Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						W. árg. — Flmmtudagur 11. maf 1967. — 105. tbl.
Fyrsta lifsmarkib með sumars'ildveibumim:
Tilbúnir að taka á móti síld
Síldarverksmiöjan á Þórshöfn
hefur nú auglýst, að hún sé
tilbúin aö taka á móti síld, 'og
er það fyrsta verksmiðjan fyrir'
austan, sem opnar að þessu
sinni.  Síldarverksmiðjur  rfkis-
ins á Seyðisfirði byrja hins veg-
ar ekki að taka á móti síld
fyrr en 1. jUní.
Undirbúningur sumarsíldveið-
anna er nú í fullum gangi eystra
eins og vant er í síldarverk-
Á LOKADAG:
U
Verstasem maðurhefurkomiztí"
segir linnbogi Guðmundsson, aflukóngur eftir vertíðinu
í dag er lokadagur vetrarver-
tíðar en flestir vertíðarbátar eru
hættir veiöum sumir fyrir all-
löngu, enda hefur afl'inn verið
tregur og sums staðar helmingi
minni en i venjulegu ári.
Aflahæsti báturinn á þessari
vertíð er Helga Guðmundsdótt-
ir, skipstjóri á henni er Finn-
bogi Magnússon og Mtti Visir
hann  að  máli  í  morgun,  en
hann var nýkominn að vestan
með skip sitt til Reykjavíkur.
—  Viö vorium komnir með
1123 tonn, þegar við tókum
upp þann fimmta, sagði Finn-
bogi, er' hann var spurður að
aflabrögðum.
— Þetta hefur verið ákaflega
erfið vertíð og veðrasöm, það
versta sem maður hefur komizt
í, held ég.   ,
—  Hvernig stendur á því að
þið fiskuðuö svona miklu meira
en allir aðrir þarna fyrir vestan
fyrri part vertíðar.
— Marz var ágætur hjá okk-
ur jafnt fiskirí allan mánuð-
inn og hefði orðið góöur afli
ef veðriö hefði ekki hamlað.
Við vorum mest í Breiðafirð-
inum, 10-15 mílur frá Bjarginu
febrúarmánuð og í Víkurálnum.
Annars gekk óvenjulítill fiskur
í Breiðafjörðinn að þessu sinni
og þess vegna varð aprílmán-
uður lélegri hjá okkur en hann
hefur áður verið en aftur var
þá skárra hjá þeim hérna fyrir
sunnan.
— Og þið eruð að bUa ykkur
á síld, hvernig leggst sumarið
í Þig.
— Ég vona að það verði ein-
hver síld, en það er erfitt að
segja til um hvort eitthvert verð
fæst fyrir hana Það getur orð-
ið þrautin þyngri.
smiðjum og á síldarplönum.
Leitarskipið Hafþór farm
fyrstu síldina í sumar um 270
mílur út af' Glettinganesi nú í
vikunni og nokkur skip munu
um það bil að halda til veiða.
En almennt er. þó búizt við
að sildveiðar byrji með seinna
móti f ár vegna óvissu um sild-
arverðið.
PJipill':BJipi;t:|j!ii!,if'iÍlil!»Í:'i
n>iTiiiit»«»iiiiajii»i»i,oiitj
Frímerki í tilefni
uf heimssýningunni
Þetta frímerki kemur Uí hjá
póst- og símamálastjórninni 8. jUní
n. k. í tiíefni af Heimssýningunni
Montreal. Á merkinu, sém er að
verðgildi 10 krónur, verða mynd-
ir af landabréfum frá 1590 og 1967
ásamt merki sýningar' .íar.
Finnbogi Guðmundsson við skip sitt Helgu Guðmundsdóttur frá Patreksfirði.
