Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Laugardagur 2. júlí 1966.
VEL HEPPNAÐ SUNDMEiSTÁRAMÖT
3. deildin hefst
— tveir leikir í hinni nýju deild
fjórir í 2. deild um helgina
Knattspyman veröur efst á blaði um helgina eins og oftast.
Keppnin í 1. deild verður ekki í gangi, en 2. deildin því kröft-
ugri og fara þrír leikir fram í henni og tveir fyrstu leikirnir í
3. deild verða nú leiknir. Þessir leikir fara fram:
ÍSAFJÖRÐUR. Kl. 16 i dag leíka Isafjörður og Breiðablik fyrir
vestan og hér er um áhrifamikinn leik fyrir Kópavogsmenn að
ræða, en sigur mundi gefa þeim aðgöngumiðann að úrslitunum
i deildinni í Laugardal síðar í sumar, líklega gegn Fram eða
Haukum.
SIGLUFJÖRÐUR. Kl. 16 á morgun leika heimamenn við lið FH.
FH mun crugglega freista þess að ná sigri, enda er iiðiö í fall-
hættu í 3. deild. Hins vegar eru Siglfirðingar haröir í horn að
taka og verða ekki auðveldir á heimavelli  sínum.
NJARÐVÍK. Kl. 16 á morgun leika Suðurnesjamenn viö Vest-
mannaeyinga á grasvellinum I Njarövík.
SAUÐÁRKRÓKUR. Á morgun fer fram fyrstj leikurinn i ný-
stofnaöri 3. deild í knattspyrnu. Það eru heimamenn sem leika
við Ölfusinga og hefst leikur þeirra kl. 16.
SELFOSS. Klukkustundu eftir að leikurinn á Sauðárkróki hefst,
munu Selfyssingar og lið Skallagríms í Borgarnesi hefja leik
sinn í 3. deild.
Það verður sem sagt mikiö um að vera á knattspyrnuvöllum
landsins, en höfuðborgarbúar fá þar ekkert að þessu sinni, en
verða að bíða þar til á mánudagskvöldið. Þá leika ÍSLAND og
DANMÖRK (lið yngri manna en 24 ára) kl. 20.30.   — jbp.
„Þetta er skemmtllegasta
sundmeistaramót, sem ég hef
tekiö þátt í", sagði cinn sund-
mannanna frá Keykjavík við
undirritaðan í gærdag, Hörður
B. Finnsson úr ÍR, sem um eitt
skeið átti Norðurlandametið f
100 metra bring'usundi, en varð
nií að þola tap fyrir hinum
efhilega ísfirðingi, Fylki Ágústs
syni. Hörður sagði, aö fram-
kvæmd mótsins, sem hvíldi að
mestu leyti á herðum Norðfirð-
inganna, hefðl verlð sérlega
góö.
Sundmeistaramötlð fór fram í
fegursta veðri, einkum fyrri dag
inn, og verður hinum fjölmörgu
keppendum eftirminnilegt, ekkl
sízt vegna þess hve Norðfirð-
ingar sýndu mótlnu mikinn á-
huga og fylltu áhorfendastæðin
báða dagana.
Myndln, sem hér fylglr, var
tekin á Norðfirði fyrri dag móts
ins. Það eru Ármannsstúlkurn-
ar, sem settu nýtt íslandsmet
I 4x100 m fjórsundi, sem eru
á myndinni. Eygló Hauksdóttir
er lengst til vinstri, þá kemur
Matthildur Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Kristjánsdðttir og
Guðfinna Svavarsdóttir. Mynd-.
ina tók ung og efnileg sund-
kona úr Ármanni, Sigrún Ein-
arsdóttir, og viröist hún ekki
síður efnileg sem Ijósmyndari.
í baksýn sést svolítiö af Nes-
kaupstaö og bak vlð Ármanns-
liðið sér í Erling Pálsson, for-
seta Sundsambandsins, og ýmsag
starfsmenn mótsins.
Þarna er Kjartan Kjartansson úr Þrótti, einn af unglingalandsliðsmönnunum,  sem  um helgina  æfa á
Laugarvatnlí að brjötast í gegnum vörn Keflavíkur
Unglingalandsliðið í æf-
ingabúðir á Laugarvatni
Unglingalandsliðið í knattspyrnu
(18 ára og yngri) mun um helgina
fara í æflngabúðir á Laugarvatni,
en þetta er liður í undirbúningi
fyrir   Norðurlandamót   unglinga   í
knattspyrnu, sem fer fram innan
skamms í Noregi.
Liðið fór í gærkvöldi ásamt þjálf
ara sínum, Guðmundi Jónssyni og
fulltrúa Unglinganefndar KSÍ, aust
ur og verður þar við æfingar þar
til á sunnudagskvöíd.
í dag mun liðlð fá góða hcim-
-sókn, það er mcistaraflokkur Fram
sem kemur og leikur leik við liðið
á hinum glæsilega grasvelli íþrótta
kennaraskólans á Laugarvatnl.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16