Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
S6. árg. — Þriðjudagur 9. ágúst 1966. — 178. tbl,
Sumar
Þessar ungu blómarósir voru
að hlíia að blómunum i Hljóm-
skálagarðinum í morguri , og á
svip þeirra má sjá að þær eru
ánægðar með lífið — enda fá
störf skemmtilegri i góðu veðrl
en garðavinna.
( Ljósm. Bj. Bj.).

Sandey dælir upp bygginga-
efni fyrir Eyjar
Sanddæluskipið Sandey lagði í
dag upp í ferð til Vestmannaeyja
og mun þar gera tilraunir með að
dæla upp möl og sandi i steypu.
Horfir  nú  til  stórvandræða  í
Vestmannaeyjum í sambandi við
byggingarmöl, en að undanförnu
hefur verið notazt við rauðamöl
úr Helgafelli. Mikið er byggt um
þessar mundir í Eyjum.
Leitað verður vitt og breitt eft-
ir heppilegri steypumöl á sjávar-
botni. Verður leitað við Eyjar og
uppi við land.
Sandey hefur dælt töluverðu upp
af byggingarmöl fyrir Reykjavík,
en auk þess hefur skipið dælt upp
öllum þeim skeljasandi, sem Sem
entsverksmiðjan hefur þurft að
nota undanfarin ár.
Ný heimavist Menntaskólans
á Laugarvatni í smíðum
V/s/> talar v/ð Jóhann Hannesson skólameistara
A þessu ári verður tekin f notk-
un ný heimavist Menntaskólans á
Laugarvatni. Er bygging hennar,
sem hófst f júli, fyrsta stigið í þá
átt að auka nemendahúsnæðl skól-
ans þannig að það rúmi 200 nem-
endur, en það er áætlaður nem-
endafjöldi skúlans f bili.
Méð tilkomu nýju heimavistar-
innar verður hægt að taka inn 50
riýja nemendur að hausti í skólann
í stað 25 áður, en frarri að þessu
hefur orðið að vísa frá jafnmörg-
um nemendum og hafa verið tekn-
ir inn í skólann eftir því sem Jó-
hann Hannesson skólameistari
sagði blaðinu í morgun.   /
Verður nýja heimavistarbygging-
in bæði viðbót við skólahúsnæði
og.verður einnig til þess að létta
á gömlu heimavistinni í skólanum
sjálfum, sem hingað til hefur ver-
ið ofsetin.
— Við fjölgum nemendum út &
nýja húsnæðið, sagði skólameist-
ari, aðsóknin hefur alltaf verið
meiri en við höfum getað sinnt.
Nú tökum við 50 nemendur í stað
25 áður að hausti, en verðum alltaf
að vísa frá á milli 15—20 manns.
I fyrra byrjuðum við með tvö-
falda bekki, var þá tvöfaldur 1.
bekkur, en nemendur alls í skól-
mum 120 manns. í ár veröum við
með tvöfaldan fyrsta bekk og tvö-
faldan annan bekk og nemenda-
fjölda alls  140. Þannig mun það
ganga  koll  af kolli.  1  sambandi i
við nemendaaukningu verður ráð- j
inn  nýr  kennari  við  skólann  í j
haust  og  kennir  hann  náttúru-1
fræði.                        í
BLADSD ! DAG
Bls. 3 Myndsjá úr
Grænlaniisferö.
— 4 Viðtöl við norræna '.
búvfsindamenn.
— 7 Abba  Eban,  utan-
rfkisráðherra Israels
— 8-9 Sviþmynd frá
sögustað: Þingeyrar.
Nýja skólabyggingin stendur
nær þjóðveginum, en skólahúsiö
sjálft, og er sex hús í allt, þrjár
samstæður, tvö og tvö hus saman.
Er byggingarfyrirkomulag  nýstár-
leg en arkitektarnir Helgi Hjálm-
4,------------1-------:----------------:----------
arsson og Þorvaldur Þorvaldsson
teiknuðu bygginguna. Til bygginga
framkvæmdanna var ekki veitt á
fjárlögum, en til hennar fékkst
framkvæmdalán. Gerum við okkur
vonir um að byggingin verði til-
búin áður en skólinn hefst f haust
sagði skólameistari að lokum.
LAXVEIÐIN VIÐAST G0Ð
— en círnar fyrir norðan verri en undanfarin ár
Laxveiðin hefur verið allgóð
um Iand allt siðastliðinn h.íll'-
an mánuð, þó að árnar norðan-
lands séu ekki eins góðar enn
og þær hafa verið undanfarin
ár. Veður virðist töluvert hafa
spillt veiði norðan- og vestan-
ands undanfarinn hálfan mánuð.
Hefur verið norðanátt, kalt og
bjart, en það þykir ekki gott
veiðiveður. Athygll vekur, að
laxar í Miðfjarðará hafa verið
mjög vænir í sumar. Lax undir
10 pundum hefur ekki veiðzt,
en flestir laxar, sem hafa veiðzt
þar, verið á milll 10—20 pund.
