Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						58. árg. - Fimmtudagur 9. maí 1968. - 100. tbl.
Morðvopnið: Amerisk „High Standard"
hlaupvfdd 22 cal.
skammbyssa með
Flugstjórí skaut fyrrverandi
yfírmann sinn til bana í nótt
Hafði verið sagt upp sem flugmunni hjá F.l. vegna ogabrots, — brauzt
inn og myrti Jóhann Gíslason, f lugrek sturssf jora — Reyndi að svipta
sig lífi nokkru síðar í flugstöð F.í. á Réykjavíkurflugvelli
¦ Háttsettur yfirmaður hjá Flugfélagi íslands, Jó-
hann Gíslason, deildarstjóri flugrekstursdeildar, var í
nótt skotinn til bana. — Það var fyrrverandi undir-
maður Jóhanns heitins, Gunnar Viggo Frederiksen,
fyrrverandi flugstjóri hjá Flugfélagi fslands, sem
framdi ódæðisverkið.
Jóhann heitinn var skotinn
fjórum skotum í ibúð sinni að
Tómasarhaga 25 kl. rúmlega
4.30 í nótt. Hann lézt skömmu
sfðar í þann mund, sem lög-
reglan kom með hann á slysa-
varðstofuna. -*» Gunnar Fred-
eriksen var handtekinn á af-
greiðslu Flugfélagsins á Reykja-
víkurflugvelli skömmu síðar.
Hann hafði þá veitt sjálfum sér
áverka á brjósti með vasahníf
og stóð hnifurinn í brjósti hans,
þegar hann var handtekinn.
Áverkinn reyndist þó smávægi-
leg skeina, þegar nánar var að
gáð.
Það var kl. 4.35 í nótt að lögregl
an var beðin um aðstoð vegna vopn
aðs manns, sem hefði brotizt inn
að Tómasarhaga 25 í íbúð Jóhanns
heitins, konu hans og fjögurra
barna. — Nokkrir menn voru þeg
ar sendir, en þegar þeir komu á
staðinn. lá Jóhann í blóði sínu í
innri forstofunni, særður fjórum
sárum. Hann var þá enn meö lífs
marki, en lézt skömmu síðar eða
í þann mund, sem komið var með
hann á slysavarðstofuna.
Fjölskylda Jóhanns.'sem hafði að
einhverju leyti orðið vitni að þess
um hörmulega atburöi var í miklu
uppnámi, en hún gat þó skýrt lög
regluþjönunum. frá hver heföi fram-
iö ódæðisverkið. — Jöhann heitinn
var særður fjórum skotsárum, í
baki, öxl, á höfði og á bol.
Leit var þegar hafin að Gunnari,
en skammbyssan, sem ódæðisverk
# Gert  vi6   útldyrahurðina  að
Tómasarhaga 25 f morgun.
ið var framið með, fannst á götunni
fyrir framan húsið. — Hún var
fullhlaðin með 9 skotum, en fjór-
um skotum hafði verið hleypt af.
Skammbysan er 22 cal að stærð.
Skðmmu eftir að leit var hafin
að Gunnari, hringdi hæturvörður-
inn í afgreiðslu Flugfélagsins, Helgi
Kristjánsson og tilkynnti að
Gunnar væri þar staddur alblóðug
ur og hefði skýrt frá því, að hann
hefði myrt mann.
Þegar lögreglan kom á staðinn til
að sækja Gunnar, sýndi hann engan
mótþróa. Hann virtist alveg róleg
ur og ekki mikið drukkinn, þó að
hann virtist vera undir áhrifum á-
fengis. — Hann hafði ekki verið
yfirheyrður þegar blaðið fór f
prentun í morgun.
Það er vitað að Gunnar var að
skemmta sér í gærkvöldi með
nokkrum kunningjum sínum og
hafði neytt áfengis. Þegar áliðið
var nætur fylgdu félagar hans hon
um heim, en þar hafði hann stutta
viðdvöl, tók með sér hlaðna skamm
byssu, sem hann hafði keypt fyrir
ári síðan af manni hérlendis og
lagöi af stað í bifreið sinni vestur
á Tómsarhaga. Það kom fram i
viðtali við lögreglumenn 1 morgun,
að hann ætlaöi sér að ógna Jóhanni
heitnum með byssunni. Hann braut
rúðu í útihurð hússins með skef t
inu á skammbyssunni. — Allt
fólk í húsinu vaknaði við hávað-
| ann og kom Jóhann, sem hafði
i verið sofandi, á mðti honum og
Jóhann Gíslason, deildarstjóri
flugrekstursdeildar Flugfél-
ags Islands, f. 1. maí 1925,
kvæntur og fjögurra barna
faðir.
ætlaði að varna því að hann kæm-
ist inn í íbúðina. — Leikurinn barst
inn í innri forstofuna, eftir að
nokkur átök höfðu átt sér stað
milli þeirra.
•  ,,.*-> 10. slða
# Morðinginn:  Gunnar  Frederik-
sen, flugmaður.

HANN KOM TIL MÍN
BLÓÐUGUR"
— segir vakfmaBurinn á flugvcllinum, en
þangað fór ódæðismaðurinn eftir verknaðinn
Vaktmaður F.í. bendir inn í kompuna, þar sem lögreglan tðk
Gurinar.
,jÉg spurði hann, af hverju
hann væri svona blóðugur og
hann sagði, að það væri
vegna eigin klaufaskapar",
sagði Helgi Kristjánsson,
vaktmaður hjá Flugfélagi Is-
lands,sem hringdi á lögregl-
una og vísaði henni á Gunn-
ar Frederiksen, manninn, sem
leitað var að vegna tilræðis-
ins við Jóhann Gislason.
„Hann kom svona kl. 4.50
hingað út á afgreiðsluna hér á
flugvellinum  blóðugur og  illa
til reika og gaf sig á tal við
mig. Þegar ég spurði hann,
hvernig stæði á þessum útgangi
á honum, hvort hann hefði lent
í slagsmálum, þá gaf hann lit-
ið út á þaö fyrst f stað.
Þó sagði hann, aö liklega
hefði hann myrt í nótt."
„Brá þér ekki við fréttirnar,
Helgi?"
„Jú, mér varð ónotalega'við.
Síöan tók hann, upp vasahníf
og mundaði sig til þess að
stinga sig með honum. Mér varð
bylt við og varð | að orði,  að
hann skyldi láta þetta ógert
hérna inni í afgreiðslunni. Hon-
um væri nær að fara út.
Ég sá þó á honum, að honum
var engin alvara í þessu, og brá
mér þá- í símann og hringdi í
lögregluna. Hann heyrði mig
hringja og var hérna á vappi í
afgreiðslusalnum, en þegar ég
kom aftur spuröi hanrt mig,
hvort allt væri ékki í lagi.
Ha. Allt i lagi? — hváði ég.
Já, hann spurði, hvort ég
hefði hringt í lögregluna og ég
sagði  jú.
Þá varð honum að orði: „Held
urðu, að ég ætli að láta taka mig
fanga hér eöa hvað?"
Síðan mundaði hann enn á ný
hnífkutann, en lögreglan kom
í þessum svifum, og þá gekk
hann hérna afsíðis og lagði sig
inn í geymslukompu og þar tók
lögreglan hann."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16