Nýr grundvöllur hefur verið lagður í vís- inda og menntamálum. Stofnlána og fjárfestingarsjóð- ir atvinnuveganna hafa verið margfaldaðir, skatta- kerfinu breytt og tollar stórlækkaðir. Og lykill stór- iðjualdar hefur verið fenginn þjóðinni í hendur. Þann- ig mætti lengi telja unz listann þrýtur. Allt em þetta staðreyndir, unnin verk, sem þjóðin þekkir. Því fer ekki hjá því, að dómur hennar verður þessari upp- byggingar og auðsældarstefnu í vil. Að mörgu má finna og margt má vissulega gagnrýna í okkar þjóð- félagi sem öðmm. En það dylst engum að hagur allra landsmanna hefur mjög batnað á síðustu árum. Það skiptir mestu. Kunnasti yngri píanóleikari Tékka leikur hér RADOSLAV KVAPIL, kunnasti yngri píanóleikari, sem Tékkar eiga nú, efnlr til tónlelka í Austurbæjarbíói I kvöld kl. 7, og leikur þá eingöngu verk tékkneskra tónskáida svo sem Dvoraks, Voriseks, Smetana og Janaseks. A0 undanförnu hefur Kvapil verið í hljóm- leikaför um Norðuriönd og hlotið beztu dóma. Kvapil er komungur maður, fæddur í Bmo 1934, en starfar nú sem prófessor við tónlistar- háskólann í Prag. Hann hefur leikið á brezkum tónlistarhátíð um ásamt vini sínum, cello- snillingnum Stanislav Apolin og fengið mikið hrós fyrir leik sinn f brezkum blöðum og einnig hafa þeir félagar leikið inn á hljómplötur fyrir brezka útvarp ið. Kvapil gerir sér far um að kynna einkum lítt þekkt verk tékkneskra tónskálda svo sem Dvoraks og Janabeks, þó að hann leiki einnig kunn verk annarra meistara eldri og yngri Hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir píanóleik árið 1959 í tónlistar- keppni í Bmo, sem kennd er við tékkneska tónskáldið og píanósnillinginn Janabek. í blaðaviðtali í tékkneska sendiráðinu skýrði sendiherrann frá þvi að undirritaður hefði verið menningarsamningur Tékka og íslendinga og hefði dr. Gylfi Þ. Gíslason undirritað þann samning af hálfu íslend inga. Einnig gat hann þess að samningur hefði verið gerður við Harald V. Ólafsson forstjóra Fálkans um sölu á tékkneskum hljómplötum. Loks kvað hann þegar í undirbúningi víðtæka kynningu á tékkneskri tónlist í sambandi við tékkneska vöru sýningu, sem efnt yrði til hér á næsta ári. Rúmenskur dansflokk- ur hingað eftir páska Rúmenskur dans- og hljóm- listarflokkur, skipaður 60 lista mönnum er væntanlegur hingað til lands 12. april. Stendur hann hér við f tvo daga og hefur tvær sýningar i Þjóðleikhúsinu. Dansflokkurinn byggir dansa sína á rúmenskum þjóðdönsum og hljómsveitin, sem er sfgauna hljómsveit leikur gömul rúm ensk sígaunalög. Ferðast dans- flokkurinn um á vegum rúm- enska menntamálaráðuneytisins og er hann nú að koma úr sýn- ingarferð um Bandaríkin. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz sagði í viðtali við Vfsi að það hefði lengi staðið til að fá þennan dansflokk, allt frá því að hann sá hann í Kaup mannahöfn fyrir þremur árum. Hefði flokkurinn þá verið á leið til Ameríku og getað komið við á íslandi en þar sem þetta var rétt fyrir jöl sá Þjóðleikhúsið sér ekki fært að fá hann. — Þegar ég sá rúmenska flokkinn sagði þjóöleikhússtjóri voru margir góðir einleikarar í hljómsveitinni og léku þeir ein- ieik á ýmis gömul rúmensk hljóð færi, en hvort þeir eru nú með veit ég ekki, því að prógrammið er ekki komið ennþá. En von- andi er að svo verði. Susanna f Reykjavíkurhöfn f gær. Strandskipið Susanna Reith siglir út til viðgerðar Strandskipiö fræga Susanna Reith, sem hefur legiö í allan vetur í sandinum innl í Vatna- görðum mun nú innan skamms sigla af stað út í lönd. Er ætlun in að láta nú gera viö skipið, endurbyggja það, bæta inn í þaö samsvarandi skipshluta og eyði lagðist úr því og gera svo allt skipið í stand. Skipið hefur nú verið flutt innan úr Vatnagörö- um í Reykjavíkurhöfn, málaö yfir nafn þess og á að sigla út um mánaðamótin, er för- inni heitið til Glasgow í Skot- landi þar sem viðgerö verður framkvæmd. Skipið er nú ótvírætt eign Björgunar h.f., sem bjargaði því í tveim hlutum á Raufer- hðfn og fyrri eigendur skipsins þýzkir útgerðarmenn bera eigi lengur brigður á það, en um tfma voru þeir með málaferlum að reyna að fá eignarrétt sinn yfir því viðurkenndan. Halidór Þormar dokt- or við Hafnarháskóla íslenzkur vísindamaður, Hall- dór Þognar hefur verið gerður að doktor við Hafnarháskóla án þess að munnleg vörn færi fram Ritgerð hans, sem var náttúru- vísindalegs eðlis, fjallar um visnu og mæðiveiki í sauðfé og vann Halldór að þessari ritgerð við tilraunastöðina á Keldum og við Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn. Dr. Halldór Þormar dvelst nú i Caracas í Venezuela en þar vinnur hann að veirurannsókn um á hrossum og nautgripum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.