Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Árangurslausir fundir
í sjómannadeilunni
Kjaradeila síldarsjómanna og út-
vegsmanna hefur nú staðið í fjóra
daga, og litið borið til tiðinda.
Sáttafundir hafa verið haldnir all-
oft án verulegs árangurs, en þess
er að vænta, að skriður kæmist á
málið, ef síldin léti á sér kræla,
svo að um munaði. Fundirnir eru
haldnir í Alþingishúsinu, og sýna
myndir  þær,  er hér birtast þá,
sem standa í eldlínunni fyrir hönd
sjómanna annars vegar og útvegs-
manna hins vegar. Síðasti fundur-
inn var í gær og hófst. klukkan
fimm síðdegis, og var hann ár-
angurslaus, samkvæmt upplýsing-
um Jóns Sigurðssonar, formanns
Sjómannasambandsins. Næsti fund-
ur hefur verið boðaður á mánu-
daginn.
1
RíYKJA VIK verSur vettvangur alþ/éða-
st/ornmálanna
400 útlendingar koma til NATO-f undarins um helgína
¦ Nú um helgina munu um 400 erlendir menn koma til
Reykjavíkur vegna vorfundar utanrfkisráðherra aðiidar-
landa Atlantshafsbandalagsins, en hann hefst hér á mánu-
dagsmorgun. Reyk.javík, okkar rólega borg, mun á einu vet-
fangi breytast í þýðingarmikla stjórnmálamiðstöð, þar sem
rætt verður opinberlega sem í hljóoi um margt það, sem hæst
ber í stjórnmálunum á Vesturlöndum í dag. Tólf af fimmtán
utanríkisráðherrum aðildarlanda Atlantshafsbandalagsins"
munu hittast á árlegum vorfundum sínum, en auk þess munu
mæta til fundarins fulltrúar þeirra þriggja utanríkisráðherra,
sem ekki geta komið, þ.e. Debré frá Frakkiandi (kosningar
yfirvofandi), ráðherrann frá Luxembourg (þjóðhátíð) og ráð-
herrann frá ltalíu (stjórnarkreppa).
að betri árangur náist, ef slíkar
viðræður eru að einhverju leyti
samræmdar í stað þess að hver
sé að pukra i sínu horni.
Það hefur valdíð forráöamönn
um aðildarlanda Atlantshafs-
bandalagsins áhyggjum, hvaö
Varsjár-báhdalagið hefur aukið
hermátt sinn að undanförnu. T.
d. hefur A-Þýzkaland eitt auk-
ið hernaðarútgjöld sín á s.l. ári
um rúm 60%. Rússar hafa einn-
ig aukið mjög á flota sinn á
Miöjarðarhafi  eftir  ,,Sex  daga
stríöið" milli Araba og Israels-
manna. Miðjarðarhafið, sem hef-
ur veriö tiltölulega friðlegt
svæði, hefur síðan þá breytzt i
eldfima púðurtunnu. Floti Russa
er talinn slaga hátt upp í 6. flota
Bandaríkjamanna að því er varð
ar herskip og jafnvel talið senni
legt, að kafbátar þeirra á hafinu
séu fleiri.
Utanríkisráðherrafundurinn
mun gefa ráðherrunum gott tæki
færi til þess að ræða ýmis mál
„bak  við  tjöldin"  auk  þeirra
viðræðna, sem munu eiga sér
stað á sjálfum fundunum.
Mikill viðbúnaöur hefur verið
gerður til að hýsa allan þennan
fjölda manna meðan á fundin-
um stendur og munu fundar-
menn bua á öllum hótelum borg-
arinnar fyrir utan einkaheimili,
sendiherrabústaði og heimili
ræðismanna. Vegna erf iðleika við
að hýsa fundarmenn hafa allir
aðilar að fundinum fallizt á, að
hafa aðeins % hluta þess mann
afla, sem þeir eru vanir að hafa
á fundum sem þessum.
Urskuidur  Kjaradóms:
Utanríkisráðherrarnir, sem
mæta munu á fundinum, eru:
Rusk (USA), Brandt (V-Þýzkal.),
Harmel (Belgfu), Stuart (Bretl.),
Hartling (Danmörku), Lyng
(Noregi), Luns (Hollandi), Pipi-
nelis (Grikkl.), Nogueira (Portú-
gal), Caglayangel (Tyrklandi),
Cadieux, vararáðherra frá Kan-
ada.
Opinber dagskrá fundarins hef
ur ekki verið lögð fram, en eins
og á flestum ráðherrafundum er
ekki búizt við, að rætt verði um
hernaðarmál, nema að mjög tak
mörkuðu leyti. Harmel-skýrslan,
sem síðasti fundur ráðherranna
samþykkti í Bruxelles í- desem-
ber s.l., verður sennilega nokk-
uð rædd, sérstaklega að því ér
varðar framtíðarskipulag Atl-
antshafsbandalagsins og hvernig
bæta megi sambúð austurs og
vesturs.
Atlantshafsbandalagið er þess
mjög hvetjandi, að viðræður eigi
sér stað miili ríkisstjórna í A-
Evrópu og V-Evrópu, en telur
Lægstlaunuðu ríkisstarfs-
mennirnir hækka
# í gær var tekið fyrir £ Kjara-
dómi mál Kjararáðs fyrir hönd
starfsmanna ríkisins gegn fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs. Var
fjallað um Iaunakjör opinberra
starfsmanna, og á hvern hátt þau
skyldu breytast í samræmi við
samning ASf og vinnuveitenda frá
18. marz síðast liðnum. f lögum um
kjarasamninga  opinberra  starfs-
manna segir svo:
„Nú verða almennar og veruleg-
ar kaupbreytingar á samnings-
tímabili, og má þá krefjast endur-
skoðunar kjarasamnings án upp-
sagnar hans." Kjaradómur telur
samningana frá 18. marz gefa
m-+ 10. siöa.     i
Ökumenn akr. of HRATT í
hægri umferðinni. Árekstrar eru
of margir þrátt fyrir allan áróð-
urinn og sama spennan er að
veröa á götunum og fyrir breyt-
inguna. — Þessi harði árekstur
varð í gærdag á Hringbrautinni
— einn af mörgum. — Billinn á
myndinni skemmdist mikið og
lagðist hreinlega niður að aftan.
—  Nánar um umferðina þriðju
viku H-umferðarinnar á bls. 16 í
dag.
ísland ur NATO?
SkoBanakönnun Vísis á mánudag skýrir frá
afstöðu þjóðarinnar til þessarar spurningar
¦ A mánudaginn hefst ráð-
herrafundur NATO í Reykja-
vík. Á mánudaginn verða ef
til víll einhverjar mótmæla-
aðgerðir andstæðinga NATO.
A mánudaginn birtir Vísir
niðurstöður úr skoðanakönn-
un, um hvort þjóðin sé fylgj-
andi þvf, að Islendingar segi
sig úr NATO.
¦ Vísir  hefur  framkvæmt
skoðanakönnun, sem  að
þessu sinni nær til allrar þjóð
arinnar. A mánudag segir
frá því, hversu mikill hluti
landsmanna er mótfallinn að-
ild að Atlantshafsbandalag-
inu.
¦ Til þessa hefur skoðana-
könnun Vísis ekki náð til
allrar þjóðarinnar, en nú hef-
ur veriö kannað álit manna
í öllum sýslum landsins.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16