Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						58. ájg. - Laugafdagur 20. apríl 1968. - 86. tbl.
Hættulegar töflur i umferð méðal
iþróttamanna! — Sjá bls. 2
Þurfa erfiBismenn fremur en forstjórar
oð óftast hjartasjúkdóma? — Sjá bls. 8
NA10 yerðlaunar
tvo íslendinga
Tveir íslendingar, þeir Þorsteinn
Thorarensen, rithöfundur os Bene-
dikt Gröndal, alþingismaður og rit-
stjóri voru fyrir nokkru verðlaun-
aðir af NATO. Er hér um að ræða
viðurkenningu til ýmissa manna í
hinum 15 meðlimarikjum NATO
fyrir ritgerðir um sameiginleg á-
hugamál og sameiginleg vandamál
aðildarríkja NATO.
Verðlaunin nema 23,000 belgísk-
um frönkum á mánuði í 2—4 mán-
uði, svo og greiöir Atlantshafs-
bandalagið nokkurn ferðakostnað
þeirra, sem verölaunin og viður-
kenningu hljóta.
Elzti bíllinn á skrá
er frá árinu 1923
— nitján bilar frá þvi fyrir 1930 i umterb
¦  42.117 bifreiðir voru á öllu landinu um síðustu áramót
samkvæmt skýrslu, sem út hefur komið á vegum vega-
málnskrifstoi'unnar og byggð er á upplýsingum frá Bifreiða-
eftirliti ríkisins.
Flestar þessar bifreiðir voru á
skrá í Reykjavík, eða 18.062,
en 4.078 voru þá á skrá í Gull-
bringu og Kjósarsýslu, 2.843 á
Akureyri 2.043 i Árnessýslu,
1982 í Kópavogi.
35.991 fólksbifreið var þá á
skrá og 6.126 vörubifreiðir, —
Bifreiöir þessar eru af ýmsum
árgerðum og tegundum jafnvel
ein frá því 1923 tvær frá 1926
ein frá 1927, fjórar frá 1928,
átta frá 1929 og nitján frá 1930.
Flestar eru af árgerðinni 1966
eða 5.843, en 4.252 frá 1967 og
flestar eru bifreiðirnar fram-
leiddar á árunum eftir 1952. Þó
eru 1553 bifreiðir af smíðaárinu
1946.
Fólksbílar skiptast í 138 teg
undir, þar sem Volkswagen er '
algengastur, eða 12,1%, en fast l
á eftir fylgir Ford 12.0%, Mosk
witch 8,3% Willys jeppar 7.3%
Skoda 6.5% Land-Rover 6.1%,
Opel 5.6% Chevrolet 4.3%
Volvo 3.3%, Fíat 3,2% og aðrar ,
tegundir færri.   »
Af vörubílum eru algengustu
bifreiðir Ford 20.0%, Chevrolet
14.9%, Mercedes-Benz 9.4%,
Bedford 9.2% og Volvo 7,4%.
Bílafjölgun í landinu á árun-
um  1966 til  1967 hefur verið I
7,1%, en var á árunum 1965 til
1966 12.3%.
Fyrst voru það eplin
nú jarðeplin
Danskur kartöfluútflytjandi heimsækir Island
eins og hér er, og slæmt aö ekki
væri hægt að skoða vöruna, þar
sem hún væri í ógagnsæjum
pokum.
J.C. Weinreich fer héðan í
dag, og óvíst nema að hann
komi hingað næst í þeim erind
um aö selja landsmönnum
danskar kartöflur.
