Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						58. árg. - Þriðjudagur 2&. aprfl 1968. - 88. tbl.
Horfðu á norskt ogsænskt
sjónvarp í gærkvöldi
Islenzka sjónvarpio sást hins vegar
ekki i Mosfellssveit
Sjónvarpsnotendur í Mos-
fellssveit urðu heldur en ekki
hissa í gærkvöldi, þegar ís-
lenzka sjónvarpið „datt út"
skyndilega. Sumir urðu til
þess að velja aðrar rásir, og
þetta „fikt" var ekki árang-
urslaust, því á einni rás kom
sjónvarpsstöðin í Osló inn,
en þar var þulan að bjóða á-
horfendum góðar nætur, en á
annarri kom sænsk stöð inn.
Svíar voru ekki á því að
ljúka dagskrá svo snemma, og
gátu menn því horft á hermála-
umræöur í sænska sjónvarpinu
og var myndin mjög skýr og
talið sömuleiðis, þó að dálítill
titringur væri öðru hverju á
myndinni að sögn Sigurðar Sig-
freðssonar í Reykjahlíð.
Erlendar  stöðvar  hafa  sézt
öðru hverju á Norðurlandi eins
og fram hefur komið í fréttum,
en hér syðra hefur ekki orðið
vart við það.svo vitað sé. End-
urvarpsstöð ísl. sjónvarpsins fyr
ir Mosféllssveitina er á Skála-
felli.
Sjónvarpstæknirhaður sagði í
morgun: „Þetta er ákaflega
sjaldgæft fyrirbrigði og gerist
áreiðanlega ekki aftur á næst-
unni. Þetta stendur í sambandi
viö loftlögin og hleðslu þeirra,
skilyrðin hafa verið sérlega góð
og því hafa erlendu stöðvarnar
náðst svo  vel  í þetta skipti".
DAUÐASLYS í KEFLAVÍK
Þarna niður féll Guðvarðúr og hafnaði ofan á Iyftunni, en streng-
urinn, sem sést, varð honum til lífs.
¦ Á sjúkrahúsinu í Keflavík
lézt í morgun Guðsteinn
Gíslason, Hringbraut 66, af völd-
um meiðsla, sem hann hafði
hlotið þegar bíll, sem hann vann
að viðgerð á, féll af upphækk-
unum op ofan á hann.
Vildi þetta til á sunnudag í bíla-
verkstæðinu Vörðuveri á Nónvörðu
en þar var Guðsteinn aö vinna við
bíl, sem stóð á upphækkunum. Var
Hrapaði niður 7 m. hátt fall
og gerði síðan að gamni sínu
Slapp með marbletti — Nánast kraftaverk
¦   51 árs gamall maður hrapaði niður 7 metra hátt fall í nýju
Landssfmahússbyggingunni f morgun, en slapp furðanlega lítið
meiddur fyrir eigin snarræði og skýra hugsun.
¦   Guðvarður Sigurðsson, Háteigsvegi 11, bar sig vel og gerði
bara að gamni sínu við lögreglumanninn, sem hitti hann aö máli
uppi á slysavarðstofu eftir slysið.
Guðsteinn undir bílnum að dytta
að honum, þegar bíllinn rann ein-
hverra hluta vegna af upphækkun-
unum og lenti ofan á honum.
Var Guðsteinn fluttur á sjúkra
húsiö þegar í stað og kom í ljós
að hann hafði hlotið mjög alvarleg
meiðsli, m.a. höfuðkúpubrotnað. —
Komst hann aldrei til meðvitundar
og lézt í morgun.
Lenda á svörtum lisfa
—¦ vegna innistæbulausra ávisana
„Yfirgnæfandi meirihluti þess-
ará ávfsana var að upphæð und-
ir 1000 krónum, sem sýnir glögg-
lega hirðuleysið. Menn f ara ekki
að leggja saman í heftum sín-
um, fyrr en þeir eru búnir að
ávísa," sagði Björn Tryggva-
son aðstoðarbankastjóri Seðla-
bankans í spjalli við Vísi í morg-
un um nýafstaðna skyndikönn-
un Seðlabankans á innistæðu-
lausum tékkum.
„Hæstu ávísanirnar hljóðuðu á
annað hundrað þúsund krónur.
" Yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem
gáfu út þessar ávísanir, eru ein-
staklingar, en það eru helzt fyrir-
tæki sem gefa út stóru ávísanirn
ar".
„Hvað verður svo gert við þessa
menn, sem gefa út innistæðulausar
ávísanir?"
