Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1967, Blaðsíða 3
\PÍSÉl . Föstudagnr 30. fðnf T987. Grjótey fékk á sig slagsíðu er leirinn rann til í lestinni r-. mm i.: » - i I ■■ ' ■ - - ; -'., % m ■ í- Laust fyrir hádegi í gær skeöi það óhapp, aö Grjótey fékk á sig slagsíðu undan Kjalames- strönd og var óttazt um tíma aö skipið legðist alveg á hliðina. Skipstjórinn kallaði á aðstoö og fór björgunarbáturinn Gisli J. Johnsen m. a. á vettvang, en Sandey var fyrr á staöinn og' voru skipsmenn fluttir um borð í hana. Vegna þessa óhapps hringd- um við i Kristin Guöbrandsson, framkvæmdastjóra Björgunar h.f., en það fyrirtæki á bæði skipin, Sandey og Grjótey, en hiö síðamefnda hét áður Sú- sanna Reith og kom mjög viö sögu fyrir nokkrum ámm er hún strandaöi við Raufarhöfn. Björgun h.f. keypti þá skipið þar sem það lá á strandstað og bjargaði því á þann hátt að hluta það sundur í tvo hiuta og sjóða þaö síðan saman aftur, eftir að hafa tekið bút úr mið- hluta þess. Viðtalið við Kristin var á þessa leið: — Hvað kom fyrir Grjótey? — Farmurinn rann til. Grjót- ey var að losa leir upp viö Kjalarnes, en þennan leir hafði hún tekið af hafsbotni skammt austan við Engey. — Var skipið 1 mikilli hættu? — Það er ekki gott að segja til um það. Það var nokkur vestanalda þarna upp frá i morgun og það virðist vera á- stæðan fyrir óhappinu. Eins og kunnugt er, er það ekki óal- gengt að farmur kastist til í skipum. — Hvað var skipið með mikiö magn þegar óhappið skeði? — Hún var með fulllfermi, eða u.þ.b. eitt þúsund rúmmetra. — Hefur Grjótey verið að vinna fyrir Sundahöfn lengi? Nokkurn tíma. Áður var hún i byggingarefnisflutningum fyr- ir Vestmannaeyinga og flutti þangað tiu þúsund rúmlestir ofan úr Hvalfirði. — Hvað eru margir um borö? — Áhöfnin er 11 manns og vinnur á vöktum, fimm í senn auk skipstjórans Ævars Þor- geirssonar. — Og nú er skipið úr allri hættu? — Þeir eru að rétta það af inni á sundum. Þangað fór það fyrir eigin vélarafli og er nú úr allri hættu. Myndirnar á síðunni tók Jó- hannes Borgfjörð. Stóra mynd- in er tekin þegar Grjótey hafði varpað akkerum inni á sundum og sést bera í Sandey. Gúmmi- björgunarbátar sjást aftan við skipið, en þeim var skotiö út er óhappið skeði. Minni myndin er tekin af skipinu er þaö var statt norðaustan viö Engey og er að snúa, áður en það siglir inn á sund. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.