Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 1
heimsókn sinni hingað 1963, að aðrar þjóðir gætu margt af Is- lendingum lært. Þá sagði Johnson einnig: „Am- eríka hefur elztu stjórnarskrá í heimi. Alþingi íslands er hið elzta í víðri veröld. Mér hefur komið það til hugar, að sú reynsla, sem Islendingar hafa fengið af löngu starfi Alþingis gæti hjálpað mér svolítið við lausn þeirra vanda- mála, sem ég á við að stríða hér“. Forseti Islands ávarpaði Johnson einnig nokkrum orðum. Hann minntist í upphafi máls sins á þau Frh. á bls. 13. 38 FARÞEGA SVIFNÖKKVIKEM- UR / NÆSTA MÁNUÐI — verður reyndur hér á landi um mánaðartima — Er 10 min. á leiðinni Akranes-Reykjavik Forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, er í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna tók á móti forsetanum á tröppum Hvíta hússins í Washington, er forsetinn kom þangaö ásamt fylgd arliöi sínu. Með Johnson var m. a. Hubert Humphrey, varaforseti Bandarikjanna. Lyndon B. Johnson fagnaöi for- seta Islands með stuttu ávarpi, þar sem hann m. a. minntist á það að það hefðu verið íslendingar, sem fundið hefðu Ameríku fyrir tæpum 1000 árum og skírt Vínland. Þá minntist hann og á hinn brennandi áhuga Islands á friði í heiminum, og sagði, að hann hefði komizt að raun um það í Gúmbjörgunar- búfur á reki Danska skipið Nancy S. fann í fyrradag á reki gúmbjörgunar- bát, merktan Hans Pickenpack, Hamborg 10713, sem er þýzkur togari. Báturinn fannst kl. 12,20 á reki hér suðvestur í hafi, eöa nánar tiltekið á 59. gráðu 15. mín. norðl. breiddar og 21 gráðu 34. mín. vestl. lengdar. Ekkert var í bátnum, utan tvær árar. j Gerðar voru tilraunir til þess að , ná talsambandi við togarann, strax eftir fundinn, en hann svaraði aldrei. Voru menn tekn- ir að óttast um afdrif hans, þeg- ar svo loksins náöist samband við hann. Var þá ajlt í stakasta lagi um borð og hafði alltaf ver- ið, en þeir höfðu tapað gúmbátn- um fyrir borð. Svifnökkvi af gerðinni SRN 6 er væntanlegur hingað til lands um miðjan ágúst, komi ekkert óvænt fyrir, sagði Gísli Júlíusson, verkfræöingur hjá Vélsmiðju Njarðvíkur Vísi í stuttu samtali. Mun svifnökkv- inn veröa reyndur hér á landi i um mánaðartíma, en þaö er ríkið, Akranesbær og Vest- mannaeyjabær sem taka hann á leigu, en umboðið hér á landi hefur . Vélsmiðja Njarövíkur. Svifnökkvinn, sem hér verður reyndur tekur 38 farþega, og er 10 mfnútur á leiðinni Akra- nes—Reykjavík og álíka langan tíma frá Vestmannaeyjum til lands. Svifnökkvar af þessari teg- und eru nú í notkun víða um heim og hafa reynzt afburða- vel í hvívetna. Þeir eru ein- göngu hugsaöir til fólksflutn- inga, en geta ekki annað stærri frakt-flutningum, svo sem bíl- um. Svifnökkvinn, sem hingað kemur, er eins og fyrr segir af gerðinni SRN 6 og hefur um nokkurt skeið verið starf- ræktur á flutningaleiðum á Eyrarsundi. Hér mun hann verða revndur f 10 daga á leiðinni frá Vest- mannaeyjum til lands og síðar eitthvað reyndur á söndunum austur af Mýrdalnum, ef til vill verður farið á honum allt aust- ur í Hornafjörð. Þá mun hann verða reyndur í 10 daga á leið- inni Reykjavík—Akranes. Svifnökkvi þessi fer með allt að 110 km hraða á klukkustund og mundi vera um 10 mín. á leiðinni Akranes—Reykjavik og álíka tíma milli Vestmannaeyja og lands. Hann getur farið um 300 km vegalengd án þess að taka eldsneyti. Svifnökkvinn er í um 2ja m hæð frá haffleti, er hann er á ferð. Hingaö koma með nökkvann 4 menn frá verk- smiðjunum British Hovercraft, sem framleiða slík farartæki, en aðeins þarf 1 mann til að stjóma honum. VISIR 57. árfr - MiðViktttWgUr 19. júlf 1967. - 162!'tbl. Opinber heimsókn forseta ísiands í USA: Johnson beið forseta á tröppum Hvíta hússins Miðskipsmaðurinn Nyyrikki framan við eina fallbyssuna á Matti Kurki. Stofnaði sér og flugmanni í hættu með drykkjulátum Eyöilagöi síöan talstöðvartækin i flugvélinni , Maöur nokkur, sem tók á leigu sínum, þegar hann hindraöi flug-1 aö lenda á Reykjavíkurflugvelli, hjá Þyt í gær flugvél til hálftima ! manninn í að lenda. Greip hann í en nauölenda i þess staö á Sand- flugs, lagöi sig og flugmanninn í: stjórntækin og hafði í frammi skeiöi. Maður þessi kom að flugskólan- um Þyt í gær og tók þar á leigu litla tveggja sæta flugvél til hring- flugs yfir borgina og nágrenni hennar. Var hann eitthvað undir áhrifum áfengis, en hinn prúðasti í framkomu þá. Þegar á loft var komið, dró hann úr vasa sínum pytlu og tók aö súpa á henni. Leið svo hálftíminn að ekkert bar til tíðinda annaö en maöurinn geröist ölvaðri. Þegar flugmaðurinn ætlaöi að lenda að hálftímanum iiðnum, eins og gert hafði verið ráð fyrir, ’vildi sá ölvaði þaö ekki fyrir nokkurn mun. Þegar hann fann, að hann hafði ekki sitt fram, greip hann í stjórntækin í lend- ingu, og varð flugmaðurinn að hætta við lendinguna. Frh. á bls. 13. mikla hættu meö drykkjulátum I ýmiss konar fíflalæti, sem trufluöu „Gömul dama — og gengur 19 hnúta' Skroppiö um borð í finnska skólaskipið Matti Kurki 1 morgun fóru ljósmyndari og blaðamaður frá Vísi um borð í finnska skólaskipið Matti Kurki og fengu að skoða skipiö í fylgd með Nyyrikki Kurkivuori, mið- skipsmanni. Nyyrikki er maður frjáls- legur í framkomu og blessun- arlega laus við yfirlæti. Um leið og hann sýndi okkur skip ið, sagði hann okkur undan og ofan af ferðum þess á Frh. á bls. 13. a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.