Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
58. árg. - Miðvikudagur 15. maí 1968. - 105. tbl.
Takmarka sölu á íslenzkri mynt
Svo mjög gekk á birgðir
bankanna af koparmynt fyrstu
dagana eftir að fréttist um amer
íska myntsafnarann, sem hér
gerði stórinnkaup á einseyring-
um og fimmeyringum, að mynt-
afgreiðsla Seðlabankans varð að
takmarka sölu hennar.
Menn  komu  umvörpum  f
bankana og vildu skipta töhi-
verðum fjárhæðum yfir í kopar
mynt, því aö margir töldu sér
vísan gróöa í sölu hennar síð-
ar meir.
Þurru birgðirnar svo, að Seðla
bankinn varð að takmarka söl-
una, þannig að fullnægt yrði
þörfum fyrirtækja sem nauðsyn-
lega þurfa smámynt vegna viö-
skipta sinna.
Eins og fram kom í frétt Vís-
is 1 gær, er hætt við, að ein-
hverjir verði fyrir vonbrigðum,
sem ætluðu sér að gera góðan
„bisness" með kaupum og söl-
um á einseyringum. Eftirspurn
»->- 10. síðu.
ÍSINN VIRÐIST ÆTLA AÐ REKA VESTUR MEÐ
STRÖNDINNI
segir Jónas Jakobsson veðurfræðingur — Isinn
er nú kominn vestur undir Hrollaugseyjar
„Allt útlit er nú fyrir að
ísinn ætli aö reka vest-
Teflt á heimskautsbaug
Freysteinn
vann
bibskákina
Síðari hluta dagsins í gær var
biðskák útkljáð á óvenjulegan hátt.
Það var á mótinu um Norðurlanda-
meistaratitilinn, sem háð er á Ak-
ureyri þessa dagana.
Freysteinn átti biðskák við Sved-
enborg. Um fjögur leytið í gær var
síðan flogið til Grímseyjar. Hinir
keppendurnir á mótinu komu einn-
ig með, en þeir eru Júlíus Boga-
son og Norðmaðurinn Hoen. Kepp-
endum voru veittar góðar móttö.k-
ur í Grímsey, en um skeið eftir að
skákinni lauk var útlit fyrir, að
ekki yrði fært að fljúga aftur til
Akureyrar. Sem betur fer rættist
þó úr því, og skákmennirnir kom-
ust þangað á níunda tímanum í
gærkvöldi.
Norðmennirnir voru mjög ánægð-
ir með þessa nýstárlegu tilhögun
að sögn Freysteins Þorbergssonar,
þegar fréttamaður Vísis átti tal við
hann I morgun. Flogið var yfir ís-
inn I góðu skyggni. Það var fögur
¦5;ón og hrikaleg.
1 kvöld er tefld þriðja umferð á
mótinu. Þá teflir Freysteinn við
Hoen og Svedenborg við Júh'us
Bogason.
ur með suðurströndinni,"
sagði Jónas Jakobsson veð
urf ræðingur blaðinu í morg
un, en vindátt er nú aust-
læg og ekkert útlit fyrir
sunnanátt á næstunni. ís-
inn hefur í nótt rekið vest-
ur inidir Hrollaugseyjar og
virðist á hraðri hreyfingu í
vesturátt. — Hefur hann
hreyfzt 40—45 km vestur
á bóginn.
„Maður veit ekki hversu langt
ísinn getur farið, en vonandi er
* •
rva menn
lesa um H-umhrS
Tryggingatél'ógin efna til getraunar i þessu
skyni — Fiat Coupe i verðlaun
9 Framkvæmdanefnd Hægri
umferðe og Umferðarnefnd
Reykjavíkur hafa haft nána sam
vinnu við ýmsa aðila ti! undir-
búnings hægri umferð, sem
í gildi verður hér á landi 26.
maí n.k. Meðal þeirra aðila, sem
leitað hefur verið til, eru bif-
reiðatryggingafélögin í Reykja-
vík. Tii samstarfs í þessu skyni,
skipuðu félögin sérstaka nefnd
og að henni standa nfu trygg-
ingafélög, sem hafa með bifreiða
tryggingar að gera.
