Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 1
/ VISIR Boðun kirkjunnar á tækniöld — aðalmál prestastefnunnar, sem hófst i morgun Þríggja daga prestastefna var sett í safnaðarsal Neskirkiii í morg- un að undangenginni messu i Dóm kirkjunni. Aðalmál prestastefnunn ar að þessu sinni er boðun kirkj- unnar á tækniöld, en annar fram- sögumaðurinn um það mál er sr. Emil Björnsson, dagskrárstjóri frdtta- og fræðsludeildar sjónvarps- ins. Mikil hreyfing hefur verið innan fslenzku kirkjunnar að undan- fömu til að aðlaga hana breytt- um tímum og þjóðfélagshátt- um og er ekki ólíklegt að reynsla séra Emils BJörnssonar við sjón- varpiö geti orðiö kirkjunni til nokkurs góðs í því sambandi. Á morgun veröur þátttakendum á prestastefnunni skipt í umræðu hópa, þar sem PÖalmálið verður tekið til umræðu. Þess má geta að leikmenn geta setiö á prestastefn- unni og hafa þeir tillögurétt. Nokkrir leikmenn munu flytja er- indi um ýmis mál. Flugmennirnir á Reykjavíkurflugvelli í nótt. (Ljósm. Har. Orn Asbjörnsson). í skólaferðalag á lítilli flug- vél til Bruxelles Flugnemar og kennarar komu heim i nótt úr nýstárlegri utanlandsferð 1 nótt komu til landsins þreyttir ferðalangar, sem ver ið hafa á all nýstárlegu ferða- lagi. Er hér um að ræða Elí- eser Jónsson flugkennara sem fór með fjórum nemend- um sinum, öllum nýútskrif- uðum, yfir hafið á tveggja hreyfla Piper Apache flugvél. Þeir félagar flugu fyrst til Hornafjarðar, en þaðan flugu þeir til Prestvfkur. Ferðinni var sfðan heitið til Briissel, Amster- dam og Glasgow en þaðan flugu þeir heim í nótt. Ferðin gekk mjög vel og voru þeir mjög ánægðir með ferðina. Veðurskilyrðin voru hin ákjósan legustu og Ientu þeir aldrei í neinum vandræðum. Aðspurður kvað Elíeser það ekkert hættu- Iegra að fljúga í slíkri vél en öðrum tveggja hreyfla vélum. Lengsta flugleiðin var á milli Hornafjarðar og Prestvíkur eða 4 tímar. Flugþol vélarinnar er um 4 tímar og tóku þeir elds- neyti á öllum viðkomustöðum. Allir ungu mennimir fengu að stjóma vélinni og reyndist þetta vera hið mesta ævintýri fyrir þá. Á leið heim úr steinin- um — stóð þjóf að verki! ■ Varla hafði einn af gistivinum fangavarðanna í Sfðumúla fyrr gengið út úr fangahúsinu frjáls maður, eftir að hafa gist þar nótt, en hann snaraðist inn aftur til gestgjafa sinna og í þetta sinn í hlutverki hins árvökula borgara, sem leitast vlð að aðstoða laganna verði við löggæzlustörfin. Fögur sumarnótt við Húnaflóa. og sýnir ísinn í miðnætursól. Enn nllmikill ís við Nordurlnndid Enn er talsverður 's fyrir Húna- flóa og allt austur fyrir Flatey. Þéttastur er fsinn á Óöinsboða ivæðinu, 5—8/10. Steingrímsfjörö- ur, Miðfjörður og Húnafjörður eru greiðfærir, samkvæmt upplýsing- am Landhelgisgæzlunnar sem fór i ísflug í gær, en íshaft lokar Hrúta firði kringum Hrútey og mjótt ish?ft gengur fyrir Heggstaðanes ag Vatnsnes. Greiöfært er um Skagafjörð, en sigling er erfið fyr- r Skaga. Litlar breytingar hafa )rðið á ísnum í nótt, en skyggni :r slæmt víða fyrir norðan. Kált tetur verið í nótt við norður og ui.sturströndina, aðeins 2—4 stiga íí?i og er ekki gert ráð fyrir mikl tm breytingum þar á næstunni. íér