Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 1
VISIR 57. árg. - Laugardagur 18. marz 1987. - 06. tbl. Tveir ónýtir bátar Tveir bátar slitnuðu frá bryggjunni á Stokkseyri i for- áttubrimi í gærmorgun, eins og sagði f frétt f blaðinu f gær. Fjórir bátar lágu við bryggjuna, þegar brimið skall á. Tveir þeirra sluppu við iilan leik út innsiglinguna og héldu sjó þar fyrir utan. Tvo 35 tonna báta sleit frá bryggjunni og sökk annar þeirra f brimrótiö en hinn rak upp undir frystihúsið á staðn- um og er hann illa brotinn og nánast ónýtur talinn og sést hann til hægri á myndinni, en til vinstri sést brakið af hlnum. (Mynd Ólafur Jónsson lögr.m., Selfossi). Nýtt litablað í dag „Vísir í vikulokin" kemur Ot í dag í fyrsta sinn Lesendur Vísis fá í dag með blaði sínu lit- prentað aukablað, sem einkum er ætlað kven- þjóðinni. Þetta er fyrsta eintakið af „Vísi í viku- lokin“, sem mun fylgja Vísi við og við á laugar- dögum, svo oft sem við- tökur gefa tilefni til. í nýja litablaðinu verður fjallað um tízku, matar- gerð, snyrtingu, húsbún- að og önnur áhugamál kvenna. Litablaðlð mun fylgja Vísi til áskrifenda og tll að byrja með verður það einnig Iátið ókeypis fylgja Vísi f lausasölu, en sfðar verður það selt sérstaklega í lausasölu. Lesendum Vfsis er bent á að safna þessum litablöð- um saman. Þau eru götuð, þannig að síðan megi geyma þau saman f möppum. Er fólki bent á, að gerast nú þegar áskrifend- ur að Vfsi til þess að eiga lita- blaðið frá upphafi. Áskrifenda- sfmi Vfsis er I 16 60 og af- greiösla blaðsins er f Túngötu 7 Fyrsta eintakið af ,Vísi i vikulokin" er einkum tileinkað páskafrfinu, en þá má ætla að fjöldi manna sæki á skfði eða i vetrarferðalög. Næsta eintak kemur eftir páska. Vonar Vísii, að þessi nýbreytni verði vinsæt hjá lesendum blaðsins. Camenbert kom- inn á markaðinn 16 íslenzkar ostategundir á markaði Nær fullskipað í páskaferðirnar - Færri hyggja á utanlandsferð á páskum en i fyrra - Gullfossferöirnar hafa dregið ór Allmargir munu hugsa sér til hreyfings á páskum eins og áður hefur tíðkazt. Skíðalands- mótið mun draga marga gesti til Siglufjarðar, og sömuleiðis munu skíðaiðkendur muna eftir Skíðahótelinu •' Hlíðarfjalli fyr- ir ofan Akureyri og rennifærinu í brekkunum þar, en kafsnjór er fyrir norðan eins og kunnugt er. Enn munu margir gista skíðaskálana hér sunnan fjalla, enda betra skíðafæri nú en ger- ist oft á þessum árstíma. Páskaferðirnar innanlands verða með svipuðum hætti og vanalega. Ferðafélag Islands efriir til tveggja Þórsmerkur- ferða. Verður lagt af stað í þá fyrri á skírdagsmorgun, en þá síðari á laugardag fyrir páska. Komið verður úr báðum ferð- unum að kvöldi annars páska- dags. I fyrra munu milli 40 og 50 manns hafa tekið þátt í þessum feröum, og er búizt viö svip- aðri tölu nú, en margir bíða með það til síðustu stundar að láta skrá sig í ferðirnar og er því tala þeirra, sem leggja í Þórsmörk að þessu sinni óviss. Úifar Jacobsen fer eina fimm daga ferð í Öræfasveitina eins og hans er vandi. Verður lagt upp í þá ferð á skírdags- morgun. Hafa um 55 manns Játið skrá sig í þá ferð. <1 f~' r» 1 r»í Aí r* ofna Ainrtia t.il SVII ferða í Öræfasveitina og verður Guðmundur Jónasson þar til forystu. Er búizt við að fólk láti skrá sig í ferðina allt til síð- ustu stundar og er því nákvæm tala þeirra, sem hyggja á öræfa ferð með Guðmundi Jónassyni ekki vituð. Standa Lönd og leiöir einnig fyrir þrem utanlandsferðum um páskana. Er búizt við. að um 160—70 manns alls taki þátt í öllum ferðunum bæði utanlands og innan nú um páskana. Verður haldið í fyrstu ferðina frá Lönd um og leiðum, 16 daga ferð til Rhodos á morgun, 1?. marz. í aðra feröina, 9 daga ferð til Noregs verður haldið þann 21. marz. Verður flogið til Osló og þaðan haldið til Gol, sem er skíðastaður um 200 km. fyrjr norðan Osló og þar dvalizt ai5 mestu við skíðaiðkanir. Þriöja utaniandsferðin er til Londan og er það 8 daga ferð, og er lagt upp f hana þann 25. marz. Ferðaskrifstofan Útsýn efnir til einnar páskaferðar til Spánar. Verður dvalizt á Torremolinos, litlum fiskimannabæ á suður- strönd Spánar, skammt frá Mal- aga og fjóra daga í London á bakaleiöinni. Hafa 60 manns lát- ið skrá sig í ferðina, en lagt veröur af stað þann 23. marz með leigufiugvél F. !.. Efndi Út- til sviDaðrar ferðar í fyrra og tóku þá þátt í henni 120 manns. Telur Ingólfur Guð- brandsson forstöðumaður