Vísir - 21.10.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 21.10.1968, Blaðsíða 9
9 EfcJ „Teljið þér æskilegt, að komið verðii á einmenn- Teng Gee er raunar af þjóð- erni alls ólíku hinu vestræna Hún er kínversk aö ætt og uppruna, svo það var kannski ekki furða þótt hún væri svo- lítið smeyk við heilan hóp afkomenda hinna norrænu vík- inga, samankominn í leikskóla. Teng Gee Sigurðsson (i miðjunni) ásamt leikurunum þremur. Þau sýna okkur þama svip- myndir úr stuttum harmleikjum, sem fluttirverða fyrir skólafólkið og Teng Gee grípur að> eins inn í til þess að leggja áherzlu á eitthvað. VISIR . Mánudagur 21. október 1968. Siguröur Jónsson, sölumaður. Ég hef ekkert hugleitt þaö og get því ekki svaraö því. ingskjördæmum I kosn- ingum til Alþingis?“ Herluf Clausen: „Jú, ég er hlynntur því, að sú breyting verði. Kjósendur komast í nán- ara samband við þingmann sinn. Auk þess mundi kosninga- baráttan veröa skemmtilegri — ekki eins þurr. Guðrún Clausen: „Nei, ég er á móti breytingunni. Skipulagið er ágætt eins og það er núna.“ Unnur Færseth: „Ég hef ekk- ert um þetta mál hugsað, og þess vegna get ég varla tekiö ákveðna afstöðu til þess.“ Einar Guðjónsson, útvarps- virki. Það gæti verið æskilegt, en erfitt að spá í það að lítt könnuðu máli. Ég er svo lítið inni í þessu. Látbragðslistin krefst mikillar þjálfunar. Leikararnir Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Magnús og Guðmundur Magnússon kynna meðal annars fyrir skólanemendum brot af þeim æfingum, sem nauðsynlegar eru fyrir látbragðsleikarann. Tærasta listgrein, sem hugsazt getur — Segir Teng Gee Sigurðsson um mimuna hún stjórnar æfingum fyrir skólakynningu á mimulist — HVAÐ ER LÁTBRAGÐSLEIKUR ? Með þessa spumingu í huga lögðu blaðamaður og Ijósmyndari Vísis leið sína í Lindarbæ fimmtu- dagskvöldið var, til þess að hitta þar að máli Teng Gee Sigurðsson. En hún vinnur nú ásamt þremur leikurum að því að æfa stutta dagskrá til kynning- ar á mímulist, eða látbragðsleik. Þessi kynning verður á vegum leikfélagsins Grímu í nokkrum skólum í Reykjavík seinna í vetur. — TTreyfjng eða leikur án orða . .. Það er allt allt og sumt, sem fólk veit um mímu, segir Teng Gee, þegar við spyrjum hana, hvaöa hug- myndir fólk almennt geri sér um þessa aldagömlu listgrein, sem þróaöist og náði miklum vinsældum með Rómverjum til foma. Það var upphaf hinnar klassísku látbragðslistar, sem lifað hefur allt fram á vora daga. — Míma er tærasta listgrein, sem hægt er að hugsa sér, held- ur Teng Gee áfram. Hún er stórkostleg tjáning, ef lista- maðurinn leggur hug og hjarta í túlkun sína. — Mímu er hægt að sýna hvaða áhorfendum sem er, ungum jafnt sem gömlum og hvaða tungu sem þeir tala. En að baki slíkri list liggur endalaus þjálfun og ströng. Teng Gee lauk prófi í mímu- list frá The London Academy of music and Drama Art“ árið 1958, en hafði áður stundaö nám í „The Hartley-Hojder School of Dramatic Art". — Ég gerði mér engar vonir um að fást neitt meira við mím- una, eftir að ég fluttist til Is- lands. Ég varð þess vegna bæði undrandi og glöð, þegar Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, bað mig um að taka að mér keimslu við leiklistarskólann. Ég vissi eiginlega ekki hvort ég ætti að segja já eða nei. — Ég þekkti ekkert til nemendanna og vissi ekki hvernig þeir myndu bregð- ast við. Það eru ákafiega fáir, sem þekkja nokkuð til þessarar listgreinar hér á landi. — Þeir leikarar, sem stundað hafa nám í leikskólum erlendis, til dæmis í Englandi hafa að vísu kynnzt henni og lært eitthvað, en þar með var allt upptalið ... Ég hefði ekki þurft aö óttast þetta. Nemendumir voru sér- staklega áhugasamir og ákafir í að iæra og þessi áhugi hefur farið vaxandi með hverju ári liggur mér við að segja. jþað eru einmitt tveir af fyrr- verandi nemendum hennar í Leiklistarskóla Leikfélagsins, sem nú eru að æfa þetta kynn- ingarprógram undir hennar stjórn, ásamt Kristínu Magnús, leikkonu. Þau sýna okkur æfingar, sem ætlaöar eru til þjálfunar fyrir látbragðsleikara. Látbragðsleik- ari verður að hafa fullkomið vald yfir öllum hreyfingum sínum. Þær verða að vera hnit- miðaöar, hver hreyfing þjónar vissum tilgangi. Hreyfingar lát- bragðsleikarans verða að vera einfaldar, stórar og skýrar. — Þessi list krefst alhliða þjálfun- ar, líkamlegrar og andlegrar. Hver hluti líkamans hefur hlut- verki að gegna og leikurinn krefst allrar einbeitingar túlk- andans. Látbragðsleikari á til dæmis að geta sagt heila sögu með andlitinu eöa jafnvel aðeins hluta þess, til dæmis augunum, spegli sálarinnar. — Ef til vill mætti kalla þau ,,tal“ látbragðs- leiksins. Hendurnar þjóna oft miklu hlutverki, eins og látbragðs- snillingurinn Marcel Marceau, sem hér . _r á ferð í vor, sann- aði áhorfendum sínum, en hann byggir einn þátt sinn nær ein- göngu á handahreyfingum og kallar hann einfaldlega „hend- urnar.“ jgftir aö búið er aö gefa ör- litla hugmynd um þjálfun látbragðsleikarans snúa þau sér að leiknum sjálfum og byrja á stuttum gamanleik, síöan sýna þau okkur þrjá harmleiki og kynningunni lýkur í látbragös- leik með tónlist. En tónlist get- ur gegnt mikilvægu hlutverki í látbragösleik. — „Músikmíma krefst hins vegar mjög mikillar þjálfunar. — Aðeins þrautþjálf- aðir látbragðsleikarar geta not- að sér tónlistina til hlítar. — 13 síða. Þau flytja einnig kúnstuga’ gamanleik með tónlist og lesendur geta sennilega vel ímyndað sér hvað þetta fólk er að gera á myndinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.