Vísir - 06.06.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 06.06.1968, Blaðsíða 1
VISIR 58. árg. — Fimmtudagur 8. júnf 1968. - 122. tbl. Ummæli forsætis- og utanríkisráðherra Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: Þetta hryllilesra, en orð fá lýst og erfitt að fjölyrða rtánara um það. Enn vita menn ekki skýringar á þessu ofbeldis- verki. Það gefur ástæðu til að menn ‘aldi varhuga við þeim ofbeidisanda, sem nú eitrar heimsbyggðina. Emil Jónsson, utanríkisráðherra: Þetta r mjög hörmulegur at- burður, sem við hliótum að taka afstöðu til og lýsa yfir and- styggð á. Ég hef sjálfur aldrei hitt Robert Kennedy. Ég veit að hann var í miklu áliti i Banda- rikjunum og tel hann hafa ver- ið efnilegan frambjóðenda til forsetakjörs án þess að ég efist um hæfileika hinna fram- bjóðendanna. KENNEDY ER LATINN Lézt skömmu fyrir kl. 9 í morgun aö islenzkum tíma — Komst aldrei til meðvitundar eftir skotárásina — Kennedy er syrgður um allan heim ■ Robert Kennedy öldungadeildarþingmaður lézt ár- degis i sjúkrahúsi hins miskunnsama Samverja í Beverley Hills í Los Angeles. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir þriggja klukkustunda uppskurð, sem á honum var gerður, eftir að honum hafði verið sýnt banatilræðið. Það varð því hlutskipti hans að láta lífið fyrir hendi launmorðingja eins og John F. Kennedy for- Robert Kennedy var í mikilli sókn, þegar hann var myrtur. Robert Kennedy gaf upp öndina kl. 8.44 að íslenzkum tima. Til- kynningar um líðan hans í nótt og morgun báni með sér, að hverju stefndi. Læknarnir, sem uppskurð- inn framkvæmdu, gátu ekki náð öllum brotum úr kúlunni úr heila Kennedys. Það munaði litlu að það tækist. en flís náðist ekki og smá- flísar úr höfuðkúpubeini. Var mikill ótti ríkjandi varðandi and- lega orku hans, — þ.e. að heila- starfsemin kynni að verða lömuð að meira eða minna leyti — ef hann héldi lífinu. Hjá honum á andlátsstundinni voru kona hans, Ethel, Mrs. Peter Lawford, systir hans og Jacqueline Kennedy, ekkja Johns F. Kennedys forseta, bróður hans. Frank Mankiewics tilkynnti fréttamönnum andlátið, hneigðu höfði, lágum rómi, mæddur og þreytulegur. Fyrst í stað gat hann ekki orði upp komið, en svo sagði hann: „Ég hei’i tilkynningu til birting- ar. Robert Kennedy öldungadeild- arþingmaður er látinn ..." Kennedy dó lamaður og í djúp- um dvala, 22 klukkustundum eftir að uppskurðurinn á honum hófst í gser — og þar með allmörgum klukkustundum áður en liðnar voru þær 36 klukkustundir, sem skurðlæknarnir töldu í gær mesta hættutímann. Robert Kennedy, samherji bróð- ur sins Johns F. Kennedy, heitins forseta, og síðar dómsmálaráð- herra, var eins og hann gunnreifur bardagamaður, gáfaður, frjálslvnd ur forustumaður í þágu góðra mál- efna, málsvari hinna snauðu, blökkumanna og annarra, sem traðkað var á. Þegar hann ákvað að gefa kost á sér sem forsetaefni demokrata kvað hann svo að orði: jNý stefna j „Ég gef kost á mér til þess að i finna leið til framdráttar nýrri stefnu, að binda endi á blóðsúthell ingar í Víetnam og borgum okkar, stefnu til þess að brúa bilið, sem nú er milli blakkra og hvitra, milli auðugra og