Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 10
VISIR. Mánudagur 30. janúar 1967. 1& ,,HELMA,# t ÚTSA LA byrjar á þriðjudag. Sængurverasett Kr. 250.00 Lök frá kr. 98.00 Koddar fra kr. 55.00 Mislitt damask Kr. 59.95 Barnasloppar á hálfvirði Drengjaföt á 150.00 Þurrkur á kr. 15.00 Ódýr baðhandklæði Mikill afsláttur á kvensloppum. „HELMA// „HELMA// Hafnarstræti Sími 13491 Freyjugötu 15 Sími 11877 Brunaverðir — .’ramh. af bls. 9 um ag hér sé um líf og dauða að tefla og allt verði fyrir að víkja — alveg allt. Bensínið er i botni og ekki skeytt um hálku eða aðrar hindranir. Tvær og hálf mínúta líða frá því kallað er unz kom- ið er á vetvang. Ungur maður liggur nær með- vitundarlaus fyrir framan stórt hús. Reytingur af fólki, með ótta í augum, er þarna f kring, ungt að árum, sparibúið. Karfan tekin fram og teppi breidd undir og yfir slasaða unga manninn og af stað niður Eskihlíð, vestur Miklubraut, um [TAPAÐ - FUNDIÐ Gullhringur, stór og sérkennileg- ur, tapaðist 14. m. Skilvís finn- tndi vinsamlega hringi í síma 16565. Fundarlaun. V $$%***$**&*■ Hestamenn! Höfum pláss fyrir 1—5 hesta. Uppl. í síma 50613. Laghentur maður óskar eftir ■/mnu strax. Margt kemur tll -’reina. Uppl. f síma 30712. Sölumaður. Góður sölumaður ;ast i bílasölu. Tilboð merkt; 166 laun“ sendist augl.d. Vísis vrir 2. febr. «wrnT'.,nrfwi Ökukennsla. Ökukennsla. Kenni 'kstur og meðferð bifreiða á Volks vagen 1300. Símat 19893 og 33847 ÖKUKENNSLA - Kennt á nýjar Volkswagen bifrelðir — Otvega öll gögn varöandi bfl- próf. Sfmar 19896. 21772 og 35481. ______ ókukennsla. Kennt ; Taunus *12 M. Sfmi 20016. ökukcnnsla. Uppl. í síma 40892. .M-hUumHMHHMIHn Miklatorg, norður Snorrabraut, með rauð ljós og sírenur, og sveigt snögglega upp Egilsgötu i og út þaðan upp að Slysavarð- ! stofu. Þar eru dyr opnar. Lög- reglumaður, einn af þeim, sem höfðu komið á slysstað, hafði fylgzt með brunavörðum niður á Slysavarðstofu. Hann hefur vakandi auga með öllu eins og I vera ber. f Sá siasaði hafði fengið slæmt ' liögg. Hann virðist svo mátt- laus. Höfuöið blðði drifið, eink- um öðrum megin, þar sem hann hiaut versta áverkann. Hvemig þetta gerðist vitnað- ist smám saman. Ungt fólk fer út í góðum hug til að dansa og skemmta sér. Það er laugar- dagskvöld og allir skemmti- staðir opnir og frjálsir. Nóg vín á boðstóium. Svo er haldið tií leiks. stgr. Breyting — Framh. af bls. 16 jókst farþegaflutningur Loft- leiða um 17%; „þetta eykst allt- af ár frá ári“, sagði flugvallar- stjóri, „og okkur er Ijóst, að eftir því sem árin líða, hlýtur að þrengja að. Það, sem við erum að fhuga núna, er m. a. að i stækka biðsali fyrir farþega, aö j flytja skrifstofur upp á loft. Nýt ingin eins og er, er ekki það mikil, að það eru alltaf nóg her- bergi. Ennfremur hefur komið til greina að byggja „fingur" frá aðalbyggingu út á flugvéla- ! stæði, sem verður áfastur. Og | annað: Hér hefur ekki verið sér- stakur salur fyrir „transit“-far- þega, þ. e. farþega, sem hafa stutta viðdvöl (venjulega um eina-tvær klukkustundir)". Við þessar breytingar á flug- stöðvarbyggingunni á Keflavík- urvelli, verður meira lifsrúm í hinni 23000 rúmmetra byggingu, en húsið var reist árin 1948— ’49. Það hefur reynzt vel í alla staði, að því er flugvallarstjóri sagði blaðinu. Undanfarið hefur Teiknistofan í Ármúla unnið að tillögum um skipulagsbreytingu á hótelbyggingunni, og er það einkum Ólafur Júlíusson, arki- tekt, sem á veg og vanda af hugmyndumim og útfærslu þeirra. Snnstihaus — Framh. af bls. 1 þar sem þetta mikla sjónarspil nátt úrunnar varö. Vegna veðurs voru margir, sem ekki sáu, þar sem hrunið hafði úr fjaliinu, en skruðn- ingar heyrðust langar leiöir, þeg- ar stórgrýti hrundi úr stálinu og bingnum. Nokkrir gengu upp að Innstahaus og staöfestu að skruðn ingarnir væru þaðan. Loftleiðir — Framh. af bls. 16 þægilegar og hinar nýju þotur. Þar sem Loftleiðir óska nú eftir að fá að nota hinar stóru nýju stórþotur i stað hinna gömlu DC-6b hafa skandinav- ísku löndin talið eðlilegt að far- gjaldamunurlnn yrði minnkaður * í hlutfalli við breytinguna, sem verður á flugtímanum. íslend- ingar hafa ekki viljaö fallast á þetta sjónarmiö, sagði ráðherr- ann. Á því strandar samkomu- lagið. Leiðrétting við Myndsjó Mishermi nokkurt varð í Mynd- sjá b'.aðsins sl. laugardag, þar sem sagt var frá sýningu Iðnaðar- mannafélagsins í Iðnskólanum. Þar segir að Iönskólinn hafi flutt úr Vinaminni í Iðnskólann gamla árið eftir stofnunina 1904, en ekki var lokið Við smíði Iðnskólans fyrr en 1906. — Þá segir á öðrum stað, að lokið hafi verið smíði Iðnó árið 1896, en það mun ekki hafa verið fyrr en í jan. 1897. — Loks segir, að Þórhallur biskup, sem hreppti Ingólfshúsið, hafi búið þar. — Það ei* ekki rétt. Hann seldi húsiö. — Textar undir tveimur myndum rugluðust. Texti undir mynd af Kjartani Guðjónssyni listmálara lenti undir mynd af Robin Lökken og öfugt. — Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Lögreglufréttir — Framh. af bls. 1 hæf. Höfðu einhverjir gárungar dregið skiltið út á götuna, en það átti alls ekki að vera þar. Volkswagen-bifreið úr Kefla- vík og einkabíll úr Hafnarfirði lentu saman í Hafnarfirði um helgina vegna hálku. Var, einri farþegi fluttur á slysavarðstof- una en reyndist lítið slasaður. Eftirlitsmaður frá Bifréiðaeftir- liti ríkisins kom á staðinn og fjarlægöi númerin af Hafnar- fjarðarbifreiðinni, þar sem hún hafði ekki verið í nógu góðu ástandi fyrir. Róstur við Lögreglustöðina Óeirðir hófust fyrir alvöru, þegar lögreglumenn þurftu að handtaka ungan mann, sem hafði sýnt þeim árásarhug í Hafnarstræti. Urðu .einhverjar sviptingar við handtöku. Við það æstust nokkrir unglingar, sem það sáu, Hópaðist nú ung- viöi úr ýmsum áttum við Lög- reglustöðina bæði Hafnarstræt- is- og Pósthússtrætismegin og upphóf skrílslæti. Háföist múg- urinn þarna við um hríð og var talsverður kurríþonum. Nokkrir úr hópnum köstuðu peningum og smásteinum I glugga lög- reglustöðvarinnar. Lögreglan skeytti þessu ekki og beið á- tekta. Gafst ungviðið upp við svo búið og dreifðist. Var þetta fjölmennur hópur, talsvert á annað hundrað. Hallærísplanið: Ólæti og árás á lögreglumann Um fjögurleytið, þegar sem mest var að gera hjá lögregl- unni, hingað og þangað í borg- inni, byrjuðu ólæti á Hótel ís- Iands grunni — öðru nafni „Hallærisplani". þar sem ungl- ingar koma saman oft á síð- kvöldum og nóttum, þar sem „bísinn" er. Piltur, nítján ára, hafði í frammi spjöll og há- reysti. Lögreglumenn voru til kvaddir. Báðu þeir piltinn um að hverfa af staðnum, en hann veitti mótþróa. Þeir stungu honum inn í bil. Félagi hans skipti sér af þessu, og er lög- reglumenn hugðust handtaka hann líka, stökk „upphafsmað- urinn” út úr lögreglubílnum. Annar lögreglumannanna hljóp á eftir honum, en óróaseggurinn veitti honum þungt högg á milli augnanna. Voru óróabelgirnir báðir settir í járn. Þriðji félag- inn, sem var við þetta riðinn, sparkaði í lögreglubílinn. Hann náðisti síðar og voru þeir allir þrír fluttir inn í Síðumúla, þar sem losað hafði verið um geymslu handa þeim. Þegar þetta gerðist, var sægur af ölvuðum unglingum á „Hall- ærisplani”. Svo ókyrrt var þar, að lögreglan varð að senda liðsauka á staðinn. En eftir handtöku „þeirra verstu”, hreinsaðist „planið" fljótlega. Maður slasaður í Máva- hlíð eftir líkamsárás Skömmu áður en þetta gerð- ist, var ráðizt á mann fyrir ut- an Mávahlíð 39. Hafði maður- inn heyrt vein og hljóp út til aö vita, hverju þetta sætti. Skipti það engum togum, að hann var sleginn til jarðar og meiddur og brotinn. Liggur hann nú stórslasaður, m. a. lærbrotinn, á sjúkrahúsi. Hann heitir Þór Þorbjörnsson, til