Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
58. árg. - Mánudagur 1. júlí 1968. - 142. tbl.
//
Ég óska dr. Kristjáni til hamingju
//
— sagði dr. Gunnar Thoroddsen / morgun
„Þjóðin hefur kveðið upp sinn
dóm og honum verða að sjálf-
sögðu allir að una, hvort sem
þeim er það ljúft eða leitt", sagði
dr. Gunnar Thoroddsen, sendi-
herra, þegar Vísir hafði samband
við hann um kl. 10.30 1 morgun,
en ; á voru íírslitin kunn í Reykja-
vík, Reykjaneskjördæmi, Suður-
landskjördæmi og fyrstu tölur
komnar í Norðurlandskjördæmi
vestra.
„Ég vil nota þetta tækifæri
til að þakka öllu því ágæta fólki
um land allt, sem hefur veitt
mér stuðning, lagt fram fórnfúst
starf og sýnt okkur hjónum
traust og vináttu. Ég óska dr.
Kristjáni Eldjárn til hamingju",
sagði dr. Gunnar Thoroddsen að
lokum.
Heildartölur kl. 12:20
Dr. Kristján Eldjárn 57.286 atkv. (64%)
Dr. Gunnar Thoroddsen 32.101 atkv. (36°fo)
Dr. Krístján Eldjám
verður næsti forseti ís-
lenzka lýðveldisins. Það
var Ijóst eftir þeim töl-
um, sem borizt höf ðu, er
VÍSIR fór í prentun rétt
fyrir hádegi.
Hafa yfirburðir hans i kosn-
ingunum í gær verið meiri en
almennt var búizt við. Fylgi
hans hefurverið mjög jafnt, alls
staðar yfir 60% greiddra at-
kvæða, í þeim kjördæmum, sem
lokið var við að telja f, eða
þar sem talning stóð yfir. Dr.
Kristján hlaut 61% atkvæða i
Reykjavík, og þar reyndist fylgi
hans minnst í þeim kjördæmum.
sem unnt var að átta sig á fylgi
frambjóðendanna í morgun.
Strax og líða tók á tainingu
atkvæða í Reykjavík-seint í gær-
kveldi var ljóst, aö hverju
stefndi. Ljóst var þá, að mikil
breyting þyrfti að verða á at-
kvæðatölum síðar um nóttina til
að dr. Kristján yrði ekki næsti
forseti íslands.
¦ Úrslitln í forsetakosningun-
um í Reykjavík komu flestum
mjög á óvart. Fyrstu tölur úr
Reykjavík voru 11400 fyrir
Gunnar Thoroddsen, en Kristján
hlaut þá 13100. Tölur þessar
komu kl. 23.15, en það var fyrst
viö næstu tölur, að yfirburðir
dr. Kristjáns komu verulega i
ljós, en þær sýndu: dr. Gunnar
12700, dr. Kristján 18.600. Loka-
tölur urðu sem hér segir:
Dr. Gunnar Thoroddsen:
16900 atkvæði eða 39%.
Dr. Kristján Eldjárn:
26460 atkvæði cða 61%.
Á kjörskrá i Reykjavík voru
48469, 43834 greiddu atkvæði
eða 90,4%. Auðir seðlar voru
369, ógild atkvæði 105.
Við forsetakosningarnar 1952
greiddu 29952 atkvæöi I
Reykjavík. Ásgeir Ásgeirsson,
hlaut þá 14970 atkvæöi eða ná-
lega 50% þeirra. Séra Bjarni
Jónsson hlaut 11784 atkvæði.
eða 39,1%, og Gísli Sveinsson
2053 atkvæði eða 6,9%.
Fyrstu tölur úr Reykjanes-
kjördæmi bentu til, að hið sama
yrði uppi á teningnum þar. Þær
voru: Dr. Gunnar 300 atkv. Dr.
Kristján 500 atkv. Síðar dró enn
meir sundur með frambjóðend-
unum, og áður en yfir lauk var
sýnt, að sigur dr. Kristjáns yrði
jafnvel enn meiri þar en i
Reykjavík, enda varð sú og
raunin. Lokatölur urðu þessar:
Dr. Gunnar Thoroddsen:
5908 atkv. eða 35,2%.