Hannibalistar smeygja sér
fram hjá lögbannskröfu
Birta  lista sinn  / endurnýjuðu blaói
fifsti Hannibalista í Reykjavfkj
var. birtur í morgun i blaði sem
heitir NÝJA Alþýðubandalagsblaðið
Visir skyrði í gær frá 14 nöfnum
þeirra, sem á listanum eru m. a. 12
efstu frambjóðcndanna. Nafnbreyt-
ing á málgagni Hannibalista svo
og tilkoma nýs ábyrgðannanns staf
ar af þvi að lögbanni við útgáfu
Alþýðubandalagsblaðsins, sem kom
út í fyrsta sinn fyrr f vikunni var
frestað gegn loforði um að það
kæmi ekki út meðan lögbannsmál-
ið væri óútkljáð. Nafnbreytingin og
myndun nýrrar ritstjórnar er greini
lega gerð til að komast fram hjá
fyrrgreindri lögbannskröfu, sem
kom fram frá kommúnistum í AI-
þýðubandalaginu.
í aöalgrein hins nýja blaðs gerir
Hannibal Valdimarsson grein fyrir
orsökum þess að hann býður nU
rram annan lista Alþýðubandalags
manna og svarar þar sérstaklega
'grein i Þjóðviljánum í fyrradag þar
sem því var haldiö fram aö Hanni-
bal hafi reiðzt vegna þess að einn
sonur hans fékk ekki eitt af efstu
sætunum á lista kommúnista.
Hannibal segir: „Ég hefi aldrei —
hvorki fyrr né síðar — gert neina
kröfu um að Jón Baldvih væri á
listanum í Reykjavfk, hvað þá held
ur að hann væri í einhverju af
efstu sætum listans". Þá segist
Hannibal vera að berjast gegn „of-
stopafullum einræðissinnum innan"
Alþýðubandalagsins með framboði
sinu. Einnig segir hann frambóð
sitt stuðla að því að stjórnarflokk-
arnir missi meirihluta sinn á Al-
þingi. Jafnframt lýsir Hannibal því
sem alröngu að hann hafi yfirgefið
Alþýöubandalagið eins og Þjóðvilj
inn hafði haldið fram.  .
Það var helzt að frétta af lög-
bannsmálinu vegna Alþýðubanda-
lagsblaösins að lögfræöingur Hanni
balista fékk frest til hádegis í dag
til aö skila greinargerð. Kommun-
istar lögðu fram 50 þúsund krónur
í tryggingu.
'í gærkvöldi lögðu Hannibal Valdi
marsson og Haraldur Henrysson
fram lista sinn til yfirkjörstjórnar
ásamt bréfi með kröfu um að list-
inn yrði mörktur GG og mun yfir-
kjörstjórn taka það atriði til úr-
skurðar eftir hádegi í dag. Fari
málið fyrir landskjörstjórn má bú-
ast við úrskurði fyrir 14. þ. m. þar
sem þá hefst utankjörstaðakosning.
Listinn sem samþykktur var af
Hannibalistum í nýstofnuöu ca.
200 manna félagi er skipaöur eftir-
töldum mönnum í þessari röð:
Hannibal Valdimarsson, alþingis-
maður, Vésteinn Ölason, stud. mag.,
Haraldur Henrysson, lögfræðingur,
Jóhann J. E. Kúld, rithöfundur,
Kristján Jóhannsson, verkamaöur,
Jón Maríasson, veitingaþjónn,
Bryndís Schram, leikkona, Margrét
Framhald á bls. 10
Elmo Niclsens-málib:
33 af 79 vörusending-
um á fölskum faktúrum
Gert hefur verið hlé á réttar-
rannsókn í faktúrumálinu svo-
nefnda og hefur Páll Jónasson,
heildsali, sem rannsóknin hefur
aðallega beinzt gegn hér hcima,
verið látinn laus úr gæzluvarðhaldi
en er bannað að' fara af landi
brott.
Gögn þau, sem fyrir liggja í mál-
inu, ásamt upplýsingum sem rann-
sóknin hefur leitt í Ijós og grund-
vallazt hafa á skýrslum endurskoð
enda, verða send saksóknara rfkis-
ins, en samkvæmt þeim bendir allt
til, að .Páll hafi gerzt sekur um
skjalafals og tollsvik, sem nema
rúmum 2,6 milljðnum króna.
