Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						I
¦  '., .
58. árg. - Mánudagur 6. ttiaf 1968. - 97. tbl.
Peningakassa stolið
Enginn varð til þess að hindra
för tveggja manna, sem af furðu
legri biræfni og ósvífni ræ.-idu
peningakassa úr Brauðbæ við
Þórsgötu á laugardagskvöld.
Það hafði veriö fátt um viö-
skiptavini síðari hluta kvöldsins og
því enginn staddur frammi i af-
greiðslunni, þegar þessa tvo ná-
unga bar að garði. Afgreiðslufólk-
ið var inni í herbergi einu á bak
við.
Mennirnir gerðu sér lítið fyrir
og þrifu peningakassann af borðinu
og hlupu með hann út, en af-
greiðslufólkið áttaði sig ekki á því,
hvað gerzt hafði fyrr en allt var
orðið um seinan og mennirnir á
bak og burt.
1 kassanum voru milli 15 og 16
þúsund krónur eftir viöskipti dags-
ins.
Lögreglan leitar nú mannanna
tveggja, en peningakassinn fannst
í nágrenni fyrirtækisins og hafði
þá verið tæmdur.
l*£xX>->ti
Dr. Gunnar Thoroddsen
er kominn til landsins
Stuðningsmenn beggja frambjóðenda
undirbúa blaðaútgáfu ¦
Dr. Gunnar Thoroddsen sendi-
horra kom á laugardaginn til
landsins til þess að taka þátt
f undirbúningi forsetakosning-
anna og mun dveljast hér fram
yfir kjördag. Myndin var tekin
af hjónunum, Vöiu og dr. Gunn-
ari, við komuna til landsins.
Senn fer að færast lff í und-
irbúninginn fyrir forsetakosn-
ingarnar  30.  júní.  Stuðnings-
menn beggja frambjóðerida hafa
opnað skrifstófur 1 Reykjavík
og eru að vinna að skipulagn-
ingu kosningastarfsins um allt
land. Báðir aðilar eru að vinna
a'* blaðaútgáfu í tilefni kosning-
anna. Þá hafa rúmlega 300 kunn-
ir borgarar birt í dagblöðunum
áskorun til kjósenda um að veita
Gunnari Thoroddsen brautar-
gengi í kosningunum.
f anddyri Hótel Sögu f gærkvöldi: Frá vinstri Jóhann Hafstein ráðherra, frú Rostoft og
Sverre W. Rostoft ráðherra.
Norski iðnaðarmálaráðherrann við komuna í gær:
„Reynsla Norðmanna af
EFTA er goö"
Hefur hlakkað lengi til að heimsækja Island
— Lengi höfum við hjón-
in hlakkað til þess að heim-
sækja Sögueyjuna. — sagði
Sverre W. Rostoft, iðnaðar-
málaráðherra Noregs, við
komu sína hingað í gærkvöldi
Ráðherrahjónin komu til
Kefiavíkurflugvallar um kl.
18.15 í gærkvöldi með flug-
vél F.Í., en þar var staddur
Jóhann Hafstein, iðnaðar-
málaráðherra, og tók á móti
þeim.
„Af þeim fjölda landa, sem
ég hef heimsótt, hef ég aldrei
komið til Islands áður," sagði
Sverre Rostoft, ráðherra, þegar
blaðamaður Vísis hitti hann aö
máli í anddyri Hótel Sögu við
komuna í gær.
Hann kvað sér lítast vél á
landið við fyrstu sýn og heföi
hann haft mikla ánægju af öku-
ferðinni sunnan af Keflavíkur-
velli.
Ráðherrahjónin koma hingað
sem gestir rikisstjórnarinnar og
munu dveljast hér til næstkom-
andi föstudags, en á þeim tíma
munu þau kynnast mönnum og
málefnum í iðnaði og stjórn-
sýslu og landinu að nokkru.
Til þessa heimboðs var stofn-
að eftir að Jóhann Hafstein ráð-
herra og kona hans höfðu verið
gestir norsku ríkisstjórnarinnar
á s.l. hausti. í opinberri frétta-
tilkynningu segir, að til grund-
vallar báðum heimsóknunum
Hggi, að efna til aukinna per-
sónulegra kynna og samstarfs
milli ráðama,nna landanna.
