Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 16
HUNDAPESTIN KOMIN í HUNDABÚ CARLSENS Kann að þurfa að drepa flesta hundana — líklega sýktir hundar i Reykjav'rk Hundapest sú, sem kom upp í Dyrhólahreppi fyrr í haust er nú komin upp í hundum á hundabúi Carlsens minkabana í Mosfellssveit. Hefur oröiö að lóga þar fjölda hunda og hvolpa, sem tekið hafa veikina og hundabúið hefur nú al- gerlega verið einangrað og verður beðið átekta og séð hvort nauö- syniegt reynist að lóga öllum hund- unum. Þá eru miklar líkur til þess að hér í Reykjavík séu sýktir hund- ar, sem voru í fóstri á hundabúinu fyrir nokkru, en þar sem hér er um að ræða hunda, sem fluttir hafa verið inn ólöglega er erfitt að hafa uppi á þeim. Fyrir helgina lék grunur á að veikin væri komin upp á Álafossi, en þar reyndist aðeins einn hundur veikur og var hann ný- kominn frá dvöl í hundabúi Carl- sens, að því er Ásgeir Einarsson dýralæknir sagði í viðtali við Vísi. Carlsen minkabani sagði í viðtali við Visi í gær aö hundarnir sem heföu tekið veikina væru aðal- lega hvolpar og eldri hundar, sem hafa minnstan mótstöðukraft og hefðu a. m. k. 15 verði drepnir. Get ur farið svo að drepa þurfi marga af beztu veiðihundum Iandsins, sem eru þarna í fóstri. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir sagði í viðtali við blaðið að þetta væri sama veikin og verið hefur Dyrhólahreppi, en þar hafa 12 eða 13 hundar drepizt eða verið lógaö, en erfitt væri að gera sér grein fyr- ir hvort samband væri þarna á milli. Sé líklegast að pestin hafi komið með hundi til Reykjavikur og þaöan til Carlsens og austur í Dyrhóla- hrepp. Ekki hefur tekizt að ná í upprunalega hundinn og mundi það líklega aldrei takast. Sá hundur, sem borið hefur veikina kann að vera búinn að hafa hana og oröinn frískur á ný, en hundar geta smitað Hamrafellið selt til Indlands fyrir 28 milljónir króna Samband ísL samvinnufólaga hef- ur ákveðið að selja stærsta skip félagsins og um leið stærsta skipið £ ísl. skipafiotanum, Hamrafell. — Hafa tekizt samningar um sölu á skipinu til indverska skipafélagsins „The shipping Corporation of India“. Verður skipið afhent hinum væntanlegu eigendum hinn 20. nóv. n.k. í Þýzkalandi eða Hollandi. Söluverðið er 28 miilj. ísl. krónur. Það sem ráðið mun hafa úrslit- um um sölu skipsins er, aö undan- farin tvö ár hefur þaö verið í för- um fyrir eriend skipafélög, en þaö mun ekki hafa verið ætlunin meö rekstri skipsins, er það var keypt hingað áriö 1956. Ekki munu vera uppi nernarr áætíanir inoan Sam- bandsins um kaup á öðru olíuflutn- ingaskipi, og í fyrradag var flest- um eða öllum undirmönnum skips- ins sagt upp starfi, en aðeins nokkrir af yfirmönnunum munu sigla skipinu til afhendingarstaðar. Skipið mun koma hingað til lands i síðasta skipti undir ísl. fána hinn 8.' nóv. n. k. Mun því síðan veröa siglt héðan beint til afhendingar- staðar. Hinir væntanlegu kaupend- ur munu enn eiga eftir að fá inn- flutningsleyfi fyrir skipinu til Ind- lands, en þaö mun aðeins vera tal- ið formsatriði. Hamrafellið var eins og fyrr greinir keypt hingað til lands áriö 1956. Það er stærsta skip, sem nokkru sinni hefur siglt undir ísl. fána eða um 16730 brúttólestir að stærð. Söluverð þess er eins og fyrr greinir 28 millj. ísl. króna. Mannlaus hús og hiutir á af- skekktum stööum bera víða merki um óþarfar