Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						

VISIR
58. árg'. — Laugaídagur 11. maí 1968. - 102. tbl.
150 miiljón króna tjón,
þegar Borgarskálinn brann
¦ — Lauslega áætlað hefur
tjónið í brunanum í
vöruskemmu Eimskipafélags-
ins (Borgarskála) numið um
150 milljónum króna, sagði
forstjóri Almennra Trygg-
inga h.f., Baldvin Einarsson,
við fréttamenn í gær.
„Eftir því sem tryggingarfé-
lögin hafa komizt næst — meö
því aö styðjast viö farmskrár
Eimskipafélagsins — virðist þaö
vera útkoman.
50 til 60 milljón króna verð-
mæti af því var tryggt hjá
innlendum tryggingarfélögum."
Vöruskemman sjálf var tryggð
fyrir 17 milljónir.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
opinberlega kemur fram, hvert
tjónið hefur verið í brunanum
í Borgarskála, en eins og menn
muna, var álitið, að ekki væri
allt vátryggt, sem þar brann
inni.
„Við vitum ekki, hve mikiö af
þessu var vátryggt hjá erlend-
um tryggingarfélögum," sagði
Baldvin, en talið hafði borizt að
þessu efni, þegar hann rifjaði
upp vegna 25 ára afmælis Al-
mennra Trygginga helztu tjón
félagsins á starfsferli þess. Fé-
lagiö átti áhættu í einhverjum
hluta þess varnings, sem þar
brann inni.
Liggur beinast við að ætla,
að allt aö 90 til 100 milljón
króna verðmæti hafi brunnið
þar inni í vöruskemmunni ó-
vátryggt.
Flutt inn í BreiBholti
¦ Sléttanesið, sem lenti í fyrradag í árekstri við brezka togar-
ftnn Ross Rodney, kom til Reykjavíkur í gær við illan leik og má
tclja lán að skipið gat siglt, svo stórskemmt sem það var, alla leið
til Reykjavíkur. Myndin er tekin af Sléttanesinu, er það var kom-
ið í slipp í Reykjavík í gær, og má glögglega sjá skemmdirnar,
sem urðu á skipinu við áreksturinn. Sést m. a. inn í vélarrúmið.
¦ Fjórar fyrstu fjölskyldurnar
fluttu inn í fyrstu blokkina í
Breiðholtshverfinu í gærdag, eða
eru að flytja. Eggert G. Þor-
steinsson félagsmálaráðherra af-
henti þrem húsráðendanna Iykla
að íbúðum sínum við stutta við-
höfn, þar sem fjölskyldurnar
voru filmaðar í bak og fyrir.
„Við vorum einmitt að borga
útborgunina," sögðu kornung
hjðn, sem voru gefin saman um
síðustu jól, Jón Guðjónsson,
1 tækjamaður í Borgarskála, og
, frú María Jónsdóttir, sem eign-
ast nú íbúð að Ferjubakka 2.
„Otborgunin var 43330 krónur,
svo maður sé nákvæmur," sagði
María, „en þinglýsingin kostaði
um 17.000 krónur." Á næstu ár-
um verður árleg afborgun um
bað bil 43 þús. krónur hjá ungu
hjónunum, — þ. e. miðað við nú-
verandi vítitölu.
„Á þvi leikur enginn vafi, aO
framkvæmdir byggingaráætlunar-
innar í Breiöholti eiga óbeinan þátt
i því, að íbúðarverð í Reykjavík
hefir ekki hækkað á undangengn-
um misserum. Þessar framkvæmdir
hafa orðið öðrum byggingaraðilum
hvatning til aukinnar hagsýni og
lækkunar á framleiðsluverði og er
það vel.
Síðast en ekki sízt skal það und-
irstrikað, að hin sérstöku lánakjör,
sem kaupendur þessara íbúða
verða aðnjótandi, gera mörgum
láglaunamönnum fært að eignast
íbúð, sem þeir að öðrum kosti
hefðu engin tök á."