Vegna komu danska kartöflu
Utflyíjandans sneri blaðið sér
til forstjóra Grænmetisverzlun
arinnar, Jóhanns Jónassonar, og
innti hann eftir þvi, hvort
nokkrar breytingar á umbúðum
eða flokkun íslenzku kartafin-
anna væru væntanlegar. Sagði
Jóhann að slíkt hefði oftlega
verið í athugun og að Græn-
metisverzlunin hefði óskað eft
ir að slík flokkun yrði tekin
upp, en 6 manna nefndin hefði
alltaf tekiö fyrir slíkt, og hinir
þrír fulltrúar neytenda, sem í
nefndinni eru hefðu þvertekið
fyrir það, þar sem það myndi
óhjákvæmilega hafa í för með
sér hækkun á kartöflunum.
„Þetta er einungis spurning
um að halda veröinu niðri",
sagði Jóhann að lokum.
# Flestúm mun í fersku
minni heimsókn dönsku
eplaútflytjendanna hingaS í
vetur, en þeir komu hingað
til að kynna Islendingum
vöru sína. Nú er kominn hing
að danskur jarðeplaútflytj-
andi, J. C. Weinreich að nafni
í Jiví augnamiði að kynna sér
ástandið í kartöflusölu hér á
landi, en sem kunnugt er hef-
ur Grænmetisverzlun Land-
búnaðarins einkaleyfi á sölu
kartaflna hér á landi.
„Það er ekkert launungar-
mál", sagði Sveinn Ásgeirsson
hagfræðingur á fundi með J.C.
Weinreich og blaöamönnum,
,,að koma hans hingaö til lands
ins er liður í baráttu Neytenda-
samtakanna til að skapa neyt-
endum möguleika á að fá góö
ar kartöflur fyrir sanngjarnt
verð".
Ennfremur upplýsti Sveinn,
að Neytendasamtökin hefðu
krafizt þess, aö innflutningur á
kartöflum yrði gefinn frjáls en
ekki væri ljóst ennþá hver yrðu
úrslit í þvi máli.
J.C. Weinreich sem er formað
ur danskra kartöfluútflytjenda
sagði að Danir flyttu nú út
kartöflur til 35 landa, flokkaðar
eftir stærð, gæöum og tegund-
um, burstaöar og þvegnar, svo
að fólk geti valið það sem þaö
vill. Þá taldi hann mjög óæski
legt að ekki væri hægt að fá
kartöflur nema f 5 kg. pokum,    Sveinn Asgeirsson og J. C. Weinreich á blaðamannafundi í gær.
MIKILL AFU AKRA-
NESBÁTA
12 bátar komu að / fyrradag með 436 lestir
— Saltskortur herjar viða
? Frekar var daufara yfir afla bát
anna í gær en verið hefur undan-
fariö. Visir hafðl samband við
helztu útgerðarstaöina á Suður-
og Suðvesturlandi um kvöldmatar-
Ieytið í gær, og var þá frekar
dauft yfir veiðunum. Akranesbátar
hafa þó aflað dável undanfarið,
allir bátar þaðan róa með net og
sækja á miðin á Selvogsbanka. f
fyrrinótt komu 12 bátar inn til
Akraness með 436 lestir alls. Bát-
arnir róa nú ekki á sunudaginn, þvi
að frá og með miöjum apríl fá
sjómennirnir helgarfrí.
I gær var saltskip að losa salt
í Vestmannaeyjum, og að þvi er
menn á staðnum sögðu í gær kom
það alveg á dómsdegi, því að stað
urinn var að verða saltlaus. og
(stóð á endum með að ekki þurfti
að fara að hengja fiskinn upp.
Salt er alveg á þrotum á Akra-
nesi, en von er á saltskipi þangað
eftir helgina. Þeir á Skaganum
hafa orðið að hengja all mikið af
Vestfjarðaáætlun lokið á næsta ári
Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel
9 Framkvæmd Vestfjarðaá-
ætlunar er nú svo langt kom
in, að sjá má fyrir enda hennar
á næsta ári, sagði fiármálaráð-
herra," Magnús Jónsson, í ræou,
sem hann hélt, þegar hann flutti
Albingi skýrslu framkvæmda-
ir fiáröflunaráætlunar ársins
1988.