Þetta er allt 3ja og 4ra ára lax.
Yngri lax hefur því ekki sézt.
350—360 laxar hafa veiðzt í
Miðfjarðará í sumar, sem er
töluvert minna en á sama tíma
í fyrra. Undanfarið hefur hver
veiðihópur, sem er 3 daga í
ánni (9 menn), veitt rúmlega
30 laxa. Stærsti laxinn í sumar
var 22 pund. Mjög kalt hefur
verið við Miðfjarðará undanfar-
ið, en í morgun, þegar Vísir hafði
samband við veiðihúsið við ána,
var komið gott veöur.
1 Eliiðaánum höfðu 570 lax-
ar veiðzt 4. ágúst, en á sama
tíma í fyrra höfðu veiðzt 350
laxar. Áberandi er hvað margir
laxar hafa fengizt á flugu eða
176 laxar. Bezta veiðivika sum-
arsins var 29. júlí til 4. ágúst.
Þá fengust 146 laxar, en beztu
dagarnir voru 3.  og 4. ágúst
með 34 og 36 laxa.
770 laxar voru komnir á land
f Norðurá 4. ágúst, sem er mjög
sæmilag veiði. Hefur laxinn
verið stærri þar en yfirleitt,
flestir verið 7—8 pund og upp
í 12—14 pund. Hafa veiðihópar
(8 menn), sem hafa verið 3 daga
í ánni, fengíð 50-60 laxa. Veðrið
hefur verið heldur óveiðilegt við
Norðurá undanfarið.
Veiðin f Laxá í Dölum hefur
verið betri í sumar en í fyrra.
Eru komnir töluvert á þriðja
Framh. á bls. 6.
Lagt til að friðlýstar verði 25
sjaldgæfar plöntutegundir
Eru safnarar nd útrýma sjaldgæfustu tegundunum?
Fyrir Menntamálaráðuneyt-
inu liggur nú til samþykktar á-
kvörðun Náttúruverndarráðs
um að friðlýstar verði 25 sjald-
gæfar plöntutegundir þar sem
þær vaxa villtar hér á landi.
Leggur NátturverndarráS til að
þar sem telja megi mikilvægt
að varðveita þessar tegundir og
forða þeim frá útrýmingu,
verði lagt bann við að hrófla
við þeim á nokkurn hátt, t.d.
slíta af þeim sprota, blöð, blóm
eða raetur eða grafa þær upp.
Talaði blaðið við Gunnar
Vagnsson ritara Náttúruvernd-
arráðs, sem sagði að þessar 25
plöntutegundir væru langflestar
fágætar og reyndar væru fleiri
tegundir, sem grasafræðingar
hefðu áhuga á að láta friða,
hafi þeir gert tillögu þess efnis
um 40 plöntutegundir.
Þessar plöntur væru það fá-
gætar, að hætta væri á
útrýmingu, ef þeim væri fækk-
að, ef safnarar héldu áfram
að tína þær í grasasöfn sín.
Meðal plöntutegundanna, sem
á að friða eru nokkrar burkna-
tegun..;r, stör, ferlaufasmári og
ein mjög sjaldgæf plöntutegund
Papaver radicatum ssp. Stef-
anssonianum   (melasól   meö
hvítum og bleikum blómum) en
latneska nafnið er kennt við
Stefán Stefánsson fyrrum
skólameistara Menntaskólans á
Akureyri, sem samdi Flóru ís-
lands.
Lagt er til aS þessar plöntu-
tegundir verði friðaðar:
Botrychium simplex (dverg-
tungljurt), Asplenium septen-
trionale (skeggburkni), Asp-
lenium trichomanes (svart-
burkni), Asplenium viride
(klettaburkni), Blechnum spi-
cant var. fallax (tunguskolla-
kambur), Crýptogramme crispa
(hlíðaburkni),     Lycopodium
clavatum (burstajafni), Sieg-
lingia decumbens (knjápuntur),
Carex heleonastes (heiðarstör),
Carex flava (trjónustör), Allium
oleraceum (villilaukur), Paris
quadrifolia     (ferlaufasmári),
Listera ovata . (eggtvíblaðka),
Stellaria calycantha (línarfi),
Spergularia salina (flæðarbúi),
Papaver radicatum ssp. Stef-
anssonianum' (melasól með
hvítum og bleikum blómum),
Crassula aquatica (vatasðgn),
Saxifraga a zoon (bergstein-
brjótur), Saxifraga foliolosa
(hreistursteinbrjótur), Rosa pi
pinellifolia (þyrnirós), Rosa
afzeliana (glitrós), Oxalis
acetosella (súrsmæra), Viola
rivinana (skógfjóla), Primúla
egaliksensis      (Daviðslykill),
Ajuga pyramidalis (lygnbúi).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16