Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
56. ár.
Laugardagur 13. ágúst 1966. -
1S2. tölublað.
Fyrsta stúdíóupp-
taka sjónvarpsins
Á miðvikudag gerðist merkur
viðburður í tilveru íslenzka sjón
varpsins, fyrsta dagskrárupp-
lakan fór fram í upptökusal
þess að Laugavegi 176. Þetta
var aðeins tiiraunaupptaka og
óvíst hvort hún verður nokk-
urn tíma notuð, en það var
hljómsveitin Logar frá Vest-
mannaeyjum sem varð þess heið
urs aðnjótandi og lék hún og
söng nokkur lög. Henni var að
sjálfsögðu sniðin viðeigandi um
gjörð og í bakgrunni voru ýmis
tákn, sem minna á táningatón-
list séinni tíma.
Sögðu þeir Andrés Indriðason
og Tage Ammendrup, sem sáu
hvor um sinn hluta upptökunn-
ar, að hún hefði tekizt vel, en
hljómsveitir væru einmitt með
Framh. á bls. 6
Frá upptöku „Logamyndarinnar." Heigi Hermannsson, hljómsveHarstjóri  syngur og leikur.
Kísilgúrsamningarnir undirritaSir í dag
Samningaviðræðum, sem staðið hafa í rúmt ár, lokið
Undirrita átti samningana
milli íslenzku ríkisstjórnarinnar
og bandaríska fyrirtækisins
Johns-Manville í Arnarhvoli kl.
11 í morgun, samkvæmt því
sem Roger Hackney aðstoðar-
framkvæmdastjóri Johns-Man-
ville tjáði Vísi í gærkveldi. Það
var þó háð því að ákveðin skjtil
bærust frá Johns-Manville fyrir
þann tíma, en ef skjölin ná ekki
í tæka tíð, verða samningarnir
undirritaðir um leið og skjölin
berast. Jóhann Hafstein, iðnað-
armálaráðherra undirritar samn
inginn fyrir hönd rikisstjórnar-
innar, en Roger Hackney fyrir
hönd  Johns-Manville.
Samningaviðræður hafa nú
staðið yfir í rúmt ár, en loka-
viðræður hófust á þriðjudaginn
f þessari viku, þegar Hackney
og V.'. Breese lögfræðilegur
ráðunautur     Johns-Manville
komu til landsins. Hafa þeir
rætt við iðnaðarmálaráðherra,
Jóhann Hafstein, og formann
samnínganefndar ríkisstjórnar-
innar. Magnús Jónsson. Á míð-
vikudaginn fóru þeir norður á
land, litu á framkvæmdir við
kfsilgúrverksmiðjuna í Bjarnar-
flagi og töluðu við nokkra að-
ila. Þeir ræddu við formenn
verkalýðsfélaganna á Húsavík
og Akureyri, skipaafgreiðslur á
Húsavík og útibústjóra Lands-
bankans á Húsavík, en auk
þess ræddu þeir við nokkra
aðra aðila.
Hackney tjáði blaðinu, að
honum litist vel á framkvæmcV-
irnar við Mývatn. Verkinu mið-
aði vel áfram og væri lítiö á
eftir áætlun. Hann taldi að
samningarnir eins og þeir liggja
nú fyrir séu hagkvæmir fyrir
báða aðila. Kísilgúrinn verður
þýðingarmikil útflutningsvara
fyrir íslendinga, en gott fyrir
Johns-Manville að hafa aðstöða
til aö flytja kísilgúr á markað-
inn í Evrópu héðan.
Hann kvaðst hafa kynnt sér
vinnumarkaðinn fyrir norðan.
og litist vel á hann. Fólk vildi
gjarnan vera við Mývatn en þar
að auki væri laust töluvert
vinnuafl í Mývatnssveit. Væri
Framh. á bls. 6.
Undirritun samningsins í gær. Við borðið frá vinstri: Fjármálaráðherra, Magnús Jónsson, dómsmálaráð-
herra Jóhann Hafstein og S.M. Krag aðalframkvæmdastjóri Aalborg Værft. Standandi frá vinstri: Guðlaug-
ur Þorvaldsson, ráðuneytisstjóri, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar og Baldur Möller ráðu-
neytisstjóri.
Slysavarnafélagið
æf ir á Hveravöllum
Slysavarnadeildirnar í Reykja-i um lögðu af stað í gærkyeMi í
vik og Hafnarfirði og á Suðurnesj- fjallaferð. Farið verður á Hvera-
i---------------------------------------------velli og þar munu sveitirnar dvelj-
SAMIÐUMSMIÐl NYSVARÐSKIPS
Samningar voru undirritaðir í
gær millí íslenzku rikisstjórnarinn
ar og Aalborg Værft A/S um smíði
nýs varðskips fyrir Landhelgis-
gæzluna. Verður varðskipið tilbúið
til afhendingar i febrúar 1968 og
mun kosta 83 millj. króna.
Leitað hafði verið tilboða í skipa-
smíðastöðvum um alla Evrópu, en
tveir aðilar gerðu föst tilboð.
Reyndist tilboð Aalborg Værft
hagkvæmara.
Skipiö er að allri stærö og gerð
svipað og Óðinn, en þó heldur
stærra og kraftmeira. Skipið verð
ur um 1200 tonn og verður lögð á
það sérstök áherzla að skapa góða
aöstööu fyrir þyrlu á dekki þess.
Fyrir hönd íslenzka ríkisins var
samningurinn undirritaður af dóms
málaráðherra, Jóhanni Hafstein og
fjármálaráðherra, Magnúsi Jóns-
syni, en S.M. Krag undirritaði
samninginn fyrir hönd Aalborg
Værft.
astvið æfingar fram á
Verða leiðangursmenn sem era
um 70 talsins þjálfaðir í meðferð
ýmissa radiótækja, sem komið
geta að notum við leit á landi.
Slysavarnafélögin hafa oft staðið
fyrir slíkum æfingaferðum áðar
og er skemmst að minnast einnar
slíkrar á Snæfellsnes í vor.
Nánar verður skýrt frá ferðínni
í Vísi á mánudag.
Utlitstelkning ar nýja varðskipinu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16