Þær vörur sem E. Nielsen hafði.
.selt Páli einkum, voru húsgögn,
húsgagnaáklæöi og harðviður. Kom
í Ijós, að yfir ýmsar vörusending
ar höfðu veriö geröir tveir reikn-
ingar, misháir aö upphæð, þó um
sömu sendingu væri að ræða. í sum
um tilfellum hljóðuðu reikningarn-
ir upp á sömu vörutegund. Páll
haföi svo framvísaö lægri reikningn
um við tollafgreiðslu og greitt að-
flutningsgjöld samkvæmt honum,
en framvísað hærri reikningnum,
og í sumum tilfellum báöum reikn-
ingunum, í banka og fengið gjald-
eyri yfirfærðan samkvæmt honum.
Rannsakaðar voru 79 vörusend-
ingar frá 1962 til 1965 og er talið
að i 33 sendingum hafi ofangreind
ur háttur verið hafður á, við
greiðslu tolla. Innkaupsverj5 þess-
ara vörufegunda, samkvæmt reikn-
ingi sem vísað var við tollafgr.,
er talið nema 259 þús. dönskum
krónum og aðflutningsgjöld greidd
af því rúml. 742 þús. íslenzkar kr.
En samkvæmt hærri reikningun-
um er talið að innkaupsverð hafi
nUmið 588 þUs. dönskum kr. og
aðflutningsgjöld því átt að vera
1,781 millj. kr. ísl. Vangreidd gjöld
eru því talin nema 1,037 millj. kr.
Þorbjörn Pétursson var skrifaður
innflytjandi 16 vörusendinga, en '
bókhaldi hjá E. Nielsen var Páll
Jónassor talinn vera kaupandi
þeirra. Segist Þorbjörn hafa gert
það fyrir beiðni Páls að skrifa sig
fyrir þessum sendingum, en að fjðr
um vörusendingum hafi hann samt
verið kaupandi. Vangreidd aðflutn-
ingsgjöld af þessum 16 vörusendin!>
um eru talin nema 1,352.000 ísl. kr
Btábabirgðalögin bægja trá
hættuástandi í lyfjahúðum
Með bráðabirgðalögum, sem sett
voru í gær, hefur verið bundinn
endi á verkfalli lyfjafræðinga og
framlengdur kjarasamningur þeirra
við apótekara. Gilda bráðabirgða-
lögin meðan verðstöðvun helzt eða
þangað til nýir kjarasamningar
hafa verið gerðir, en þó ekki leng-
ur en út októbermánuð næstk.
I tilkynningu forseta Islands seg-
ir: „Ríkisstjórnin hefur tjáð mér, að
algjört verkfall hafi staðiö yfir frá
10. apríl s.l. hjá meðlimum Lyfja-
fræðingafélags Islands, er starfað
hafa í lyfjabUöum og lyfjaheild-
verzlunum einkaaðila. Hafa lyf-
salar einir staðið fyrir afgreiöslu
lyfja nU í mánaðartíma og telja
má hættu á, að ýmsir peirra muni
ekki öllu lengur geta annazt marg-
þætta lyfjaafgreiðslu. Kann því
áður en varir. að skapast hættu-
ástand, sem ekki verður við unaö.
Sáttasemjari ríkisins hefur unnið
að tilraunum til lausnar á kjara-
deilu þessari, án þess aö árangur
hafi náðst, og hafa, nU báðir aðilar
fellt miðlunartillögu er sáttasemi
arinn hafði boriö fram". Meö tög
unum er verið að bægja frá neyð-
arástandi fyrir almenning. sem þarf
á lyfjum að halda.
Samkvæmt upplýsingum Axsl?
Sigurðssonar, formanns Lyfiafræö-
ingafélags Islands, hófu allir lyfja-
fræðingar vinnu 1 morgun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16