sunnanlands er bjartviðri og >—9 stiga hiti. Myndin er tekin um helgina Hafði hann á leiðinni frá fanga- geymslunum veitt því eftirtekt, aö brotizt hafði verið inn i Ármúla 7, og vildji hann tilkynna lögregl- unni þetta. Nú var brugðið viö skjótt og nokkrir lögregluþjónar sendir á inn brotsstað. Komu þeir mátulega til þess að góma innbrotsþjófinn, sem var önnum kafinn inni í húsinu við iðju sína og átti sér einskis ills von. Ólíkt hefur þeim verið innan- brjósts, sem þá var fluttur f Síðu- múla, og þeim, sem þá hélt áleiðis heim til sín. Lærbrotnaði á bifhjóli Ungur piltur úr Reykjavík sem staddur var rétt innan viö Laugar- vatn á sunnudagskvöld, slasaðist allmikið, þegar hann féll af bifhjóli sfnu. Kom f Ijós ,að hann hafði lær brotnað og var hann fluttur á Landspftalann. Smávægileg hækkun á mjölverði # Heimsmarkaðsverð á fiski- mjöli hefur heldur hækkað síð- ustu daga. Þorskmjöl, sem er eina mjölið, sem hægt er að hafa til hliðsjónar nú, hefur þannig hækkað úr 17 stesrlings- pundum tonnið eins og það var yfir vertíðina í 18.3 sterlings- pund. Lýsisverð hefur hins vegar haldizt nokkuö óbreytt í um 43 sterlingspundum tonniö, en það verð fékkst fyrir nokkurt magn sem seit var héðan fyrir rúmri viku. Talið er hæpið að hægt sé aö fá það verð núna. Lýsis- verðiö hefur verið frá 40 i 50 sterlingspund undanfarin tvör ár, en fyrir bann tíma lá það frá 70 til 80 sterl- ingspund. Fátt virðist gefa það til kynna að veröiö muni hækka á næstunni. 9MM Hefur Fríðrík þegar unnið Szabo i y Úrslit Fiske-mótsins i kvöld Síðasta umferð alþjóðlega skákmótsins verður tefld í kvöld, og er mjög tvísýnt um úrslitin. Rússarnir Taimanov og Vasjúkov eru efstir með tíu vinninga, eftii að Vasjúk- ov vann biðskák sína við Andrés í gærkvöldi. Friðrik hefur 9l/2 vinning samkvæmt opinberum upplýs- ingum, en skák hans við Szabo mun vera lokið þar sem Szabo þarf að taka þátt i móti í Sol- ingen i Þýzkalandi, og gengur sú saga meðal manna, að Frið- rik hafi unnið og hafi þvj 10l/2 vinning og lokiö öllum sínum skákum. Þetta hefur ekki feng- izt staðfest. Sé hins vegar svo, þurfa Rússarnir að vinna sið- ustu skákir sínar ti) að verða fyrir ofan Friðrik. Vasjúkov stendur betur að vígi, þar sem hann teflir við Braga í síðustu umferð, en Tainianov leikur gegn Byrne, sem væntanlega reynist þungur í skauti. Þá biða menn skákar Guð- mundar og Úhlmanns, sem sker úr um það, hvort Guðmundur fær helming þeirra stiga, er þarf til að hljóta alþjóðlega meistaratign í skák. Til þess þarf Guðmundur jafntefli. Guð- mundur náði í gærmorgun þeim ágæta árangri að ná jafntefli við Friðrik i maraþonskák. Aðrar biðskákir fóru þannig: Uhlmann vann Jóhann, Byrne Inga, og Vasjúkov vann bæði Byrne og Andrés. Staðan fyrir síðustu umferð er þessi: 1.—2. Taimanov og Vasjúkov 10 vinninga. 3. Frið- rik 9i/2. 4. Byrne 8i/2. 5. Uhl- mann 8. 6.-7. Szabo og Ostojic 8 7%. 8.—9. Addison og Guð- mundur 7. 10. Freysteinn 6. 11. Bragi 5Y2. 12. Ingi 5. 13. Benóný 4. 14. Jóhann 2. 15. Andrés >/.. í kvöld tefla, auk ofannefndra, Addison og Ostojic, Andrés og Ingi og Freysteinn og Jóhann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.