snauðra, milli aldraðra og ungra — f þessu landi og hvar- vetna í heiminum." Enginn vafi er, að hann tók á- kvörðunina, að vandlega athuguðu máli. Kunnugt er af fréttum og stuttu yfirliti um hann sem stjórn- málamann og mann hér í blaðinu í gær, að hann hafði stungið upp á að hann og McCarthy legðust báð- ir á sömu árina, en þvi hafnaði McCarthy, þótt stefna beggja varð andi Víetnam væri hin sama. Ef til vili hefur McCarthy gert sér vonir um að sigra i Kaliforníu, en skiátlaðist ef svo var, Kennedý hlaut 47% atkvæða. eða 6% meira en McCarthy. Aðstaðá Kennedys til sigurs á flokksþinginu hafði þvf stórbatnað, þótt enginn þori neinu að spá um hvað þar gerist — og sízt nú. Örlög En enginn fær sín örlög umflú- BÁÐIR FALLNÍR Kennedy-bræðurnir tveir, Roberl og John, sem frægastir bræðranna hafa orðið, eru nú báðir fallnir fyrir morðingjahendi. Þeim var ætlað stærra hlutverk, en þeir fengu lif til að framkvæma. „Ég gerði það fyrir land mitt" — sagöi moröingi Kennedys aö loknum hinum hroöalega verknaöi - Hann er 24 ára gamall Arabi frá hinum gamia hluta Jerúsalem Kennedy bjargaði 12 ára j syni sinum frá drukkmm! — 'órfáum timum sibar féll hann sjálfur fyrir morbingja hendi Fréttamaður, sem er mikill vinur fjölskyldunnar, segir frá því, er hermt er í frétt frá Los Angeles, að Robert Kennedy hafi — nokkrum klukkustund- um áður en honum var sýnt banatilræði — bjargað 12 ára syni sínum, David frá drukkn- un. Fréttaritarinn, Roger Mudd, var ásamt Kennedy og fleiri vin um og kunningjum á baðströnd- inni við Molibu, nokkru áður en bráðabirgðaúrslit í forkosn- ingunum voru gerð heyrinkunn. David litli var á sundi skammt frá ströndinni, er útsog hreif hann með sér. Hann reyndi sem ákafast að synda til lands en miðaði ekki áfram. Kennedy, sem var ágætur iþróttamaður, kastaði sér til sunds og náði drengnum og bjargaði honum. David náði sér brátt og gat farið með föður sínum um kvöld ið í Ambassadorgistihúsið, cr fagna skyldi forkosningasigrin- um. „Ég gerði það fyrir land mitt.“ í einni fréttinni í gær var sagt, að morðingi Roberts Kennedys hefði sagt þetta eftir að hann hleypti af skotunum. Nú hefur sann- azt, að morðinginn er Pal- estínu-Arabi, Sirhan Bis- hara Sirhan, 24 ára, fædd- ur í þeim hluta Jerúsalem, sem nú er kallaður „arab- íski hlutinn“. Hann hefur dvalizt 11 ár í Bandaríkj- unum, en er ekki banda- rískur ríkisborgari. Hann hefur að undanförnu átt heima í Pasadena í Kali- forníu og á þar bræður. 1 fréttaauka í brezka útvarpinu í gærkvöldi var vikið að því, sem einn af leiðtogum Araba í Banda- ríkjunum, sagði um verknaðinn, en það var á þd leið, að ef tii vill hefði þarna brotizt út örvænting manns yfir hörmungum landa sinna, Palestínu-Arabá, sem alla tið hafa átt við hörmungar að striða og hin hágustu kjör, sinnu- og aðgerðaleysi varðandi fram- tíðjna, siðan er land þeirra var frá þeim tekið og feng- ið C\ðingum í hendur. Hann vék iafnframt að stuðningnum við Jsrael, stuðningi Bandaríkjanna og fleiri landa, vináttu og samúð Ro- berts Kennedy við Gyðinga, sem væru hvergi fjölmennari en £ New M-+- 10. sífla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.