Út- sýnar að Gullfossferðirnar fyrr í vetur hafi dregið úr því að eins margir haldi í utanlandsferð á páskum nú og í fyrra, en með Gullfossi fóru um 200 manns suður á bóginn. Framh. á bls. 10 • • íslenzkum húsmæðrum ætti ekki að verða skotaskuld úr því nú að bera fram bakka þakta girnlleg- um ostum, án þess að fá til osta, sem bera fín nöfn og fengnir eru frá útlandinu. Ostategundum á markaðinum hefur farið fjölgandi á síðustu vikum og eru nú orðnar sextán og mun þeim væntanlega fjölga enn á næstu mánuöum. Tvær nýjar ostategundir frá Mjólkurbúi Flóamanna komu á markaðinn í Reykjavík í febrúar og eru það Ambassador og Tilsitt- er, sem hvort tveggja eru þekktar ostategundir á meginlandinu. Og nú fyrir nokkrum dögum komu fyrstu stykkin af Camenbertost- inum frá ostagerðinni nýju í Hvera gerði á markaðinn í Reykjavík. Það an eru væntanlegar fleiri tegund- ir, m. a. Port salut og rjómaostur. Nýju tégundirnar frá Flóabúinu hafa hingað til nær eingöngu ver- ið seldar í Osta- og smjörsölunni. Sagði Sigurður Benediktsson fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar Vísi að Flóabúið hefði, haf- ið framleiðslu Ambassador og Tilsitter í smáum stíl til þess að sjá hvernig þessum nýju tegund- um yröi tekið og magniö veriö það lítið að ostarnir hefðu nær ein- göngu veriö seldir í Osta- og smjör sölunni. Hefði framleiðslan á þess um osti verið slitrótt vegna þess hve mjólk hefur veriö lítil á mark aðinum undanfariö og því lítil um- frammjólk ,til ostagerðar, en með aukinni mjólkurframleiðslu í vor verður framleiðsla þessara tegunda aukin og koma þá ef til vill fleiri nýjar tegundir á markaðinn. Þær ostategundir, sem nú eru á markaðinum eru þá: 30 og 45% brauðostur, Schweitzerostur, Tii- sitter, Ambassador, gráðaostur, mysingur og smurostur en undir smurosta heyra rækjuostur, tómat- ostur, sveppaostur, alpaostur, kjarnaostur, sterkur ostur og góð- ostur. Ekki má svo gleyma Cam- enbertostinum nýja, sem vafalaust er'mörgum fagnaðarefni Vísir spuröist fyrir um verð á fyrrgreindum ostategundum og er það: 30% brauðostúr: 80.00 pr. kg., 45% brauðostur og 45% Schweitz- erostur kosta 106.20 pr. kg„ Til- sitter og Ambassador kosta 131.20 pr. kg„ 180 gramma lauf af gráða- osti kostar 35.80 og 200 g stykki af mysingi kostar 12.40. Smurost- arnir eru í misstórum pakkningum og láta mun nærri að 100 grömmin kosti um 16 krónur. Loks er það Camenbertinn nýi en 150 gramma stykki af honum kostar 39 krónur. !■■■■■! Erindaflokkur Benedikt Sigurjónsson, hæsta- réttardómari, mun flytja erinda- flokk um ábyrgð farmflytjenda á vegum Tryggingaskólans, og verður fyrsti fyrirlesturinn fluttu* n. k. mánudag kl. 17.15 í Átthagasalnum að Hótel Sögu. Öllum er heimill aðgangur. með- an húsrúm leyfir. r.v.vv.v.v !■■■■■! !■_■_■_■_■! G0TUR IBREIÐH0L TS- HVERFIB0ÐNAR ÚT Reynslan sýnir að hagkvæmt er að bjóða út verk borgarinnar, segir gatnamálastjóri Reykjavíkurborg hefur boðið út ailar gatnagerðarframkvæmd ir í þeim hluta Breiöholtshverf- is, sem lóðum verður úthlutað í á næstunni. Eru þetta einar mestu gatnagerðarframkvæmd- ir, sem boðnar hafa verið út til þessa, en útboð til bessara fram kvæmda hófust l'yrst meö Ár- bæjarhverfi. Götur í Fossvogshverfi og hluta Breiðholtshverfis eru nú tilbúnar og lóðirnar þar því byggingarhælar, en þessar fram kvæmdir voru einnig boðnar út. Ingi Ú. Magnússon, gatna- málastjóri, tjáði Vísi í gær, að reynslan hafi ótvfrætt sannað að í alla staði væri heppilegra að bjóða út verk, sem þessi, enda væru síaukin útboð stefnu- mál borgaryfirvaida. — Yfir- leitt hafa fengizt hagstæð til- boö og verkin verið fliótt og vel unnin. — Borgin hefur tak- markaöan mannafla tii að sinna þessum verkutn og því dragast þau úr hófi fratn og verða verk- in dýrari m. a. af þeim sökum. Verkið, sem nú er verið að bjóða út, er lagning tæplega tveggja kílómetra malargatna með 7 oe 9 metra breiðum ak- brautum, holræsi í þær og gang- stéttir að auki. Skila á tilboðum fyrir 3. apríl næstkomandi og á verkinu 'að verða lokið fyrir 1. nóvember næsta haust. Göturnar eru í raðhúsahverfi og fjölbýlishúsahverfi. Göturn- ar í raðhúsahverfinu eru: Álfa- bakki, Víkurbakki, Uröarbakki, Tungubakki, Staðarbakki Núpa bakki, Ósabakki, Prestsbakki og Réttarbakki. — I fjölbýlishúsa- hverfunum Biöndubakki og Arn- arbakki. ■ ■ ■ ■ ■ I !■■■■■■!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.