Dr. Kristján Eldjárn:
10876 atkv. eða 64,8%.
í kosningunum '52 hlaut Ás-
geir Ásg. 55,5% atkv. þar, séra
Bjarni Jónsson 39,6% og Gísli
Sveinsson 4,9%.
Næsta kiördæmi, sem tölur
fóru að berast úr var Suður-
landskjördæmi, en talning þar
fór fram á Hvolsvelli. Fyrstu
tölur voru: Dr. Gunnar 394 atkv.
en dr. Kristján 599 atkvæði. Er
eftir var að telja utankjörstaða-
atkvæði hafði dr. Gunnar fengið
2872 atkv., en dr. Kristján 5151
atkv.     Utankjörstaðaatkvæði
voru 964, og lokatölu i Suður-
landskjördæmi voru:
Dr. Gunnar Thoroddsen:
3161 atkv. eða 35,2%.
Dr. Kristján Eldjárn:
5820 atkv. eða 64,8%.
10  8iðU
//
_____________\___________   Dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra aö heimili sinu í Þjófiminjasafninu við Suðurgötu í morgun.
Við hjónin erum hrærð og þakklát
//
— sagbi dr. Kristján Eldjárn í vibtali v/ð Vís/ í morgun
ÍMORGUNersýntþótti
að hverju dró í kosninga
úrslitunum héldu blaða-
maður Vísis og ljós-
myndarí til fundar við
hin verðandi forsetahjón
á heimili þeirra í Þjóð-
minjasafninu.
Dr. Kristján Eldjárn og frú
tóku þessum snemmbúnu gest-
um með kostum og kynjum og
buðu þeim til stofu.
Dr. Kristján féllst á að svara
fáeinum spurningum, sem blaða
maðurinn fór fram á að leggja
fyrir hann.
„Hvað er yður efst f huga,
nú þegar sýnt er, að þér verðið
kjörinn forseti?"
„Mér er að sjálfsögðu efst i
huga þetta gífurlega mikla
fylgi sem fram hefur komiö i
þeim kjördæmum, sem þegar er
búið að telja í sem er meira
heldur en ég hafði búizt við. —
Þetta er mér efst í huga."
„Hvernig verður nú næstu
dögum varið?"
„í fyrsta lagi verð ég vita-
skuld heima i dag. Maður þarf
aö átta sig á hlutunum, hlusta
á kosningatölur og fá heildar-
niöurstöðuna, og þar fram eftir
götunum. Síðan hefði ég getað
hugsað mér að hvíla mig, þótt
ekki væri nema fáeina daga."
„Kvíðið þér fyrir einhverju,
þegar þér takið við þessu nýja
og  ábyrgðarmikla  starfi?"
„Nei, ég kvíði því ekki. Ég
veit, að bað er ýmislegt, sem
að höndum ber og fyrir liggur.
En ég kvíði því ekki."
„Búizt þér við, að þið hjónin
munið ferðast um landiö á
næstunni. svo að þjóöinni gef-
ist kostur á að sjá ykkur?"
„Ég hef alls ekki nein áform
um þetta af þeirri einf.öldu á-
stæðu, að ég hef ekki vitaö
fyrr heldur en núna í morgun.
að úrslitin mundu veröa þessi.
Ég hef ekki vilja fara að gera
skó að því, sem ég ekki vissi
hvort koma mundi fram.*'
„Gerið þér ráð fyrir þvi i
framtíðinni að geta starfað eitt-
hvað að fræðigrein yðar?"
„Ég hef alltaf sagt, að ég
gerði mér vonir um að geta
haldið sambandi við mína fræði-
grein, sem tómstundaiðju, en
það er engu hægt að lofa um
það, því að eftir á að koma 1
ljós, hvort verður nokkurt tóm
til þess. En ég geri ráð fyrir.
að hafi ég einhverjar tómstund-
ir eins og aðrir menn, þá muni
þær altént fara i bað."
„Hvernig finnst yöur nú aö
kveðja Þjóðminjasafnið, sem
B->- 10. siða
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16