Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Mánudagur 13. júní 1966.
ÞEGAR TILRAUNALIÐIÐ BARD-
IST TÓKST AÐ HAMLA Á MÖTI
Hermann Gunnarsson vinnur eln-
vígi við einn af ensku leikmönn-
unum. Á mlðri myndinnl fylgist
Matthias Hallgrímsson spenntur
með viðureigninni.  Ljósm. Bj. Bj.
l/örn tilraunalibsins átti einkum góban leik gegn
Norwich á Akranesi i gær, Norwich vann þó 2:1
íslenzka tilraunalandsliðið kom ekki sem verst frá
viðureign sinni við Norwich City í gærdag á renn-
blautum grasveliinum á Skipaskaga á Akranesi. Það
v ar einkum aftasta vörnin, sem kom vel frá leik sínutn
við erf ið skilyrði, en f ramlínan náði ekki miklu úr leik
sínum.
Fyrri hálfleikur var jafn, en þá sóttu landsliðsmenn
undan allsnörpum vindinum, sem þeir þó kunnu ekki
að notfæra sér með því að skjóta að enska markinu.
Fyrsta markið kom eftir hálftíma
og skoraði Bryceland innherji þetta
fyrsta mark Norwich. Fleiri urðu
mörkin ekki í fyrri hálfleik. Eftir
12 mfn. leik í seinni hálfleik skor-
aði Curran útherji Englendinga 2:0
með fallegu skoti frá vítateigshorn-
inu. Guttormur Ólafsson hefði að
öllum lfkindum varið við eðlileg
skilyrði, en fataðist nú vörnin í
leðjunni á marklínunni.
Mark lslendmganna kom eftir
ágæta sókn og skoraði Hermann
miðherji laglega 2:1 og voru þá ör-
fáar mfnútur eftir til leikstoka.
lslenzka tilraunalandsliðið barð-
ist vel í þessum leik, og það reið
baggamuninn. Að vísu sóttu Eng-
lendingar mun meira í seinni hálf-
leik þegar farið var að minnka út-
hald okkar manna, en vörnin og
markvörðurinn stóðu vel fyrir
sínu og björguðu oft vel. Áttu allir
varnarmennirnir Árni,  Arsæll og
Þorsteinn góðan leik og Guttormur
i markinu sannaði að hann útti
fyllilega skilið að vera valinn í þá
stöðu. Jón Leósson, sem kom inn
fyrir Ellert Schram stóð lika fyrir
sínu, enda ekki vanur að bregðast
í leik. ". .umlfnan lék hins vegar
nokkuð sundurlaust og í vftateign-
um náðist enginn árangur, ef und-
an er skilið þetta eina mark, sem
skorað var.
Aðstæðurnar til að leika knatt-
spyrnu & Akranesi í gær voru ekki
upp á marga fiskana, enda gat
hvorugt liðið náð sinu bezta.
Ahorfendur voru þð ekki á þvl að
láta leikinn fara fram hjá sér og
voru vallargestir um 1000 talsins.
Næsti leikur Norwich, sem einn-
ig er sfðasti leikur liðsins hér á
landi I þessari heimsókn, er gegn
Keflavfk n. k. miðvikudag og fer
hann fram á grasvellinum I Njarð-
vfk.
//
TVIVEGIS
HOLAÍHÖGGI
//
Hin árlega firmakeppni G.R.
hófst á velii félagsins við Graf-
arholt laugardaginn 4. júnf og
lauk eigi fyrr en sfðdegis næsta
dag. 181 firma tók þ&tt i keppn-
inni. A laugardaginn var keppn-
in rafðg tvísýn og fór svo að
eftlrtalin firmu urðu efst og jðfn
að loknum 18 holum:
Blóm og Avextir (kylfingur
Hans Isebarn),
Kristján Skagfjörð (kylfingur
Tómas Arnason),
Verzlunin Þingholt (kylfing-
ur Jón Þór Ólafsson),
BJfreiðastöð Steindórs (kylf-
ingur Þorvarður Arnason),
Gufubaðstofan  Kvisthagi  29
(kylfingur Sveinn Snorra-
son).
Þennan dag kom skemmtileg-
ur atburður fyrir. Páll Asgeir
Tryggvason, sem lék fyrir Voga-
ver, lék sfðustu holuna I um-
ferðinni I höggi (hole in one).
Þetta skeði á 2. holu, sem er
145 m löng. Auk þess cr þetta
1 fyrst sinn, er Páll leikur
„holu I höggi", þó að hann hafi
stundum verið sjónarvottur að
slfku. Nokkrum dögum áður en
firmakeppnin hófst lék frú Ólöf
Geirsdóttir sömuleiðis „holu í
höggi", þ. e. a. s. 11. holuna,
sem hlýtur að teljast mjög vel
gert. Enda hefur fruin notið
ágætrar leiðsagnar golfkennara
félagsins, Magnúsar Guðmunds-
sonar frá Akureyri. Frú Ólöf er
nýliði í golfíþróttinni og leikur
mjög sæmilega, miðað við svo
skamman tima.
Þessi 5 firmu léku slðan til
úrslita sunnudaginn 5. júnf.
Leiknar voru 18 holur (högg-
leikur). Eftir harða og tvísýna
keppni fengust úrslit I firma-
keppni G. R. 1966. Orslit urðu
sem hér segir:
Sigurvegari varð Verzlunin
Þingholt (kylfingur Jón Þór Ól-
afsson) á 89—29=60 högg.
