Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						58. árg. - Föstudagur 26. apríl 1968. - 90. tbj.
Flateyingar komnir
aftur út í eyna
Verba þar •/ sumar og leggja aflann þar. o land
17 karlmenn og 3 stúlkur
fluttu um miðjan þennan mánuð
út í Flatey á Skjálfanda og hyggj
ast dveljast þar yfir sumarið.
Flest þetta fólk eru Flateyingar,
sem setzt hafa að á Húsavík,
en eins og kunnugt er flutti allt
fólk úr eyjunni í fyrra, og lagð-
-ist hún þá í eyði.
Mennirnir róa úr eyjunni á 5
vélbátum, 6 — 10 tonna stórum, en
auk þess eru í Flatey 13 trillubát-
ar.  Leggja bátarnir afla  sinn  á
land í Flatey og verka hánn þar,
en að undanförnu hafá þeir nær
eingöngu stundað hrognkel.saveið-
ar. Aflaverðmæti þeirra í heild
nemur nú um 400 til 500 þús. krón
um.
Töluverður ís er nú á sundinu og
gamla höfnin full af is, en Flatey-
ingar róa og leggja upp í nýju
höfninni, sem var gerð í fyrra og
hitteðfyrra. Þeir urðu fyrir nokkru
netatjóni af völdum ísreks í síð-
ustu viku.
^—>- 10/ síða.
Ákvörðun um gufuaflstöð
innan skamms
• Nú standa yfir lokaundir-
búningsrannsóknir á því að
reisa gufustöð til rafmagns-
vinnslu við Námafjall. I því til-
efni ræddi blaðið við Jakob
Björnsson hjá Orkustofnuninni,
og sagði hann, að bygging slíkr-
ar stöðvar hefði lengi verið á
döfinni, og verið gerðar rann-
sóknir í því skyni í Hveragerði
fyrir nokkrum árum.
Þó var af ýmsum ástæðum fall-
ið frá því að reisa slíka stöð í
Hveragerði, þar sem væntanleg
stóriðja krafðist mikill raforku og
byrjað var á Búrfellsvirkjun. Orku
stofnunin og nefnd skipuð af ráð-
herra athugaði möguleika á raf-
orkustöðvum fyrir Noröur- og Aust
urland, og kannaöar voru aðstæð
ur fyrir virkjun Laxár og Lagar-
foss.
Við Námafjall eru allt aðrar að-
Mjög góBur afíi
togaranna!
— Júpiter sclcli 212 tonn fyrir
rúm 20 þúsund pund
Afli fslenzku togaranna hefur
verið mjög góður undanfarið og
togararnir selt vel í erlendum höfn-
um. Bezt er þó sala Júpíters, en
hann seldi í gær í Hull 212 tonn
fyrir 20348 sterlingspund, sem er
mjög góð sala. Aflinn var mest
megnis ýsa og þorskur. Skipstjóri
á Júpíter er Markús Guðmunds-
son.
Fjórir íslenzkir ttogarar hafa
selt afla sinn í þessari viku erlend-
is. Togararnir eru þessir:
Egi'll  Skallagrímsson  seldi  í
Grimsby á þriöjudaginn 172 lestir
fyrir 12431 sterlingspund, Röðull
í Grimsby sama dag 189 lestir
fyrir 14529 sterlingspund, Marz
seldi í Aberdeen á miðvikudag 127
tonn fyrir 9176 sterlingspund, og
svo var það hin ágæta saia Júpi-
ters í Hull í gær. Allar eru sölur
þessar mjög góöar, enda var fisk-
urinn góð vara, nýveiddur á mið-
um togaranna.
Surprise selur afla sinn í Grims-
by í dag, en á mánudag eða þriöju-
dag selur Úranus um 200 lestir í
brezkri höfn.
stæður til byggingar gufuaflsstöðv-
ar en í Hveragerði, og þar er
hægt að reisa slíka stöð af mót-
þrýstigerð, sem vart kæmi til
greina í Hveragerði, vegna þess
að þar er þéttbýli og erfitt um
vik að koma burt 100 stiga heitu
vatni, sem verður til er gufan þétt
ist. Við Námafjall fylgja þessu aft-
ur á móti engin vandræði, því að
þar er hægt að leiða vatnið út í
hraun, þar sem það hverfur i
jörðina.