Sverre Rostoft ráðherra mun
flytja fyrirlestur í Sjálfstæðis-
húsinu kl. 16 í dag og mun
hann fjalla um ýmsa þætti
norsks iðnaðar, þ. á m. reynslu
»-> 10. síða.
Næturgestur raskar svefnró borgara:
Laumaðist inn um glugga og
stal 7000 krónum
Kveikti Ijós og vakti 'ibúa meo spjalli
• í húsi einu i Austurbænum
vaknaði kona í nótt við það,
að í svefnherbergi hennar hafði
verið kveikt ljós og yfir henni
stóð einhver ókunnugur maður. —
Klukkan var rétt að verða fjögur.
Þegar maðurinn sá, að konan brá
svefni, forðaði hann sér út, áður j
en  húsbóndinn  gæti  handsamað!
hann. Kom í ljós, að piltur þafði j
komizt inn um glugga og látið í
HAFÍS HINDRAR SIGLINGAR TIL
AUSTFJARÐAHAFNA
"f*. Mikill ís fyrir Langanesi og Sléttu
Mikill ís liggur nú fyrir landi,
og fsinn úti fyrir Ausfjörðum virð-
ist vera að mjakast nær landi. Blik-
ur sendi út hafísfregn af þeim slóð-
um kl. 7.30 f morgun. Frá Pap-
éy sést mikill ís sunnan Austf jarða,
er lokar siglingaleið til Breiðdals-
víkur, Stöðvarf jaröar og Fáskrúðs-
fjarðar. MJð renna er f fsnum, 10

mílur austur af Papey norður að
Skrúð, en þaðan t>r samfelldur ís
eins langt 0£ séð verður i horður
og austur, er lokar siglingaleiðum.
Veðurfræðingar Veðurstofunnar
tiáðu blaðinu þó. að ekki væri á-
stæða til að óttast, að isinn legð-
ist að landi úti fyrir Suðursveit eða
Öræfasveit, bar eð mjöe lítil hreyf-
ing væri á honum, eins og verið
hefur undanfarnar vikur. Hann
ýmist rekur hægt að landi eða á
haf út. Hægviðri er á þessum slóð-
um, og virðist einkum gæta sjávar-
falla í sambandi við hreyfinguna á
ísnum.
Fyrir  Norður-  og  Vesturlandi
tiefur orðið lítil brevting á hafísn-
um. Isfregn barst frá togara í gær,
en hann var á Siglingu fyrir Horn.
í fregninni segir, að þéttleiki tss á
Óðinsboða sé 7-8/10. en það þýð-
ir, að siglingar á því svæði eru
mjög erfiðar eða næstum útilokað-
ar.
Frá Grímsey barst sú frétt. að
þar væri hafis um allan sjó, og
væri smáhreyfing á honum • eftir
^iávarföllum.
Mestur mun fsinn vera úti fyrir
Langanesi og Sléttu, og hefur þár
lítil breyting orðið á að undán-
förnu.
íbúðinni rétt eins og hann  væri
heima hjá sér.
Meðal annars hafði gréinilega tar
ið í ísskápinn og nartað 'í harðfisk,
en engu öðru hafði hann stolið
nema 20 kr. húsbóndans.
Rétt um kl. 6 f morgun barst
lögreglunni aftur tilkynning úr
öðru húsi í þessu sama hverfi. þar
sem pilturinn hafði komið við. Þar
vaknaði piltur, sem svaf í kiallara
hússins, við það, að maður vár
staddur inni í herbergi hjá honum
og var að tala við hann. Áður en
hann næði að átta sig til fulls, var
kauði horfinn út.
Þegar' athugað var nánar, kom 1
ljós að næturgesturinn hafði kom-
izt inn um glugga á þvottahúsi i
kjallara og farið inn í herb. móður
niltsins. Þar hafði hann stolið
veski með 7000 krónum í og l
rólegheitum tæmt bað inni í þvotta-
húsi, en líklega síðan fariö og vak
ið piltinn.
Sjónarvottar háfa gefið þá lýs
ingu á þessum nátthrafni, að hann
sé ungur maður, 17—20 ára gamall
meðalmaðúr á hæð, með ljóst og
liðað, stuttklippt hár og vel klædd-
ur.
Þegar blaðið.fór í prentun, haföi
lögreglan orðið ákveöinn mann í
huga, en var ekki búin að ná
honum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16