Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						s ,
58. árg. - Þriðjudagur 9, júlí 1968. - 149. tbl.
Sterk íslenzk
skáksveit á al-
þjóðamót stúdenta
Aðra nótt heldur íslenzk sveit utan
til keppni á alþjóðaskákmót stúd-:
enta, sem fram fer í bænum Ybs
við Rín í Þýzkalandi. Alþjóðasam-
band stúdenta sér um þetta mót
undir verndarvæng Alþjóða skák-
sambandsins og það er Félag há-
skólastúdenta ásamt Skáksambandi
íslands, sem sendir þessa sveit ut-
an en skákmennirnir hafa að und-
anförnu æft sig fyrir þetta mót í
húsakynnum Skáksambandsins.
Sveitin sem heldur utan aðra
nótt stúdentaskákmótið er skip-
uð okkar sterkustu skákmönnum
úr hópi hinna yngri en þeir eru:
Guðmundur Sigurjónsson, sem tefl-
ir á 1. boröi, Bragi Kristjánsson á
2.  borði,  Haukur Angantýsson  á
3.  borði, Björgvin Víglundsson á
4.  borði og varamenn eru Jón
Hálfdánarson og Björn Theódórs-
son. Þessir ungu; skákmenn hafa
staðið sig mjög vel í mótum að
undanförnu. — Guðmundur er sem
kunnugt er skákmeistari íslands í
ár og á góða von í alþjóðlegum
skákmeistaratitli. Bragði er skák-
meistari Reykjavíkur frá í vetur
og Haukur varð annar á Skákþingi
Islands í vetur á eftir Guðmundi
Sigurjónssyni.
Binda menn talsverðar vonir við
þessa sveit, en samkeppnin veröur
erfið þar sem saman koma sveitir
frá 24 þjóðum, og er það meiri
þátttaka en á síðasta skákmöti.
Vfða f borginni má sjá sláttumenn að verki. Hér sjáum við einn þeirra, en spurningin er nú, hver
fær að nýta heyið?
Samvinmi ýmissa aíila þarf til að
verka og safna heyinu samanr
— segir búnaðarmálastjóri — Reykv'iskir fjár- og hrossaeigendur telja
borgarlandið þegar fullnýtt fyrir bústofn Jbe/Vro
D Ef samkomulag næðist
milli hinna ýmsu aðila, sem
hagsmuna eiga að gæta, um
nýtingu þurrheys af grasíendi
innan borgarmarka Reykja-
víkur, yrði þaS afar auðvelt
að koma því í framkvæmd,
sagði Halldór Pálsson, búnað-
armálastjóri í viðtali við VÍSI
í morgun, er blaðið sneri sér
til hans vegna þeirra blaða-
skrifa og umræðna, sem um
þetta mál hafa orðið. Hann
sagði, að búast mætti við, að
ekki yrði nema kostnaðurinn
einn, ef Búnaðarfélagið færi
af stað á eigin spýtur, bví að
öll tæki og hlöðupláss vant-
aði.
Hins vegar væri annaö uppi á
teningnum, ef þeir sem hafa yfir
tækjum að ráöa, kæmu sér sam-
an um að vinna þetta verk. Ef
þeir, sem gætu safnað heyinu
saman af blettum hjá fólki, sem
áhuga hefði. vildu taka þetta
að sér í kvöldvinnu, og næðu
samvinnu við þá, sem gætu verk
að og geymt heyið, þá yrðu mik-
ið not af þessu heyi.
Þá hefur blaðiö fengið hring-
ingar frá hrossa- og fjáreigend-
um í borginni, sem telja það af
og frá að fara að nýta heyið á
þennan máta. Segja þeir, að
graslendi innan borgartakmarka
Reykjavíkur sé þegar fullnýtt af
borgurum, sem stundi buskap
í hjáverkum, og þeir hefðu sið-
feröilegan rétt til að nýta og
verka heyið fyrir sínar skepnur.
Kváðu ýmsir aðilar þetta ein-
róma álit þeirra, sem hér ættu
hlut að máli.
Dr. Kristján Eldjárn og
frú viðstödd brúðkaup
Haralds krónprins
— Fékkst ekki staðfest á skrifstofu
forseta Islands í morgun
¦  1 norska blafiinu Handels- og i Osló  29.  ágÚ3t  n.k.  Frétt  þessi
sjöfartstidende 6. júli er skýrt frá j fékkst því miður ekki staðfest f
| þvf afi næsti forseti Islands, dr. ¦ morgun, þar sem skrifstofa forseta
: Kristján Fldjárn os frú hans muni i islands svarar ekki fyrir dr. Krisi j-
verfia vifistödd brúðkaup Haralds | án Fldjárn, sem tekur við embætti
krónprins Noregs og Sonju Ilar-
aldsen, en brúðkaupið fer fram f
1. ágúst, að þvf er skrifstofan upp-
m-r> 10 siðu
Siglfirðingur
með 70 tonn
Á Siglufirðl var landað í gær
tæpum 70 tonnum úr togaranum
Siglfirðing, sem kom á laugardag-
inn, en um helgina hefur ekkert
verið unnið í ishúsinu vegna af-
mælishátíðarinnar. Togbáturinn fór
út á miðin i gær.
„Við náðum að klára það, sem
fyrir var, áður. en við gerðum hlé
yfir helgina. Tókum bara af Hring
þarna átta tonn, sem við byrjuðum
á til vinnslu I gær," sagði Björn
Friðbjarnarson, verkstjóri, í sam-
tali við VÍSI í morgun.
„Hafið þið haft undan?"
^—y in «f*<»
Orlofsheimili Alþýðusambands
Norðurlands tekin í notkun
— Þrjú bús þegar tekin / notkun,
— 15 reist ; 7. áfanga
Orlofsheimilin eru mjög vistleg og skemmtilega innréttuð
D Á laugardag voru tekin í
, notkun fyrstu þrjú orlofshús
Alþýðusambands Norður-
lands að Illugastöðum í
Fnjóskadal, af 15 húsum alls,
sem reist verða í þessum á-
fanga framkvæmdanna að
Illugastöðum. Gert er ráð fyr-
ir, að hvert hús, sem er 58
fermetrar að stærð, byggt úr
timbri með verbnd, stóra
stofu og 3 svefnherbergi, eld-
húsi, snyrtiherbergi og baði,
kosti nálægt '/•> miiljón króna
fullgert með innbúi, en húsin
eru f eigu Verkalýðsfélaganna
á Norðurlandi.
Framkvæmdir  við  byggingu
húsanna hófust fyrir um 13 mán
uðum, og eins og fyrr
greinir voru 3 hús tekin í notk-
un á laugardag, og grunnar eru
tilbúnir fyrir tvö hús til viðbót-
ar.
Það var Alþýöusamband Norö
urlands, sem festi kaup á jörð-
inni Illugastöðum með það fyrir
augum að reisa þar orlofsheim-
ili. Jörðin er 12-15 km suntfan
við Fnjóskárbrú við Vaglaskóg,
m-> 10. síða
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16