Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
57. árg. — Laugardagur 13. mai 1967. — 107. tbl.
Mölbrutu þrjár hurðir og notuðu
logsuðutæki á peningaskápinn
Brotizt var inn á skrifstofur
Stálumbúða hf. við Kleppsveg
i fyrrinótt og þar brotnar 3 hurð
ir og skorið gat á peninga-
skáp fyrirtækisins með logsuðu
tækjum. Ekkert höfðu þjófarnir
upp úr krafsinu annað en einn
sjónauka.
Þegar starfsfólkið mætti til
vinnu sinnar í gærmorgun,
blöstu við verksummerki eft-
ir innbrotið. Þriár hurðir höfðu
verið mölbrotnar um nóttina og
peningaskápurinn hafði verið
eyðilagður. Þjófunum eöa þjófn
um   hafði   með  einhverjum
FÁGÆTAR BÆKUR FUNDUST Á
DÓMKIRKJUL OFTINUI
v/á flutninga H'ms hlenzka bibliufélags
— Elzta prentaba Biblia Bibliufélagsins
— Viðeyjarprent frá 1825
Þessa dagana er HiS íslenzka biblíufélag að flytja inn í nýtt
búsnæði á neðstu hæð í norðurálmu turns Hallgrímskirkju og fær
þar allrumgott húsnæði fyrir skrifstofu. I flutningunum komu í
leitirnar meðal ýmissa hluta Biblíufélagsins, sem geymdir voru
á Dómkirkjuloftinu, leifar af fyrstu bókinni, sem Biblíufélagið
lét prenta. Er það endurskoðuð útgáfa Nýja testamentisins, sem
prentuð var í Viðey 1S25 og er nú mjög fágæt.
Ólafur Ólafsson á skrifstofu Biblmfélagsins í Hallgrímskirkju.
Ólaf ur  Ólaf sson  kristniboði I
skýrði blaðinu frá því, aö þessi;
útgáfa Nýja testamentisins væri I
mjög  vönduö  endurskoðuð flt-
gáfa. gerð af Geir biskup Vída-1
lín og Sveinbirni Egilssyni á-f
samt fleiri  ágætum  mönnum.;
Bókin  væri í  tveim  bindum. j
Hefði bókin  legið í  örkum á
Dómkirkjuloftinu í svo langan
tíma, aö nú væru þessar arkir
ákaflega illa farnar og væri ver- j
iö að vinna úr þeim það sem;
hægt væri að hreinsa og látaf
binda inn. Mundu fást með því ¦
nokkur eintök bókarinnar, sem
myndu koma sér ákaflega vel j
fyrir Bibliufélagið. Bókin væri!
fróöleg fyrir sakir þeirra manna, \
sem  hefðu  lagt  hönd á gerð |
hennar og ákaflega fágæt.
Skýrði Ólafur einnig frá"
starfsemi Biblíufélagsins, sem
nú er 150 ára og hefur haft
bækistöð á biskupsskrifstofu til
þessa. Eins og kunnugt er mið-
ast starfsemi Biblíufélagsins að
mestu við utgá'fu Bibliunnar, en
að sögn Óla-fs er sú útgáfustarf-
semi mjög dýr, þar sem ávallt
er leitazt við að hafa Biblíuna
eins ódýra í útsölu og mögulegt
væri. Meðal annars þess vegna
hefði verið gripiö til þess ráðs
aö hafa letrið smátt til aö
minnka kostnaðinn við útgáfu.
Núna hefur Biblíufélagiö sölu
Biblíunnar á eigin vegum í stað
Framhald á bls. 10
l$&%títmtntM
3 t'f á $ vi f r li : -
UUa*ÍU #ífeíia-$iUs».
»*#M* «*S s&s&ffc $M*<-í*..jí->,*s.«.
Titilblað biblíunnar
hætti tekizt að komast inn í
verksmiðju fyrirtækisins og það
an brotizt inn á skrifstofurnar.
Auk hurðanna þriggja, sem
þjófarnir brutu áður en þeir
fundu peningaskápinn, höfðu
þeir gert tilraun til þess að
rjúfa gat á vegg, sem skildi
að tvö skrifstofuherbergin.
Logsuðutækin, sem þjófarnir
notuðu1 til þess að opna skápinn
með, voru tekin hjá fyrirtækinu
sjálfu, en ekki virðast þjófarnir
hafa -verið mjög kunnugir með-
ferð slíkra áhalda, þar eð þeir
notuðu Iogsuðuspíss, en ekki
skuröarspíss, við að skera gat
á skápinn.
Engir peningar voru í skápn-
um og var einskis saknað af
skrifstofunum, nema sjónauka
eins, sem þar var geymdur.
