Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 1
VISIR
56. árg. - Fimmtudagur 3. nóvember 1966. - 252. tbl.
Hafnarverkfall tefur af-
greiðslu íslenzkra skipa
Hafnarverkfall í London hefur
tafiS ferðlr íslenzkra skipa og a.
m. k. eitt, Laxá, hefur verið um
kyrrt i London þann tíma, sem
verkfalliö stóð yfir en það leyst-
ist á mánudagi
Taiaði blaðið í gær við Tóm-
as P. Óskarsson hiá Jöklum h.f.
sem tjáði blaðinu að begar verk-
fallið skall á þann 21. okt. hafi
Vatnajökull verið langt kominn
með að losa í London. Hafi verk-
fallið verið bundiö við eina „dokk“
en ekki verið almennt og hafi
það eingöngu verið bundið við los-
un á frakt en ekki lestun.
Hélt Vatnajökull áfram áætlun-
inni til Rotterdam og losaði af-
ganginn í London í bakaleiðinni og
var væntanlegur heim í gær frá
Hamborg. „Sem betur fer urðu eng
in vandræði fyrir okkur í sam-
bandi við verkfallið“, sagði Tóm-
as.
Þegar blaðið talaði í gær við
Halldór Friðriksson hjá Hafskip,
sagði hann að Laxá væri búin að
vera í London frá miðvikudegin-
um 26. okt. „Það átti e. t. v. að
byrja á henni á morgun, sagði
Halldór, og við vonum að hún
losni þarna á föstudagskvöld".
Sagði Halldór ennfremur að seint
gengj með afgreiðslu skipanna, en
mörg bíða eftir afgreiðslu. Laxá
var með síldarmjölsfarm til London
og verður ekkert tjón í sambandi
við hann fyrir skipafélagið en hins
vegar kostar töfin á afgreiðslu
skipsins engan smáskilding dag-
lega. Eftir því sem blaðið fregnaöi
mun hafnarverkfallið ekki hafa
valdið neinni truflun hjá öðrum
skipafélögum.
Brunaverðir að starfi í Kjörgaröi í gær. (Myndir: B. G.),
Húsvörður Kjörgarðs brennur inni
— Olíusót fró einangrunurplasti skemmir vörur fyrir milljónir
Húsvörðurinn í Kjörgarði, Ólafur Friðbjarnarson,
Stóragerði 13, brann inni í kjallara Kjörgarðs við
Laugaveg í gær, þegar eldur brauzt út í húsinu, rétt
fyrir klukkan fimm í gærdag. — Hann hafði smá-
skonsu til umráða inn af geymslunni, þar sem eld-
urinn brauzt út. Fannst hann liggjandi utan við
dyr skonsunnar, sem var læst, þegar eldurinn hafði
verið slökktur. Ólafur heitinn hafði þann sið um
þetta leyti dags að halda sig í skonsu sinni til að
hvílast. Ekki liggur fyrir vitneskja um, hvort hann
hefur verið að forða sér út eða hvort hann hefur
verið að reyna að komast inn í skonsuna til að
bjarga þar einhverju.
Tryggingafulltrúar viröa fyrir sér sótfallin húsgögn í Skeifunni í kjallara Kjörgarös.
Annar maður, viðskiptavinur
húsgagnaverzlunarinnar Skeif-
unnar, sem er f kjallara húss-
ins við hliðina á geymslunni,
átti í erfiðleikum við að komast
út, vegna kæfandi reyks og hita
frá geymslunni. Þegar eldurinn
brauzt út, var margt manna í
húsinu. Mikinn reyk lagði þég-
ar í stað um allt húsið, og áttu
margir í erfiðleikum við að
komast út vegna hans.
í morgun þegar tíðindamaöur
Vísis fór á brunastaðinn, voru
rannsóknarlögreglumenn, elds-
vamareftirlitsmenn og skoðun-
armenn viðkomandi trygginga-
félaga að rannsaka eldsupptök
og tjónið. — Magnús Eggerts-
son, rannsóknarlögreglumaður,
sagði að greinilegt væri að elds-
upptökin hefðu verið í einangr-
unarplasti, sem var geymt í
geymslu í kjallaranum. Ekki \
hefði þó tekizt að upplýsa enn
méð hvaða hætti kviknað hefði
í plastinu. Einangrunarplastið
var notað til að einangra hæð,
sem verið er að byggja ofan á
húsið.
Skoðunarmenn tryggingafé-
laganna, sögðust ekki geta met-
ið að svo komnu máli, hversu
mikilli upphæð tjónið nemur á
vörum viðkomandi verzlana, en
þó mætti búast við því að það
næmi milljónum króna. Mest
hefur tjóniö líklega orðiö í
Skeifunni. Sagðist eigandinn
ekki vilja né geta sagt til um
hvað tjónið væri hjá sér. Hann
vildi segja það eitt, að hann
heföi trvggt langt undir því sem
tjónið næmi.
Mest hefur tjónið verið af
reyk, sem lagði um allt húsið,
en minna af eldi og vatni. Hef-
ur svart olíusót dreifzt um allt
Framh. á bls. 6
Sæmileg línuveiði
vestra, en treg
hjó Faxaflóabótum
Haustvertíð á línu hefur nú víð-
ast hvar staðið mánuð eða svo og
aflinn hefur oftast verið heldur
rýr, en þó öllu skárri hjá vestan
bátum, það er Breiðafjarðarbátum
og á Vestfjörðum.
Akranesbátar hafa mikið sótt
vestur undir Jökul og í Jökultungur
en sáralítið fengið á nærmiðum.
4 bátar róa með línu af Skaga
og er efsti báturinn, Keilir, kominn
með 65 lestir í 16 róðrum. Aflinn
hefur mest farið upp í 6 tonn um
daginn.
Frá Keflavík róa 4 bátar með
linu og hafa fengið þetta upp í 5
tonn í róðri.
Fékk logandi eldspýtu
haus upp í augað
Norskur skipverji varð eftir i Reykja-
vik vegna þessa óhapps
Dagiega er kveikt á þúsund-
um Grýtueldspýtna hér á landi.
Ósjaldan hefur það komiö
fyrir, að brennisteinninn hefur
hrokkið logandi af og sviðið
brunagöt á skyrtur, eyðilagt
nykmsokka o. s. frv. Hins veg-
ar kemur það ekki oft fyrir að
slíkt hafi valdið áverka á fólki.
Einn slíkur atburður gerðist
þó í síöustu viku. Norska skipið
M.S. Havlyn lá hér við bryggju
við sementslosun, þegar einn
skipverjann Konrad Eriksen
henti það óhapp að fá logandi
brennistein i augað.
Taiaði blaðið í morgun við
Konrad Eriksen, sem dvelst á
Hótel Skjaidbreið meðan augað
er að jafna sig. Blindaðist hann
á vinstra auga í byrjun, „en ég
get séð ofuriítið núna“, sagöi
hann í viðtalinu. Segir Konrad,
að læknar segi sér, að sárið á
auganu stafi af cldspýtu, en
sjálfur segist hann aðelns hafa
skynjaö „eitthvað heitt“, sem
hafi lent í þvi.
Gefa læknarnir honum von
um það, að hann fái að fara í
næstu viku héöan, en það er
undir þeim komið, hvort hann
getur farið héðan með Havlyn,
sem losar nú á Austurlandshöfn
um.
Framh. á bls. 6.
Norðmaðurinn Eriksen á hótoli
sínu í morgun.