Nefndinni er það fullljóst, að með
tilkomu þessarar breytingar-er fram
undan gjörbylting í samgöngumál-
um þjóðarinnar og veröa allir, bæöi
einstaklingar, fyrirtæki og félaga-
samtök, að gera sitt bezta til þess
að breytingin fari slysalaust fram.
Ökumenn og aðrir vegfarendur gera
sér grein fyrir því, að breytingin
felur í sér ýmsar hættur, sem að-
eins er hægt að yfirstíga með sam-
eiginlegu átaki.
Tryggingafélögin hafa gefiö út
leiðbeiningar fyrir ökumenn og
nefnist sá bæklingur „Heilræði í
Hægri umferö" og til örvunar
því, að fólk lesi þá bæklinga um
umferðarmál, sem því eru sendir
um þessar mundir, hafa þau ákveð-
ið að efna til getraunar meðal al-
mennings um umferðarmál.
m-> io. síöu.
ísmagnið ekki svo mikiö aö hann
nái að reka alla leið hingað að
Reykjanesinu. ísinn bráðnar smam
saman þegar hann kemur í hlýrri
sjó, en ennþá virðist ísmagnið sama
og ekkert hafa minnkað. Kulda
af ísnum gætir nú um allt land,
og þá ekki sízt vegna þess að
sjórinn kólnar mikið þar sem ís
er nærri." sagði Jónas ennfremur.
Isinn er nú kominn vestur undir
Hrollaugseyjar síðan I gær en þá
var hann kominn skammt vestur
fyrir  Hornafjörð.  ísfregn  kom  í
morgun frá varðskipi sem tilkynnti
að mikill ís væri að nálgast Hrol-
laugseyjar og er ísinn þar um 20
sjómílur Ut frá Stokksnesi. Land-
fastur ís er á Hornafirði og sigling
ófær. 1 öðrum ísfregnum sem
Veðurstofunni bárust í morgun seg
ir.að ísinn sé svipaður, en skyggni
er víða slæmt. ísinn á Hrútafirði
er stöðugt aö aukast og eru jakar
nú komnir inn á fjarðarbotn. —
Frost var í nótt norðanlands og
austan, víöast hvar um 1—5 stig.
Útför Jóhanns Gíslasonar, deildarstjóra hjá Flugfélagi Islands var gerð í morgun frá Nes-
kirkju. Kirkjan var þétt setin og urðu margir að standa meðan á athöfninni stóð, Séra Jón
Thorarensen jarðsöng.
Karl O. Runólfsson tónskáld á heimili sínu í morgun.
//
Óður til Esjunnar
//
— segir Karl Ó. Runólfsson um sinfóniu i
F-moll sem verbur frumflutt annab kvöld
¦  Sinfónía í F-moll (Esja)
eftir Karl O. Runólfsson verð- i
ur frumflutt á tónleikum SJn-
fóníuhljómsveitarinnar     á
morgun og náðum við tali af
Karli og spurðum hann hvers
vegna hann hefði valið sin-
fónfnnni n.;>fnið Esia.
„Verkið er óður til Esj-
unnar," sagði Karl. „Upphaf-
lega samdi ég aðéins einn þátt,
sem tileinkaður var Esjunni, en
það var fyrir 3—4 árum. Síðan
fór ég að prjóna framan við þátt
inn og úr varð að lokum sin-
fónía ! fjórum þáttum.
,Er Esjan vður sérlega hug-
ieikin?"
.O-já — ég er alirm upp hér
í handarjaðri hennar og ég á ætt
ingja bak við hana, framan viö
hana og allt í kring. — Flest
stefin í sinfóníunni bera keim
af íslenzkum þjóðlögum, ég hefi
ort mikið í þeim stíl." sagði
Karl ennfremur.
Tónleikarnir verða annað
kvöld í Háskólabíói, en þá verða
einnig leikin verk eftir Mozart
og einleikari verður pólski
píanóleikarinn André Tchai-
kowsky Eru þetta næstsein-
ustu áskriftartónleikar hljóm-
sveitarinnar á þessu starfsári.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16