Verkfræðingafyrirtækið Vermir
»->- 10. síða.
Poul Reumert jarðsettur í gær
Poul Reumert leikari, var iarð-
settur í gær i Kaupmannahöfn, eft-
ir hátíðlega minningarathöfn í
Holmens kirke. Kirkjan, sem var
skreytt blómum 02 nýútsprungnu
birkilaufi, var þéttskipuð og með-
al viðstaddra voru konungsfjöl-
skyldan, fulltrúar úr borgarráði
Kaupmannahafnar og fulltrúar rík-
isstjómarinnar. Dr. theol Börge ör
sted jarðsöng og sagði hann m.a.
„Þegar Poul Reumert stóð á svið-
inu fengu orðin sérstakt vald, það
var eins og hann talaði beint til
manns sjálfs, og þá varð maður
oftlega að viðurkenna, að manns 1
góða samvizka, var hreint ekki svo |
góö."
Poul Reumert var talinn einn
mesti leikari á Norðurlöndum á
þessari öld, en hann lézt 19. apríl
jsl., þá 85 ára gamall. Hann var
kvæntur Önnu Borg leikkonu, sem
lézt fyrir nokkrum, þau áttu tvo
syni, Torsten og Stefán, sem
býr á íslandi ,og starfar hjá Fiug-
félagi íslands.
Bargestirnir á myndinni til vinstri létu sér hvergi bregða, þótt
á barnum birtist slökkviliðsmaður í fullum skrúða, og barþjónn-
inn hélt áfram störfum, eins og e'kkert hefði f skorizt.
Til hægri sést ofan af þaki og niður á götu, en slökkviliðið þurfti
að tengja saman tvær rúllur, svo að slangan næði upp — hvor
rúlla er um 100 m.
ÞEGAR „GRIfUÐ" I
S0GU BRANN I GÆRDA G
¦  Áttatíu manns varð af hádegismatnum sínum
í gær, þegar eldur kon? upp í Grillinu á Hótel Sögu
um kl. 13.30, eða einmitt um það leyti, sem fólkið
ætlaði að setjast til borðs.
¦  Þilið á bak við „griIl"-ofninn í eldliúsimi þar
uppi á 8. hæð hótelsins var alelda, þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang, en eldurinn barst eftir loft-
ræstingargöngum upp í loft og þaðan upp í þak.
„Viö sáum reykinn úr þakinu,
áður en okkur barst kallið."
sagði Gústaf Guðjónssón, varð
stjóri hjá slökkviliðinu. „Við
vorum allir komnir út í bila
og reiðubúnir, þegar bað barst,
og vorum við með fjölmenn-
asta móti, því að heil vakt var
hjá okkur á reykköfunaræf-
ingu, einmitt þegar þetta
gerðist."
Öllu starfsfólki hótelsins og
öðrum nærstöddum bar saman
um þaö, að það hefði verið aö
þakka snörum viðbrögðum
slökkviliðsins, hve skemmdir
urðu litlar af völdum eldsinsj
sem þykir að líkindum hafa
stafaö út frá hitunartækjunum
i eldhúsinu, en það hefur þó
ekki verið rannsakað að fullu
ennþá.
Þaðan barst eldurinn eftir
loftventlum i gegnum tvö timb
urloft ,en innréttingin er þarna
öll úr timbri, og síðan upp í
lóftræstingargat á þakinu. Uppi
á loftinu eru rafmótorar og loft
„kanalar" -og urðu nokkrar
skemmdir á „könulunum", en
mótorarnir sluppu að mestu, en
þeir knýja iyftur hússins og
fleira.
55 slökkviliðsmenn unnu að
slökkvistarfinu með 3 dælubila
og einn stigabil og þurftu þeir
að draga slöngur og útbúnað
upp á 8. hæö. „Tók tiltölulega
stuttan tíma að koma tækiunum
fyrir og tengja slöngurnar,
vegna þess hve mannmargir
við vorum." sagði Gústaf, er
frétanlaður Visis innti hann eft
ir gangi slökkvistarfsins.
»-V 10. sfða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16