Þetta segir í greinargerð fram-
kvæmdanefndar byggingaáætlun-
ar, sem blaðamenn fengu upp í
hendurnar I gærdag, enda þótt
allir verði ekki á sama máli og
bendi  á þann  verulega  samdrátt
sem átt hefur sér stað og myndað
sölutregðu og minni eftirspurn á
fasteignamarkaðinum.
Framkvæmdanefndin hefur nú
reiknaö út endanlegt kostnaðarverð
fbúðanna 312, sem þarna er ver-
ið að byggja í 6 fjölbýlishúsum, en
þeim er skilað fullfrágengnum að
innan og utan og frágenginni lóð,
parketti á gólfum, véhim í sameig
inlegum þvottahúsum, dyrasfma
m->- 10. sfða
Ungu hjónin opna dyr íbúðar sinnar í Breiðholtshverfinu nýja.
Ætlaði að selja 20 þús. einseyringa
á 113 þús. kr. til erlendra myntsaí nara
¦  Útlendingurinn, sem hafði
vakið grunsemdir lögreglunn-
ar fyrir að rogast um á al-
mannafæri með fulla ferða-
tösku af smápeningum, reynd
ist hafa komizt yfir þá með
heiðarlegum hætti.
¦  Hann hafði skipt í banka
á beinhörðum dollurum og
tuttugu þúsund einseyring-
um - 20.000 - og 4100 kr.
f 10 króna-myntinni nýju og
eitthvað af túköllum, krónu-
peningum,   25-eyringum   og
5-eyringum.
Maðurinn, sem er bandarískur
að þjóðerni, er nefnilega mynt
safnari og kom hingað fyrir
nokkrum árum og keypti ís-
lenzka smámynt, sem hann
hafði meö sér út og seldi. Hagn
aðist hann svo á þeim viðskipt
um þá að hann sá sér í þessu
arðbæran viðskiptamáta.
Ætlaði hann sér að fara með
þetta fé út með sér núna og hef
ur lfklega verið   ókunnugt um
það bann, sem gildir við slík-
um útflutningi á íslenzkum pen
ingum.
í hans augum er einseyringur
inn meira virði, en peningurinn
almennt er hér heima, því
að þessa 20.000 einseyringa,
sem hann keypti hér í banka
fyrir tæpa fjóra dollara, ætlaði
hann að selja úti öðrum mynt-
söfnurum fyrir 2000 dollara,
eða 113 þúsund íslenzkar krón-
ur.
Lögreglan benti Ameríkanan
um á það, að þetta mætti hann
ekki samkvæmt íslenzkum lög-
um. Varð hann að fara með alla
myntina í banka aftur og skipta
henni yfir í erlendan gjaldeyri,
nema þeim 1500 krónum ís-
lenzkum, sem hann lögum sam-
kvæmt má taka með sér.
Auövitað kaus hann að halda
1500 krónum eftir í einseyring-
um aö mestu og var það góður
slatti í poka.
Hve tntirgir eru
með H-akstri?
# Skoðanakönnun VÍSIS verður
f blaðinu á mánudag. Að
þessu sinni er kannaO, hver breyt-
ing hefur orðið á afstððu fðlks til
hægri-breytingarinnar fra því, að
VÍSIR kannaði það mál fyrir rúm-
um þremur mánuOum síOan.
Þá voru 47% fylgjandi hægri-
breytingunni og 53% á mðti. 1
VlSI á mánudaginn er skýrt frá
þvf, hvernig tilsvarandi tölur eru
núna. Nú hefur þar að auki verið
tekin upp sú nýbreytni, að fram-
kvæma skoðanakönnunina einnig á
Akureyri, svo að hún nær yfir íbúa
Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kðpa-
vogs, Garðahrepps, Hafnarfjarðar
og Akureyrar.
Hversu mikið er fylgi hægri-
breytingarinnar? Það sýnir skoð-
anakönnun VlSIS á mánudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16