Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						58. áag. - Þriðjudagur 16. apríl 1968. - 82. tbl.
VARLA HÆGT AÐ TALA
UM „PÁSKAHROTU'
Aflinn á hinum ýmsu verstoðvum m'fóg misjafn um hátiaarnar
Tabverður afli hefur borizt á
^land í sumum verstöðvum hér
sunnanlands, en bátar hafa flest
ir dregið netin eftir tveggja
daga lögn. Að sjálfsögðu er fisk-
urinn ekki jafngóð vara og ella
eftir svo langan tfma og varla
er hægt að tala um páskahrotu.
Frá Keflavík bárust þær fréttir
í morgun, aö góður reytingur hefði
verið hjá bátum þar í gær, en þar
var um tveggja nátta fisk að ræða
hjá flestum bátum Aflinn var frá
10 upp í 30 tonn og aðeins einn
eða tveir bátar voru með minna
en 15 tonn. Línubátar frá Keflavík
lönduðu flestir í Grindavik og mun
afli þeirra hafa verið um 6 til 8
tonn. Sjómenn í Keflavik misstu
af ballinu á „annan", þar eð þeir
réru aðfaranótt annars páskadags.
Nú er verið að losa saltskip £
Keflavík, hið þriðja í röðinni á
skömmum tíma, en saltleysi vofir
nú yfir á Suðurnesjum og mun
þessi farmur skammgóður vermir,
þar sem mikið er nú notað af
salti í verstöðvunum og kemur þar
margt til, t. d. skreiöarmarkaðs-
leysið m.m. Prýðisgott veöur hefur
verið í Keflavik um hátíðarnar,
logn og blíða og hlýviðri.
Sandgerðisbátar hafa flestir land
aö í Grindavík eða Keflavík og
hefur því lítill afli borizt á land
þar slðan fyrir páskana. I gær lönd
uðu þó 11 bátar í Sandgerði og var
aflinn lélegur, eða frá einu og
hálfu tonni í sex og hálft tonn. Fyr
ir páska var ágæt reytingsveiði í
Sandgerði, en síðan tók fiskinn
undan, en línubátar hafa ekki róið
síðan á skírdag, enda hefur verið
illfært á sjó fyrir þá, vegna sunn-
anstrekkings, eða jafnvel roks þar
syðra.,
í Vestmannaeyjum var ekki um
neina páskahrotu að ræða, én bát-
ar þar voru með 15 til 40 tonn af
tveggja nátta fiski.
Reykjavíkurbátarnir voru með
frá fjórum tonnum upp í sextíu
tonn, en þann afla hafði Stéinunn
og var hún langhæst netabáta.
Mest var um tveggja nátta fisk að
ræða og sumt af honum jafnvel
eldra og mátti sjá það á fiskinum,
þó ekki væri það gert með augum
„ragarans." Afli Reykjavíkurbát-
anna er að mestu fiskaður „út með
•  m->- 10. síða.
Þrjú þús. manns
dag hvern í Hlíð-j
arf jalli unt
páskana
Skíðamót íslands 1968 var
..aldið um páskana í Hliðarf jalli
við Akureyri. Þvi er skemmst
frá að segja, að sjaldan og Hk-
lega aldrei áöur hefur Skíðamót
íslands farið svo vel fram og
verið svo fiblsótt og nú. Lagð-
ist þar allt á eitt: Hin ágætu
mannvirki í Hlíðarfjalli, vel
skipulagt mót, blíðviðri og yfir-
leitt gott færi, auk snurðulausr-
ar samvinnu allra hlutaðeigandi.
Talið er að um og yfir 3
þúsund manns hafi verið í
Fjallinu dag hvern á meðan
mótið stóð yfir. Þá var sam-
komu- og skemmtanahaldi 1
sambandi við mótið einnig mjög
vel sótt svo að ekki komust
fleíri að.
Mörg hundruð manns komu
að til mótsins, bæði sem kepp-
endur og áhorfendur. Setti að-
komufólkið svip á bæjarlífið á
Akureyri þessa daga og höfðu
báðir sóma af, gestir og heima-
menn.
Það lætur að líkum, að allt
þetta fólk hefur átt ánægjulega
daga. Og verður þar nadmast
einum þakkað öðrum f remur. En
til gamans má geta þess, að
varla hefur hinn vinsæli sólar-
litur á hörundið verið auösótt-
ari til Mallorka en í Hlíðarfjall
þessa daga. Það var hraustlegt
fólk, sem kvaddist f Sjálfstæðis-
húsinu á Akureyri 1 gærkvöld.
Bifreið til London
á tveim tímum
— Gullfaxi með nýstárlegan farm
¦ Þota Flugfélags Islands annað-
ist nú fyrir' skömmu nýstárlcga
flutninga. Nú eru ekki lengur vand
ræöi því samfara að flytja bifreið-
ir millilanda. Liggi mönnum á
slíkum flutningum er vandinn ekki
annar en að hafa samband við Flug-
félagið og að fáum klukkustundum
liðnum er bíllinn kominn í fjarlægt
land.
Þetta gerðist nýlega. Bíll í eigu
brezks ríkisborgara var fluttur héð-
an til London með Gullfaxa, þotu
Flugfélagsins. Eins og kunnugt er
af fréttum er þotan útbúin stórum
vö.rudyrum, og eins og sjá má á
m-y io. síða.
Bílnum skipað um borð í þotuna
HASTARLEGUR INFLUENZUFAR-
ALDUR HERJAR A BORGARBÚA
Heilu fjölskyldurnar leggjast —  Hugsanlega
Asiuinflúenzan, segir borgarlæknir
Mjög hastarlég inflú-    son gaf blaðinu í morg-
enza hefur stungið sér
niður í borginni yfir
páskana og samkvæmt
upplýsingum sem borg-
arlæknir,  Jón  Sigurðs-
un, er talið hugsanlegt
að hér sé um að ræða
Asíuinflúenzuna, en hún
hefur gengið í Reykja-
vík um nokkuð langan
tíma   án þess   að  hafa
nokkurn tima orðið veru
lega skæð.
Bragi Ólafsson, aðstoðar-
borgarlæknir, hafði haft sam-
band við læknana sem voru á
vakt um helgina og kom í ljós,
að fariö hafði að bera á óvana-
iega mörgum vei;ándatilfellum
strax um miðja vikuna, sem
síðfin höfðu aukizt stöðugt og
frá því á páskadagsmorgun til
morguns annars í páskum, fóru
læknar í 92 hús. Voru þá þrír
HHMIHaMWWWHHaMMS
læknar á vakt og urðu þeir að
kalla á þann fjórða.
í sumum tilfellum hafði veik-
in lagzt á ' aila f jölskylduna
en hún virðist leggjast jafnt á
fullorðna sem börn. Fylgir veik-
inni hár þiti, beinverkir og
stundum hálsbólga og kvef.
Verður harizt handa þegar i
stað um að rannsaka hvort hér
er um að ræða Asíuinflúenzu-
veiruna, en sé svo eru að sjálf-
sögðu allir sem voru bólusettir
fyrir henni í vetur, ónæmir fyr-
ir veikinni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16