Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
58. árg. - Föstudagur 28. júrií 1968. - 140. tbl.
Mikill viðbúnaður hjá
útvarpi og sjónvarpi
— vegna forsetakosn'mganna
Mikill viðbúnaður er hjá hljóð
varpi og sjónvarpi nú um helg-
ina vegna forsetakosninganna
og verða dagskrár framlengdar
í tilefni kosninganna. Hljóðvarp
ið mun haf a útsendingar á kosn-
inganóttina og segja frá tölum
jafnóðum og þær berast og leika
létt lög á milli. Dagskrárlok eru
á óákveðnum tíma. Þá mun sjón-
varpið hafa aukafréttir kl. 11
á sunnudagskvöldið og segja frá
kjörsókn og verður beðið þar
til fyrstu tölur úr Reykjavík ber
ast, en gert er ráð fyrir að það
verði um kl. hálf tólf.
Klukkan átta á mánudaginn
hefst svo í sjónvarpinu sérstök
dagskrá sem helguð.. er forseta-
kosningunum. Verður skýrt frá
úrslitum og frá kosningunum á
hinum ýmsu stöðum og síöan munu
væntanlega báðir frambjóðend-
urnir koma fram í sjónvarpinu og
segja nokkur orð um úrslitin.
í kvöld eru síðustu þættirnir í
hljóðvarpi og sjónvarpi fyrir
kosningarnar, þar sem for-
setaefnin koma fram, og verða
þættirnir sendir út samtímis
í hljóðvarpi og sjónvarpi. Flytja
báðir frambjóðendurnir 10 mínútna
ávörp.
Harður árekstur í
Hveragerði í nótt
© Harður árekstur varð í Hvera-
gerði rétt eftir miðnætti í nótt,
þegar bifreið var ekið eftir Heið-
m'jrk og inn á Breiðmörk, sem er
aðalgata þorpsins, og í veg fyrir
bifreið, sem ekið var eftir Breið-
mcirk. Talsverðar skemmdir urðu
á báðum bifreiðunum, en kona,
ffþegi í annarri bifrelðinni, slas-
aðist og var flutt á slysavarðstof-
una f Reykjavík. Meiðsli hennar
voru þó ekki talin alvarlegs eðlis.
Vinsælt
mannvirki
hverfur
Það hafa margir Reykvíkingar
lagt leið sína inn á Sundlauga-
veg  og  augum  litið  niðurrif
gömlu  sundlaugarinnar.  Hún
hefur  nú  verið  jöfnuð  við
1 jörðu og eru nú aðeins fúnar
1 spýtur, þar sem áður var aðal-
I sundlaug höfuðborgarinnar. Eins
í og áður hefur verið skýrt frá
j frá   mun   Sundlaugavegurinn
j breikka og liggja yfir þar, sem
Si áður  var  hin  svonefnda  litla
v laug. Það er áreiöanlegt að marg
i ir rifja upp góðar endurminning
l ar, er þeir aka yfir, þar sem
MIKIL LEIT AÐ 9 ARA TELPU í
ÞORLÁKSHÖFN í NÓTT
— Fannst látin í fjörunni undir morgun
heita karið var.
Um 100 manna leitarlið leit-
aði í gærkvöldi og f nðtt að 9
ára gamalli telpu, sem saknað
var að heiman frá sér f Þorláks-
höfn um kvöldmatarleytið í gær.
Leitarmenn fundu lík telpunn-
ar kl. 3.30 í nótt liggjandi í stór-
grýttri fjörunni sunnan við
Norðurgarðinn, eins og þorps-
búar kalla staðinn, sem er í út-
jaðri borpsins. Eftir öllum sólar-
merkjum að dæma hafði litla
telpan fallið f sjóinn og drukkn-
að.
Móðir ..'ounnar saknaði hennar
fyrst um kl. 18 í gærdag, en taldi,
að  hún  . .-ii  einhvers staðar að I kvöldmatinn, hófu foreldrar henn-
leik mefi öðrum börnum.         ar leit um þorpið, en þegar leið á
Þegar litla telpan  kom ekki f | kvöldið, svo að telpan fannst ekki,
var gerð út skipulögð leit 100
manna. Slysavarnafélagið * Reykja-
vík var beðið um aðstoð og voru
sendir menn austur með sporhund
til þess að aðstoða við leitina og
einnig var send þyrla til þess að
leita úr lofti.
Bar það nokkuð jafnt að, að lik
stúikunnar fannst f fjörunni, og
leitarmennirnir komu að sunnan
með sporhundinn.
