Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
57. árg. — Föstudagur 5. maf 1967.
100. tbl.
FURDUSKEPNA VEIÐIST
VIÐ VESTMANNAEYJAR
Ekki óhklegt oð um sé oð ræða svo-
kallaðan  Blámann
Óvenjumikil fannkoma var í nágrenni borgarinnar í gær og lentu bifreiðaeigendur í vándræðum af þeim sökum. En eins og myndin gefur
tíl kynna voru það fleiri sem f vandræðum lentu og hér sjáum viö veghefil draga nafna sinn upp á veg, eftir að sá síðarnefndi hafði
lent útfyrir, vegna þess hve erfitt var að greina vegarkantinn.   *
íaxá í ASaldal
48 þúsund kilóvött, eða fjórum sinnum stærri en stöðvarnar sem nú
veita NorBurlandi eystra rafmagn  —  Fá Austfirbingar rafmagn
úr  þessari  nýju  stöð ?
A fundi stjórnar Laxárvirkjunar
1 gær var birt bréf frá raforkumála-
ráðherra, þar sem heimiluð er við-
bótarvirkjun við Laxá í S-Þingeyj-
arsýslu, sem verður 48 þús. kw.
fullgerð, en það er nærri fjórum
sinnum stærri virkjun en þær tvær
vdrkjanir sem fyrir eru f Laxá, 17
hundruð kw. stöðin frá 1939 og 12
þúsund og fimmhundruð kw. stöð,
sem lokið var við 1944, en frá þess
um stöðvum hefur Noröurland
eystra, Eyjafjarðar- og S-Þing-
eyjarsýsla fengið allt sitt rafmagií
til þessa.
Laxárnefnd  sem  skipuð  var  í
fyrra til þess að athuga hvort hent-
ugt sé að Austurland fái rafmagn
frá Laxárvirkjun og Norðurlands-
svæöið verði sameinað Austfjarða-
svæðinu, lýkur störfum næstu daga,
en niðurstöður nefndarinnar munu
trúlega skipta miklu máli, varðandi
allan gang virkjunarinnar og hversu
kiut byrjaSur á Islend-
mgasogunum
segir ambassador Bandaríkjanna, Karl Fritjof Rolvaag
„Með nprskum framburði, — Rolvaag".
— Ég kynntist Islend-
ingasögunum og Eddun-
um þegar á barnsaldri á
heimili föður míns, Ole
Rolvaag, sem var pró-
fessor í norsku og norsk-
um bókmenntum í North
field í Minnesota. Það er
orðið nokkuð langt síð-
an, en nú er ég að byrja
að rifja þær upp aftur.
Ég er búinn að fá mér
þýðingar af tveimur bók
um og hef gluggað í þær
undanfarið.
Blaðamaður Vísis átti í morg-
un tal við Karl Fritjof Rolvaag,
hinn nýja ambassador Banda-
rikjanna á íslandi. Talið sner-
ist í upphafi að kynnum hans
af Islandi. Framhald á bls. 10.
framkvæmdum veröur hraðað. Svo
sem kunnugt er skortir Austurland
mjög rafmagn, einkum yfir sumar-
tímann, þegar síldarvinnsla er í full
um gangi og hefur þetta skapað
vandræðaástand á Austfjörðum und
anfarin sumur.
Undanfarin tvö ár . hafa farið
fram mjög ýtarlegar athuganir á
fyrirhuguðum virkjunarstað, en
hann verður í Laxárgljúfrum milli
Framhald á bls. 10.
Sannkölluð      furðuskepna
veiddist við Vestmannaeyjar í
gær. Dró áhöfn vélbátsins Heim
is skepnuna á fimmtíu faöma
dýpi vestan Eyja.
Talaði blaðið í morgun við
Friðrik Jesson forstöðumann
sjófiskasafnsins í Eyjum, sem
sagði m. a. „Fiskur er þetta
varla, ábyggilega risamarglytta,
og er nú búið að koma henni
í geymslu í frystihúsi". Lýsti
hann skepnunni á þann veg, að
hún væri hringlaga, flöt eða eins
og diskur í laginu. Niður úr
henni gengju fjórir langir arm-
ar, sem Friðrik taldi að myndu
mælast 5 — 6 metrar aö lengd.
Neðan á skepnunni voru fjögur
hringlaga göt, sem voru reglu-
lega á kvið skepnunnar. Fyrst
Framhald á bls  10
m
Forsefl Bslands
kominn hetm
„Heilsan er góð. Þetta gekk
allt samkvæmt beztu vonum og
óskum. Þó segja læknarnir, að
þetta taki alltai' sinn tíma og því
mun nokkur tími liða enn áður
en ég hef náð mér að fullu. En
ég er á góðum batavegi", sagði
forseti islands, hr. Ásgeir Ás-
geirsson, þegar fréttamaður Vís-
is innti hann eftir heilsu hans
við komu hans hingað heim í
fyrrakvöld.
Fjöldi manns var viðstaddur
til þess að taka á móti forset-
anum, þegar hann kom með
flugvél F.f. frá Kaupmannahöfn,
að lokínni dvöl sinni á slúkra-
húsi þar. Flugvélin lenti rétt
fyrir miðnætti. Auk nánustu
vina og ættingja, sem þarna
voru mættir, voru þarna staddir
handhafar forsetavaldsins í fjar-
veru forseta, Bjarni Benedlkts-
son, forsætisráðherra, Birgir
Finnsson, forseti sameinaðs
þings ,o» Gizur Bergsteinsson,
forseti Hæstaréttar.
^aSBi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16