Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
58. árg. - Miðvikudagur 3. aprfl 1968. - 75. tbl.
McCarthy fékk
57% í Wisconsin
? NTB-frétt í morgun hermdi,
að þegar búið hafi verið að
telja 94% atkvæða í forkosning-
unum í Wisconsin hafi atkvæði
staðið þannig:
Demokratar:
McCarthy      390.204  (57%)
Johnson        241.866  (35%)
Kennedy        40.700   (6%)
-V 10. síða
Húsvíkingar fengu kalt bað
við höfrungadráp í gær
Drápu 23 höfrunga - Margir fóru í sjoinn imlli jaka
Fjöldi Húsvikinga flykkt-
ist út á ísinn á Axarfirði í
gær, eh ákveðið var að gera
út leiðangur að höfrungavöð-
unni, sem er lokuð inni í lít-
illi vök þar í ísnum úti á firð-
inum og skjóta eitthvað af
þeim í stað þess að láta þá
veslast þarna upp.  '
Feröin út á ísinn var æði æv-
intýraleg og fengu margir bað í
jökulköldum sjó. Krapið á milli
ísjakanna, er ákaflega mistraust
og voru sumir nokkuð fljótir á
sér og duttu niður á milli ís-
skara og fengu þar hroilkalt
bað.
Krapinn á milli jakanna er
mjög viðsjárverður og máttu
menn skríða á fjórum fótum að
síðustu til þess að komast yfir
hann þurrum fótum, þar sem
verst var.
1 vökinni úti á firðinum voru
miklu fleiri höfrungar, en gert
hafði verið ráð fyrir í upphafi
og voru skotnir 23, en sá þó
varla högg ál vatni. Höfrungarn
ir voru svo dregnir til Húsa-
víkur og kjötið af þeim hirt.
Vökin sem höfrungarnir voru
í var farin að þrengjast ískyggi
lega í gær og þótti því rétt að
fækka  skepnunum.
Veður er fagurt á Húsavík og
búast bæjarbúar allt eins við
ferðamönnum þangað norður til
þess að líta á „landsins forna
fjanda" sem er æði hrikalegur
þar úti á firðinum.
Norskur selfangari hætt
komi
inn i isnum
— Sigldi áfrant til Noregs til
viðgerðar eftir að eldur
kont upp
Norskur selfangari var að veið-1 um, að ákveðið var að leita hér
um í fsnum skammt frá Jan Mayen, til hafnar til að fá gert við skemmd
er stórir haffsjakar rákust harka-  irnar.
lega á skiplð, með þeim afleiðing-1   Selfangarinn heitir einmitt Jan
Mayen og er á fjórða hundrað
tonn. Er skipið var f morgun kom-
iö suður fyrir Seyðisfjörð kom upp
eldur f lúkarnum, svo að áhöfnin
bjargaðist naumlega út á nærklæð-
unum.
Skipsmönnum tókst þó að ráða
niðurlögum eldsins, og þegar sýnt
var að skemmdirnar voru það
miklar, að ekki yrði gert við þær á
skömmum tíma, var ákveðið að
taka stefnuna til heimahafnar í
Noregi, Álasunds. Er skipið nú á
leið þangað.
-<S>
Þessi mynd er tekin eftir að Drangur hafði siglt fyrir Ólafs-
fjarðarmúlann í gærdag, en skömmu síðar lokaðist siglinga-
leiðin alveg. Liggur nú samfelldur ís fyrir mynni fjarðarins.
(Ljósm. Vísis Þórunn).
ísinn víða landfastur víð Norðurland
Siglingaleiðir lokast — frostið fór í 21 stig nyrðra í nótt
D Isinn er orðinn landfastur
við Straumnes og allt á milli
ósa Jökulsár f Axarfirði og
Skjálfandafljóts, en gengið var
á fjörur miili ósanna í gær, og
var ísinn alveg samfelldur og
sá varla í vök. Litil hreyfing
var á ísnum í nðtt, enda vindur
hægur. Noröanált var víðast
hvar á landinu í nðtt, og komst
frostið í 21 stig á Grímsstöðum,
20 stig á Raufarhöfn og 18 stig
á Egilsstöðum. Enn er spáð
norðanátt, og er gert ráð fyrir
5-8 stiga frosti í Reykjavík í
nótt.
Póstbáturinn Drangur, fór í gær
morgun af stað frá Akureyri áleiðis
til Ólafsfjarðar, en komst ekki
nema rétt út á Akureyrarpoll, þar
festist hann í ísnum. Um hádegi
tókst honum að komast út úr ísn-
um og kom til Ólafsfjaröar kl.
hálf fimm í gær. Var hann ekki
fyrr kominn inn á höfnina, en fjörð
urinn lokaðist alveg, og samkvæmt
upplýsingum frá Ólafsfirði í morg
un er fjörðurinn nú fullur af fs
svo  langt  sem  augað  eygir,  og
Drangur því lokaður inni í höfn-
inni.
Samkvæmt uppiýsingum hafnar
fyrir að hún lokist strax og breyt
ir um vindátt.
varðarins á Neskaupsstað er mikill | inn fjörðinn. Þó sést einn og einn I   í  isfregn frá Árvakri í morgun
fs fyrir myni fjaröarins, en vindátt jaki á reki.   Siglingaleiðin mun  seglr að lssPanSir séu fra Rlt aö ,
hefur varnað því að ísinn bærist  vera fær ennþá, en gera má ráö I               )»)) > 10. síða.
ISKYGGILEGA MÖRG SL YS Á
REYKJANESBRAUTIFYRRA
titi Árið 1967 urðu 52 árekstrar á Reykjanesbraut. 1 þessum
umferðaróhöppum slösuðust 28 og 3 biðu bana.
rfar Þessar upplýsingar er að finna í nýju tölublaði af Öku-
manninum, sem gefinn ér út af Fræðslu- og upplýsingaskrif-
stofu Umferðarnefndar og lögreglunni f Reykjavík.    <
Reykjanesbrautin er fyrsta
hraðbrautin, sem tekin var f
notkun á íslandi. Hún liggur úr
Engidal norðan við Hafnarfjörð
suður að bæjarmörkum Keflavik
urkaupstaðar.
Við athugun á skýrslum lög-
reglunnar um umferðaróhöpp á
Reykjanesbraut, á verulegur
hluti þeirra sér stað, er ísing
myndast skyndilega, sérstaklega
á haustin. Eru það einkum tveir
staðir, sem eru hættulegir og
viðkvæmir  fyrir  ísingu,   viö
Þorlákstún ofan Hafnarfjarðar
og í Kúageröi, sunnar á vegin-
um.
ísmyndun á Reykjanesbraut
er mikið umferðarlegt vandamál,
einkum fyrst á haustin, eins
og áður segir. Þá er oft eins og
leggist á akbrautina grá héla,
samlit steinsteyptri akbraut-
inni, sem mjög erfitt reynist
fyrir ökumenn aö koma auga á.
Jafnvel þó að rigning sé úr lofti
er stundum eins og sú úrkoma
myndi ísingu, er regnið snertir
hina steyptu akbraut.
Þægilegastur er aksturinn á
hraðbraut eins og Reykjanes-
braut, þegar jöfnum ökuhraöa er
haldið. Þá verður ferðin örugg-
ust og þægilegust, enda tíma-
sparnaður litill sem enginn við
að sibreyta ökuhraða, aka oft
fram úr bifreiðum o. s. frv.
Slíkur akstur orsakar óþarfa
taugaspennu, sem setur hugsun
ökumannsins úr jafnvægi og
stuClar að óþarfri slysahættu.
llWM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16