2. Kristján Ó. Skagfjörð (kylf-
ingur Tómas Arnason) á 81—19
= 62 högg.
3.—i. Blóm og Ávextir (kylf-
ingur Hans Isebarn) á 88—22
= 66 högg.
3.—4. Gufubaðstofan Kvist-
haga 29 (kylfingur Sveinn
Snorrason) á 88—22 = 66 högg.
5. Bifreiðastöð Steindórs
(kylfingur Þorvarðar Árnason)
Mæta ekki á NorSurlanda-
þing í nwtmælaskyni?
Frjálsiþróttamenn hafa fengið sig full-
sadda á svokallaöri „norrænni samvinntí"
„Við erum þreyttir á því sem
kallað hefur verið norraen sam-
vinna, frjálsfþróttamenn", sagði
Ingi Þorsteinsson, formaður FRÍ
nýlega i viðtali við blaðamenn,
en eins og sagt var frá á Iþrótta-
sfðunni hlupu Norðmenn frá
samningi um heimsókn ísl. lands
liðs til Burkjelo f Noregi. Er
þetta í annað sinn, sem norska
frjálsíþróttasambandið svíkur
gerða samninga við íslenzka
frjálsfþróttamenn.
Ingi sagði eftirfarandi af sam-
skiptum fslenzkra frjálsfþrótta-
menn við „frænduma" á Norð-
urlöndunum:
„Stjórn FRÍ hefur reynt á s.l.
árum að standa að eflingu nor-
rænnar samvinnu á sviði frjáls-
íþrótta og hefur þetta meðal
annars komið fram I þvf að FRÍ
átti uppástungu að keppninni
V-Noregur—Island, sem hófst
1963 eins og áður segir. Tveggja
ára samkomulag var gert við
Dani um landskeppni. Kepptu
Danir hér árið 1964 og buðu til
keppni 1965 Island—Danmörk—
Spánn, en aldrei varð af þeirri
framkvæmd af hálfu Dana. FRÍ
kom á 3 landa landskeppni f
tugþraut 1964 milli íslands, Svl-
þj., Noregs. Forystumönnum
NFIF og sænska frjálsíþrótta-
sambandsins þótti þessi tug-
þrautarlandskeppni mjög æski-
leg fyrir tugþra'utarmenn land-
anna, þar sem skortur væri á
keppnum fyrir tugþrautarmenn.
Var ákveöið að halda þessari
keppni áfram, en FRÍ hefur ekk-
ert heyrt meira hvorki frá Norð-
mönnum né Svíum varðandi
framhaldskeppnina. Island hefur
verið áka-'ur stuðningsmaður
Norðurlandameistaramóts, en
bæði Svíar og Finnar hafa haft
hug á því að fella þetta mót nið-
ur, enda þótt slíkt hefði ekki
tekizt á norræna fundinum í
Reykjavík s.l. haust. Er þvf fram
tíð Norðurlandameistaramótsina
mjög ótrygg.
Stjórn FRl finnst haldlítið að
sitja ráðstefnur með fulltrúum
hinna Norðurlandanna um sam-
eiginleg mál og norr. samvinnu
á sviði frjálsíþrótta, sem frænd-
ur okkar virðast alls engan á-
huga hafa á. Er því í athugun
hjá stjórn FRÍ að senda ekki full
trúa á norræna þingið, sem fram
fer I Osló I haust".
Norska frjálsfþróttasamband-
ið býður FRÍ upp á ámátlegt
yfirklór f bréfi sfnu varðandi
mál þetta, sem barst stjórn FRÍ
fyrir nokkrum dögum. Segir þar
að ekki hafi tekizt að afla 10
þús. króna norskra, sem fyrir-
tæki eitt hafði ætlað að greiða
sem auglýsingu. Heimsóknin átti
að kosta 40.000 norskar krðnur,
þannig að lítið virðist vanta upp
á. NFIF frestar I bréfi slnu heim
sókninni með öllu, en gefur FRÍ
enga möguleika á að hlaupa und
ir bagga. Verður það ekki skil-
ið öðru visi en svo, að ekki sé
áhugi lengur á „norrænu sam-
vinnunni".
2. deild:
ísfirðingar
unnu, — og
föpuðu
ísfirðingar  iéku  tvo ieiki  í 2.
deild um helgina, annan f Kópavogi
og hinn í Hafnarfirði.
í Kópavogi fóru leikar sv^ að
Breiðablik vann meö 2:1 i spenn-
andi leik, og voru ísfirðingar held-
ur óheppnir með úrslitin í leiknum.
Hafa Breiðabliksmenn nú unnið
báða lelki sína í deildinni, fyrri
leikinn gegn FH.
í Hafnarfirði léku Isfirðingar við
FH og fóru leikar svo eftir 1:0 fyr-
ir ísafjörð í Kálfleik, að ísfirðingar
unnu 4:2, skoraði Þröstur Guðjóns-
son 2 markanna, en Hafþór Sigur-
geirssot eitt og eitt varð sjálfs-
mark. Höfðu Isfirðingar allnokkra
yfirburði og verðskulduðu sigurinn
fyllilega. Hafa þeir nú 4 stlg í riðl-
inum, en hafa leikið einum leik
fleiri en Kópavogsmenn. Fyrr unnu
ísfirðingar Siglfirðinga með 2:1.
Fram átti að leika sinn fyrsta
leik í 2. deild um helgina. Ófært
var til Vestmannaeyja, en þar átti
leikurinn að fara fram, og varð
af þeim sökum ekki af keppninni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16