Framkvæmdum við flugvöllinn á
ísafiröi og Patreksfirði er nú lokið
íyrir nokkru, nema byggingu flug
skýlls á ísafirði, sem nú stendur
yfir, og maibikun flugvallar á tsa
firði, sem verður frestað um sinn.
Hafnargerðum er lokið, eða að
mestu lokiö, á Patreksfirði, Bildu-
dal, Þingeyri, Flateyri og Suður-
eyri. Framkvæmdir í Súðavik
munu hefjast á þessu ári og ætlun
in var að hefja einnig framkvæmd
ir viö Isafjarðarhöfn á þessu ári,
en vegna skemmda á Bolungarvík
urhöfn í vetur hefur nú komið til
álita að láta framkvæmdir við
isafjaröarhöfn bíða til næsta árs.
Lagningu vegarins um Breiðdals
heiði milli Flateyrar og ísafjarðar
mun Ijúka á þessu ári, að undan-
teknum jarðgöngunum, sem varla
þykir koma til greina að ráðast í
vegna kostnaðarins, en tæknileg at-
hugun fer nú fram á því. Helmingi
framkvæmda við Súgandafjarðar-
veg mun ljúka á þessu ári, og helm
ingi vegar sunnan Þingmannaheið
ar verður einnig lokið á þessu ári.
svo og stórum hluta Bolungarvík-
urvegar, en þessum þrem vegafram
kvæmdum verður að fullu lokið á
næsta ári, ásamt veginum milli
Þingeyrar og Fateyrar yfir Gemlu-
fallsheiði. Lokið var fyrir tveim
árum lagningu vegar frá Patreks-
firði til Bíldudals um Hálfdán,
sömu leiðis lagningu vegar til flug
vallarins  á   Patreksfiröi  og  að
mestu lagningu vegarins til flug-
vallarins  á  Isafirði.
„Verður að telja", sagði ráðherr-
ann í ræðu sinni, ,,að framkvæmd
irnar hafi gengið mjög vel og já-
kvæður árangur þeirra sé þegar
farinn að koma i ljós. Koma hér ó-
tvírætt fram kostir skipulagðra
vinnubragða í undirbúningi fram-
kvæmda og fjáröflunar og einbeit-
in°ar framkvæmda að tilteknum og
vel  völdum  verkefnum.
Framkæmdir hafa orðið nokkuð
dýrari. en við hafði verið búizt,
enda var verkfræðilegum athugun-
um ekki enn lokið. þegar upphaf-
leg áætlun var gerð"
afla bátanna upp, bæði vegna salt-
leysis svo og vegna þess, hve
fiskurinn hefur verið orðinn slæm
ur.
Afli Keflavíkurbáta hefur verið
mjög tregur undanfarið, línubátar
komizt mest upp f 8 lestir, og
margir minna, en netabátar verið
með eilítið meira magn. Vestmanna
eyjabátar voru í gær bæði austur
í buktum. sem þeir kalla. svo og á
miðunum vestan við Eyjar. Þar hef
ur verið mikil vinna undanfarið,
nóg að starfa viö aflann i frysti
húsunum.
Þotan í
JOfrosti
Hitamismunurinn úti
og inni 92 stig
Þotuflugmenn Flugfélagsins eru
orðnir vanir að sjá býsna háar töl
ur þegar þeir líta á hitamæli sem
mælir lofthitastig í þeim loftlögum
sem „Gullfaxi" flýgur um á leiðum
sinum milli landa. Sjaldan fer þó
frostið niöur fyrir 60° á selsíus,
en slíkt hefur verið alvanalegt i
10—12 km hæð. Laugardaginn 23.
marz var þó 60° metið slegið, þvi
að þann dan mældist 70° frost á
leiðinni frá Ösló tll íslands. Flogið
var í 10,5 km hæð.
Inni í þotunni var 22. stiga hiti
á selsíus þannig að hitamismunur
úti og inni var 92° á selsíus.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16