heimilis að Mávahlfð 45. Hefur að öllum líkindum nú tekizt að hafa hendur 1 hári árásarmanna. Menn liggja slasaðir 1 Aðalstræti lá unglingur, sextán ára, ósjálfbjarga og stynjandi af kvölum. Sagði £ann lögreglunni, að fjórir íenn hefðu lamið sig og spark- að í magann á sér og víðar. Hann var fluttur á slysavarð- stofuna. Ungur maður haföi lagt sig til hvíldar í garði við hús á Sól- vallagötu. Hann hefur að lík- indum verið orðinn yfir sig þreyttur á leit að áfangastað. Hann var fluttur til heimilis síns í austurbænum, þar sem hann hlaut góðar viðtökur. Innbrot í íbúðarhús og víðar Á Bárugötu var brotizt inn í kjallaraíbúð, en þjófurinn á bak og burt, þegar að var komið, en engu hafði honum tekizt að stela. Ennfremur var reynt að stelast inn í hús í Hlíðunum. Rúða var brotin í Tjarnarbúð. Hjónaerjur Ósætti milli hjóna var alvar- Iegt á einum—tveim stöðum, svo að lögreglan var kvödd til að skerast í leikinn. Tókst að koma á sættum. Slagsmál við Hreyfil Maður var barinn í andlit við Hreyfil og hlaut ljótan á- verka.. Við bílstöðvar kveður stundum ramt að áflogum og barsmfðum. Slagsmál við Klúbbinn Aðfaranótt laugardags var fremur rólegt yfir borginni. Lög- reglan var kvödd til að skerast í leikinn við Klúbbinn. Komið hafði bar til átaka vegna ölv- unar. Sex menn voru fluttir á lögreglustöðina, sumir talsvert blóðugir og illa til reika. Eitur- og deyfilyf í húsi á Vesturgötn Hringt var eftir lögreglu að húsi við Vesturgötu til þess að aðstoða fólk, sem var miður sín og orðið hálf-ósjálfbjarga vegria devfilyfjaneyzlu. Var íbúð sú, sem þetta fólk hafðist viö í nöturleg. Virðist sem eitur- og deyfilyfjaneyzla fær- ist hér heldur f vöxt. Hefur borið talsvert á slæmum tilfell- um af því tagi undanfarið. Unglingagleði við Ægisíðu Lögreglan beðin um að koma að Ægisíðu og athuga dular- fullar mannaferðir viö báta- geymslu á þessum slóðum. Lögreglumenn uröu fyrst einsk- is vfsari, en við nánari eftir- grennslan kom í ljós, að nokly- ir unglingar, piltar og stúlkur á tánungaskeiði, höfðu hreiðrað um sig í skonsu uppi á hana- bjálka bátageymslunnar. Var þama óvistlegt, ljóslaust og hitalaust, en ungdómurinn virt- ist engu aö sfður una sér hið bezta við gleðina. Æskufólkinu var ekið til heimila sinna, og var þá sú gleði úti í þetta sinn. Búrfells-Svíar með há- reysti við Klúbbinn Fimm Svíar, verkamenn í Búrfellsvirkjun, voru fjarlægöir frá Klúbbnum 'ýé|ria{ dólgslegrar framkomilI En öðáf óg þeir voru komnir inn í ibgreglubílinn, urðu þeir hinir spökustu og lof- uðu bót og betrun. Var þeim þá ekið til ákveðins hótels, þar sem þeir búa, þegar þeir eru í heimsókn í Reykjavík. Árekstur á homi Nóatúns og Miðtúns Volkswagenbíll, sem ekið var vestur Miðtún, lenti utan í Fiat- bifreið, sem kom norður Nóa- tún. Bílamir skemmdust tals- vert mikið, en meiðsli engin á fólki. Þess má geta, að Nóa- tún er aðalbraut, og er athæfi bílstjóra Volkswagensins víta- vert. Ólöglegur hraði á Hafnarfjarðarvegi Þessa sömu nótt voru tveir piltar stöðvaðir fyrir ólöglegan ökuhraða á Hafnarfjarðarvegi. Vom þeii\ færðir á stöðina, þar sem þeir viðurkenndu að hafa verið á um 100 kílómetra hraða. Klippt var númerið af bifreið- inni, vegna þess að hún var talin í óviðunandi standi. Ölvaðir bílstjórar í Suðurgötu í Suðurgötu stöðvaði lögreglan bíl, sem var ekið með óeðlileg- um hætti. Reyndust ökumaðuV og félagi hans drukknir og þeg- ar á stööina kom, vitnaðist, að bifreiðinni hafði verið stolið fyrr um nóttina og bílstjórinn hafði þar að auki verið sviptur ökulevfi. Minniháttar slys Maður skarst á hendi. Var þar um ölvunarástand að ræöa. Nokkrir ölvaðir menn teknir úr umferð til þess að fara sér og öðmm ekki að voða. Þrátt fyrir þetta var þetta eins og fyrr seg- ir, tiltölulega róleg nótt. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.