„Reikningum   er   lokað   hjá
þeim, sem hafa þarna framið ítrek
*->  10  sifla
Sagðist hann vera gamall glímu
maður og hafa áttað sig á því
strax, þegar hann fann sig hrapa,
að það væri um að gera að kpma
rétt niður, en honum vildi það til
happs, að hann náði í streng, sem
lá eftir lyftugöngum byggingar-
innar, en niður þau hrapaði hann
0*TÍ af 3. hæð.
Hann vann að þvi að koma efni
upp á 3. hæð og var að koma fyrir
tallu í lyftuopinu þar uppi, þegar
hann steig á spýtu, sem lá yfir
'"'•ftuopið til varnar því, að rnenn
dyttu niður um það.
En spýtan gaf eftir og við það I
missti Guðvarður jafnvægið og hrap I
Alhvítt á Vest-
fjörðum og
v/ðo norðan-
lands
Talsverö snjókoma hefur verið í
nótt á Vestfjörðum og norðanlands
vestan Eyjafjaröar og dálítið frost
f gærkvöldi snjóaði dálitið á Vestur
landl og varð alhvitt hér í Reykja
vík. Ekki er gert ráð fyrir^ miklum
breytingum á veðri í dag en spáð
hægviðri og áframhaldandi snjó-
komu fyrir norðan og vestan. Gera
má ráfi fyrir að snjóinn taki upp
hér i Reykjavfk í dag, en hér var
1 stigs hiti i morgun.
"aði niður lyftugöngin — 7 m hátt
fall. Bjuggust félagar hans við að
finna hann á botninum liðinn, en
ekki á lífi, svo ískyggilegar voru
kringumstæður allar.
tekizt aö ná
lyftugöngun-
dregið  svo
En Guðyarði hafði
taki  á  streng  í
um  og  gat  þánnig
úr fallinu, að hann slapp með mar
bletti á mjöðm og handlegg, en tal
ið var að hann væri óbrotinn. Eftir
var þó að taka af honum röntgen !
myndir, þegar blaðið fór í prentun.
„Menn leggja ekki saman í heftinu, fyrr en þeir eru búnir að ávísa."
Samvinnusamtökin treg að láta af einokunaraðstöðu í verzluninni:
Stríí fyrir rétti í Úlafsfirði
¦ Blaðið „íslendingur" á Akureyri skýrir frá því í morgun,
að nú standi yfir verzlunarstríö um mjólkursölu milli
tveggja aðila í Ólafsfirði, og komi málið væntanlega fyrir
rétt á næstunni. Hér er um að ræða Mjólkursamlagið á staðn-
um og Kaupfélagið ahnars vegar, en þessi fyrirtæki eru í
nánum tengslum, og 'iins vegar verzlunina Valberg h.f., sem
nokkrir ungir menn reka af miklum myndarbrag.
Kaupfélag Ólafsfjarðar hefur
eitt _ séð um mjólkursöluna á
staðnum til þessa, en Valberg hf.
hefur sótzt eftir því, að fá einn-
ig að selja mjólk. Mjólkursam-
lagið hefur ekki viljað neina
samninga um það og aðeins boö-
ið Valbergi hf  mjólkina á út-
söluverði. I grein „íslendings"
kemur fram, að forráðamenn
Valbergs hf. hafi jafnvel boðiö
aðstoð við kaup á áfyllingarvél-
um, vegna kassaumbúða, en
Mjólkursamlagið hefur aðeins
vélar vegna 1 1. plastpoká. Þessu
var hafnað og var þeim bænd-
um, sem hlynntir voru samkomu
lagi, hótað viðskiptabanni af
hálfu K^aupfélagsins.
Valberg hf. greip til þess ráðs,
að kaupa mjólk frá Akureyri í
10 lítra kössum, enda þótt sú
mjólk fengist heldur ekki nema
á útsöluverði. En kassaumbúð-
irnar þykja svo hentugar, að það
réði úrslitum í innkaupum Val-
bergs hf. á þessu stigi. — Þetta
hefur Mjólkursamlagið í Ólafs-
i firði nú kært fyrir fógeta, sem
væntanlega tekur málið fyrir
fljótlega, en kæran mun byggj-
ast á því, að bannað sé að flytja
mjólk á milli sölustaða.
Þetta mál mun og hafa komið
til kasta Kaupmannasamtak-
anna, sem munu hafa rætt það
við framleiðsluráð landbúnaðar-
ins.
Loks segir „íslendingur", að
sams konar striði 1 Húsavík,
milli Mjólkursamlags KÞ og
Búrfells hf., hafi. lokið með fullu
samkomulagi um venjuleg við-
skipti. En á fleiri stöðum en Ól-
afsfirði muni málið óleyst, t. d.
á Fáskrúðsfirði, en verzlun þar
hyggi á mjólkurflutninga alla
leið frá Akureyri, — og að ó-
gleymdu höfuðborgarsvæðinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16