Siúkdómurinn lítt
//
hættuiegur fólki"
— segir Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir um
taugaveikifaraldurinn 1 Eyjafirði
Það sem óvenjulegt er við tauga-
veikibróðurinn (það er vandræða-
orð) jjarna fyrir norðan á Rúts-
stöðum í Eyjafiröi, er að hann hef-
ur drepið helminginn af mjólkur-
kúnum á bænum. Sjö mjólkurkýr
eru dauðar af siúkdómnum, en yfir
leitt hafa það aðeins verið kálfar,
sc.n hafa veikzt alvarlega, sagði
Páll Agnar Pálsson, yfirdýralækn-
ir, um typhus-faraldur þann, sem
nú hefur orðið vart við á Rúts-
stöðum. — Sjúkdómurinn er I
¦jjálfu sér ekki mjög hættulegur.
Dauðsföll hj§ fólki, sem fær sjúk-
dóminn eru mjög fá, innan við 1%
og þá yfirleitt fólk, sem er veikt
fyrir, en þetta er leiðindasjúk-
dómur með langvarandi magakveis
um.
Rútsstaðir hafa nú verið settir [
sóttkví. Þar hafa fimm af heim-
ilisfólkinu veikzt og var einn dreng-
ur lagður þungt haldinn á sjúkra-
húsið á Akureyri. Sölubann hefur
verið sett á allar afurðir frá bæn-
um til að stemma stigu við út-
breiðslu sjúkdómsins. þó að lítil
hætta sé i sjálfu sér að'sjúkdóm-
m-> 10 síöu
Þrjú íslenik skip komin
á miðin nyrðra
Þrátt fyrir yfirlýsingu LIU um oð hefja ekki veibar
— 360 milljón kr. halli hjá s'ildarflotanum vib
óbreytt sildarverb, segir LÍÚ
Sáttafundur, sem boðaður
var í síldveiðideilunni í
gær, var afboðaður, eftir
að útvegsmenn höfðu lýst
yf ir því að veiðar yrðu ekki
hafnar fyrr en viðunandi
rekstraraðstaða     yrði
tryggð. — Sitja því báðir
víð sinn keip, sjómenn og
útvegsmenn. Er nú beðið
eftir síld"rverðinu, sem
væntanlegt er einhvern
næstu daga, en það getur
ráðið mik'n um lausn deil-
unnar.
Samþykkt útgeröarmanna var
gerð á fundi LlÚ á Sögu í fyrra-
dag og segir í samþykkthini að halli
síldveiðiflotans miðað við óbreytt
verð yrði 360 milljónir króna — þar
af 172 millj. afskriftir. — Fundur-
inn fól  stjórn LlÚ að vinna að
leiðréttingu á rekstrargrundvelli
skipanna og segir ennfremur í sam-
þykkt fundarins að ekki komi
ti'I mála að semja um aukin út-
gjöld til áhafna bátanna meðan ekki
sé tryggður viðunandi starfsgrund
völlur.
Þrátt fyrir þessar vinnudeilur eru
nokkur skip komin út á síldarmiðin
og mun einn bátur, Guðbjörg ÍS,
hafa kastað á norðurslóðum, um
750 mílur NA af Austfjörðum í
gær, en ekkert hefur ennþá frétzt af
afla, enda erfitt að ná sambandi
M-*~ 10. síða
„Kuldinn hefur litil áhrif"
— segir Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri
¦ Laxveiðin er nú alls staðar hafin af krafti á Suður- og Vestur
landi og virðist veiðin vera allgóð, þð að kuldirin hafi nokkur
áhrif. - Kuldinn hefur þó minni áhrif en búast mátti við, sagði
veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson, i viðtali við Vísi í morgun. T.
d hefur veriö allsæmileg veiði í ánum f Húnavatnssýslum. 23.
júní voru komnir 19 laxar á land í Miðfjarðará, 16 í Blöndu, 4
í Víðidaká og urn 130 silungar í Vatnsdalsá (laxveiðin var ekki
hafin þar þá).
Árnar í Borgarfirði hafa gefið
sæmilega veiöi, t.d. Þverá ' og
Norðurá, en þar eru komnir um
100 laxar á land. Laxá f Leirár-
sveit er sögð fu" af' laxi og ágæt
veiöi hefur verið í Laxá í Kjós. 1
Elliöaárnum   byrjuðu  veiöarnar
mjög vel. Níu laxar veiddust þeg-
ar fyrsta daginn og mun veiði hafa
verið sæmileg þar síðan. Veiðin
hófst nú nokkuð seinna en vant
hefur verið í Elliðaánum, eða 20.
júnf. Yfirleitt hefur veiðin byrjað
10. sfða
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16