gestakomur. Ónefndir förusveinar hafa feng- ið útrás annarlegra hvata sinna í spellvirkjum á einstæðum kof- um og mannvirkjum á víða- vangi. Björgunarskýli og önnur nauðþurftamannvirki hafa iðu- lega verið hart leikin, framin á þeim speilvirki til stórtjóns og af algeru tillitsleysi við verkefni sem slíkum mannvirkj- um er ætlaö. En slík hervkki gerast ekki einungis á landi heldur cinnig á skipum, sem Iiggja útiáSundum og bíða þess eins að einhver fáist til þess að nýta þau. ■ Þegar farið var að athuga tog arann Síríus, sem strandaði á dögunum innan við Vatnagarða, kom í Ijós vitni um ófagrar at- Framh. á bls. 6. Brotnir björgunarhringir, stólar og aðrir smáhlutir lágu eins og hráviði I brúnni. nokkurn tíma eftir að þeir hafa ver- ir veikir. Sagði yfirdýralæknir að ef fólk gætti þess nú nógu vel að passa hunda sína og láta þá ekki hafa samgang við aðra hunda yrði ef til vill hægt að útrýma pestinni á ein- um eða tveimur mánuðum. -m. ■m. ^ -m. ^■m. •m. Fór úr buxuninvt og bjurguði hestinum Rétt fyrir kl. 8 í gærmorgun var tilkynnt til lögreglunnar, að hestur væri fastur í Hólsá og kæmist ekki upp úr af eigin rammleik vegna klakaspanga, sem voru við bakkana. Voru lögregluþjónar sendir á staðinn, en illa gekk að koma hestinum upp úr. Varð ekkert að gert fyrr en ungur og vaskur lögreglu- þjónn, Einar Bjarnason, skellti sér úr buxunum og óð út í ána. Gekk hann undir hestinn og tókst þannig meö aðstoð þeirra, sem voru á bakkanum, að koma hestinum upp úr ánni. Þótti þetta vera hið mesta þrekvirki, en Einar fór í ána að eigin frumkvæöi. I vistarverum skipstjóra og kortaklefanum var allt rifið og tætt og einsýnt að slíkt hafði ekki gerzt nema af mannavöldum. Varð undir rúmu tanni af steypustyrktarjárni Nýsjálendingur, sem var að vinna við uppskipun á steypu- styrktarjámi í Þorlákshöfn á laug- ardagskvöldið varð undir rúmlega eins tonns hlassi af steypujámi og slasaðist alvarlega. Talið er að hann hafi mjaðmagrindarbrotnaö, kinnbeinsbrotnað og hlotið fleiri alvarlega áverka, en hann var flutt ur til Revkjavíkur með hraði, á slysavarðstofuna og baðan á sjúkra hús. Steypustyrktarjárninu var verið að skipa upp úr Bakkafossi og var það flutt á bílum upp að vöm- geymsluhúsi og híft þar af með krana. Einhverra hluta vegna lenti þar eitt búntið á 2. tonn að þyngd, ofan á G. Steward, en svo heitir Nýsjálendingurinn. 342 nýstúdentar við Háskólann — Náttúrufræðikennsla tekin upp v/ð skólann næsta ár Á Háskólahátíö veittu 342 nýskráðir stúdentar við Háskól- ann viðtöku háskólaborgarabréfi sínu. í deildir Háskólans skipt- ast þeir sem hér segir: í guð- fræði 2, í læknisfræði 68, í tann lækningar 11, í lyfjafræði lyf- sala 5, í lögfræði 43, í viðskipta fræði 31, í heimspekideild 145, þar af 90 í B.A.-nám, 39 í for- spjallsvísindi eingöngu og 16 í íslenzku fyrir erlenda stúdenta, í verkfræði 30 og í B.A.-nám í verkfræðideild 7. Sagði rektor í ræðu sinni lútandi kennslu að athugunum á skipan náttúrufræðikennslu við Háskólann verði haldiö áfram. „Er það eindregin ósk mín og von, að næsta haust geti sú kennsla hafizt“. Sagði rektor, að athugun um skiptingu milli nem- enda stærðfræðideildar og mála- deildar í menntaskólunum í haust leiddi í ljós að vænta má á næstu ámm mun fleiri stúd- enda úr stærðfræðideildum en Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.