Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Þessi hjón, sem ætluðu í seinni ferðina með Fritz Heckert, komu held-
ur snemma til skips, og urðu því að bíða góða stund á hafnarbakkanum.
Frítz Heckert
kom / gærkvöldi
Margt manna var saman komið
á hafnarbakkanum i gærkvöldi til
að taka á móti vinafólki sínu, sem
var að koma með skemmtiferða-
skipinu Fritz Heckert úr hringferð
um Norður-Evrópu. Kalt var í veðri
og var fólki orðið hrollkalt, þegar
skipið loksins lagðist upp að
bryggju kl. 23.
l»egar landganginum hafði verið
komið fyrir, myndaöist fljótt
straumur af fólki á leið í land með
pinkla sína og pjönkur. Skipzt var
á kveöjum í flýti og farþegar hröö-
uðu sér að tollskýlinu með farang-
ur sinn. AMir reyndu að hraða sér
og komast sem fyrst heim I hlýj-
una.
Fréttatnaður Vísis haf ði tal af ein
um farþeganna, Kristjáni Steindórs
syni, flugrnanni, og spurði hann
hvernig honum hefði líkað ferðin.
„Mér lfkaði betta allt ágætlega.
Ferðin var í aJla staði hin ánægju-
legasta. Fólkiö mjög gott. Aðbúnur
allur góður. Fæðið gott. Mjög
skemmtilegt ferðalag. Að vísu feng-
um við afleitt veður á leiðinni út.
Urðum að láta fyrirberast viö
Færeyjar og andæfa upp í veðrið I
eina 12 tíma, en eftir þaö gekk allt
ágæt'lega.
Við höfðum mjög góða farar-
stjóra og kynnisferðirnar í landi
voru mjög skemmtilegar. Þetta var
£ alla staði mjog skemmtilegt ferða
lag".
Farþegar, sem ætluðu með skip-
inu út, voru þarna mættir og hafði
skipið stutta viðkomu hér. Það fór
strax út aftur, eöa kl. 1 eftir miðr
nætti.
MJOGANÆGÐUROGÞAÐ
ER GÓÐ TILFINNING
— Talað v/ð Eyvind Brems Islondi ab loknum
„debut" tónleikum hans
Fagnaðarlæti kváöu við, þeg-
ar Eyvind Brems íslandi hafði
lokið að syngja aríuna, sem var
síðast á efnisskránni á tónleik-
um Tónlistarfélagsins í Austur-
bæjarbíói í gærkvöld. Eftir á
voru söngvarinn og píanóleikar
inn Ellen Gilberg margsinnis
kölluð fram og söngvarinn söng
nokkur aukalög eftir ákveðnum
óskum hins fjölmenna áheyr-
endaskara. Það lék enginn vafi
á því að öðru sinni hafði Is-
landi sungið sig inn í hjörtu á-
heyrenda. Þetta var glæsilegt
„debut".
Vísir talaöi nokkur orð við
söngvarann að loknum tónleik-
unum, að baki sviðsins, þangaö
sem vinir og ættingjar höfðu
yrpzt til að óska honum til
hamingju. Það rar innilegt
handtak föður og sonar.
„Það má kalla þetta mitt
„debut"," sagði Eyvind Brems
Islandi, en þetta er í fyrsta
sinn, sem ég held einkahljóm-
leika, áður hef ég komið fram í
nokkrum litlum óperuhlutverk-
um".
Þetta er einnig fyrsta heim-
sókn Brems íslandi til íslands,
en hingaö kom hann fyrir þrem
dögum beint frá Kaupmanna-
höfn. Heimsóknin veröur stutt
aö þessu sinni þvi aö söngvar-
inn heldur aftur utan á laugar-
dag,  eftir  aö  hafa  sungið á
tvennum tónleikum til viðbótar.
ÖÖru sinni á vegum Tónlistar-
félagsins i kvöld og í Háskóla-
bíói á föstudag á söngskemmt-
un, sem Rauöi krossinn hefur
fengið hánn til að koma fram á.
Söngvarinn kvaöst hafa
kennt taugaóstyrks fyrir hljóm-
leikana, skiljanlega hefur Stefán
Framhald á bls. 10.
Ágætf skíðafæri
í Jósefsdal
Þó alautt sé nú í Reykjavík
er ekki langt að fara í bezta
skíðasnjó. I morgun fréttum viö
ofan úr Jósefsdal að þar væri
hið bezta skíðafæri og verða ef-
laust margir til að notfæra sér
skíðafærið á morgun, ekki sízt
ef sólskin veröur.
Keppni fer fram í Jósefsdal
á morgun, það er 6 manna
sveitakeppni íR, KR og Ár-
manns.
I Hveradölum mun einnig
hægt að komast í ágætan skiða-
snjó.
Það var innilegt handtak sonar og föður ei'tir tónleikana.
Yfir 30 tilboð bárust í byggingarefni til Fossvogshósannq
Meira en helmings munur á tilboBum
Félag rétthafa til einr
býlishúsalóða í Fossvogi
hélt f und í gær og ræddi
þar meðal annars tilboð
þau, sem borizt höfðu,
varðandi efniskaup, en
milli sextíu og sjötíu hús
hyggjendur komu sér
saman um að gera sam-
eiginleg innkaup á bygg-
ingarefni og jafnvel að
bjóða  út  sameiginlega
Frá *undinum á Hótel Sögu í gærkvöldi
MMMHHMMNHM
ýmsar   undirbúnings-
framkvæmdir.
Gert var tilrauríaútboð, þar
sem óskað var eftir' tilboöum
um timbursölu, þakjárn, glugga,
stevpustyrktarjárn, vatnslagnir,
gler, ofna, innihurðir og fleira
— og miðað við 30 hús, en
eins vist er að þátttaka verði
miklu meiri í hinum sameigin
Iegu innkaupum að jafnaði.
Alls bárust um þrjátíu tilboð í
þessi viöskipti og var mikill
munur á lægstu tilboðunum og
markaðsverði á byggingarvor-
unum, sem boðnar voru út.
Þannig var til' dæmis um 300
þúsund króna munúr á lægstu
tilboðunum um timbursölu og
markaösverði á timbri. Á tilboð
unum um miðstöðvarofna hús-
anna var mjög mikill munur. —
Hæsta tilboðið hljóðaöi upp á
/
um 6 milljómr, en hið lægsta á
1300 þúsund og er þar miðað
við ofna í 30,200 m2 hús.
Á fundinum var einnig rætt
um það hvernig hagkvæmast
væri að byggja grunnana að
húsunum, en eins og kunnugt
er er Fossvogsdalurinn mjög
erfitt byggingarland, vegna
blautlendis og dýja.
Kom í Ijós við áætlanir, sem
félagið hafði látiö gera að með
því að grafa grunnana niður á
fast og fylla síöan upp færi
kostnaðurinn allt upp í um 830
þúsund við 200 m2 grunn (mið-
að ,við 6 metra dýpi). Hins veg-
ar mundi sami grunnur ekki
kosta nema rösk 200 þúsund, ef
staurar yröu reknir niður í
lörðina og grunnurinn byggður
á þeim.
Formaður Félags rétrhafa til
Framhald á bls. 10.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16