Þetta er í þriðja skipti á
stuttum tíma, sem innbrots-
þjófar nota logsuðutæki til þess
að opna peningaskápa. Hið
fyrsta innbrotið var fram-
ið á Seyðisfirði, sem flestir
minnast, og hið annað nú ekki
alls fyrir löngu hjá Tryggingu
hf. í Borgartúni.
Úrskurður yfirkjörstjórnar
Hannibalistar sér á báti
Yfirkjörstjórnin í Reykjavík
flrskurðaðl í dag, að listi Hanni-
balista í Kcykjavik gæti ekki
talizt til Alþýðubandalagsins,
heldur bæri að líta á hann sem
óháðan lista. Var honum úthlut
að listabókstafnum I. — Áður
hafði orðið samkomulag um, að
gbmlu flokkarnir héldu sínum
listabókstöfum og Óháði lýðræð
isflokkurinn fengi listabókstaf-
inn H.
1 úrskurðinum er vísaö til
þess, aö einungis geti 24 menn
verið í framboði fyrir einn flokk
í Reykjavík. Þau ákvæði væru
marklaus, ef tveir listar, sam-
tals 48 menn, gætu verið í fram-
boði fyrir einn flokk.
Fljótlega eftir þennan úr-
skurð var haldinn fundur í Land
kjörstjórn samkvæmt kæru
Hannibalista. Voru þar mættir
fulltrúar flokkanna. Eftir stutt-
an fund var Hannibaiistum gef-
inn frestur til kl. 8.30 f. h. í
dag til að skila greinargerð
um sjónarmið sín.
Hannibal Valdimarsson sagði
í gærkvöldi við blaðamann Vfs-
is:
„Ég tel þetta pólitískan úr-
skurð, sem brýtur í bága við
kosningalög. Við höfum áfrýjað
til Landkjðrstjórnar, sem mun
taka málið fyrir í fyrramálið.
Úrskurður yfirkjörstjórnar mun
ekki hafa minnstu áhrif á kosn-
ingabaráttu okkar".
Lyfjafræðingar
mótmæla
Stjórn Lyfjaf ræðingafélags ís-
lands hefur mótmælt bréflega
bráðabirgðalögunum . sem sett
voru fyrr í vikunni til þess að
binda enda á verkfall félagsmanna
þess. í mótmælunum segir, að
lyfjafræðingar séu knúnir „til að
hefja vinnu við aigerlega óviðun-
andi kjör, eftir fjögurra vikna verk
fall". Þá er sagt, að með lögunum
hafi algerlega verið tekinn málstað-
ur apótekarafélagsins, þótt könnun
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
hafi sýnt réttmæti launakrafna
lyfjafræðinga.
liýr yfirlæknir
a  Vífilsstöðum
Hrafnkell Helgason hefur verið
skipaður yfirlæknir við Vífilsstaða
hælið frá 15 maí nk. Hann er
sonur hjónanna Helga Jónassonar
héraðslæknis á Hvolsvelli og Odd-
nýjar Guðmundsdóttur. Hann lauk
læknaprófi frá Háskðla íslands
1956 og var viðurkenndur sérfræð-
ingur í lyflækningum 1962. Hann
hefur verið deildarlæknir við fjórð
ungssjúkrahúsið á Akureyri, en
hefur undanfarið starfað f Svíþjóð.
Hann er 39 ára aö aldri.
VÍSIR
í vikulokin
— fylgir Vísi
í dag
^WVWWSAA^AlWVS^/SA/V
Landburður af
þorski á Húsavík
Landkjörstjórn á fundi í gær með umbjóðendum listanna.
Línubátar frá Húsavík hafa und-
I anfarna daga aflað óvenju vel og
; má kalla aö þar hafi verið land-
I burður af fiski  í  hálfan  mánuð,
svo aö frystihúsið hefur varla haft
undan aö vinna aflann. — Síðustu
árin hefur varla fengizt bein úr
sjó við Norðurland, nema þ4 helzt
ufsi  yfir  sumartímann  og  þykir
mönnum nú undarlega við bregða.
Sjö  litlir  þilfarsbátar  róa frá
Húsavík, tólf til tuttugu og tveggja
lesta og eru þrír á hverjum bát, en
fjórir, sem beita í landi. Aflinn hef-
ur komizt upp í 18 tonn i róðri og
var mestur í siðustu viku, en þessa
viku hafa þeir fengið þetta 6 til 9
tonn.
Verðmæti 18 tosna af þorski er
milli 60 og 70 þúsund krónur og
má reikna með að hásetahlutur úr
slíkum róðri sé á þessum bátum
eitthvað um 5 þúsund krónur.
Tíðarfar hefur veriö óvenju gott
þennan hálfa mánuð, enda hafa
bátar sótt langt noröur fyrir Sléttu
og á Rauðunúpagrunn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16