Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 1
50 ár F ullveldi Islands Ríkisfáninn dreginn að hún slaginu klukkan 12 á há- degi 1. desember 1918 var rikisfáni íslands i fyrsta skipti (* jginn að húni á flaggstöng- inni á kvisti stjómarráðshúss- ins við Lækiartorg. Þar með var langþráðu marki náð í sjálf- stæðlsbaráttu þjóðarinnar. ís- land var orðið frjálst og full- valda ríki, þó að enn skyldi það haldast í 25 ár í konungssam- bandi við Danmörku. Það var sérkennilegt við þennan sigur íslendinga, að hann haföi náðst með friðsam- legum samningum. Og því at- hyglisverðara var það, að þetta gerðist í lok blóðugustu og hrikalegustu styrjaldar, sem gengið hafði yfir heiminn fram til þess tíma. Aðrar þjóðir höfðu fórnað lífi og blóði fyrir frelsið. En Islendingar höfðu ekki keypt það þvi verði. Hálf öld er nú liðin frá þess- um sögufræga degi. Þrátt fyrir þau gleðitíðindi, sem hann boð- aði, hvilir yfir honum í minn- ingunni dimma og drungi. Og þó vildi svo til, að hann var fyrsti bjarti og 'ieiðríki dagurinn eftir langvarandi rigninga- og súldar- kafla. Andvari ' 'v um bæinn og svipti með morgninum á brott súldinni. Það var frost- laust og bjart veður. En hvernig stóð þá á því, að á þessari stærstu sigurstund íslenzku þjóðarinnar var fátt um hátíðahöld? Frelsinu var að- eins fagnað með stuttri útisam- komu víð stjórnarráöshúsið um það bil, sem fáninn var dreginn að húni og síðar um daginn var haldin guðsþjónusta í dómkirkj- unni. Frekari viðhöfn var þar ekki. Svo vildi til, að atburðurinn gerðist rétt í lok heimsstyrjald- arinnar, en á síðasta hluta henn- ar hafði afleiðinganna gætt verulega á íslandi í vöruskorti, atvinnuleysi og fjárhagskreppu. Mörgum innlendum og erlend- um skipum i íslandssiglingum hafði verið grandað af kafbát- um og tundurduflum. En þó vó það enn þyngra, ■ að i mánuðinum á undan, í nóvember 1918 hafðj geisaö hér drepsótt, sem varpaði drunga og sorg yfir bæinn. Á þremur vikum létust nærri 300 manns úr spænsku veikinni í smábæ meö aðeins um 16 þúsund íbú- Ium. Fjöldi annarra var hætt kominn og lá illa haldinn á sóttarsæng, heilu fjölskyldurn- ar lágu bjargarlausar og flestir áttu um sárt ið binda vegna ástvinamissis. Um tíma leit út fyrir, að ekki yrði. hægt að hafa nein hátíðahöld í bæn- um í tilefni þessa merkisvið- buröar. En síðustu dagana i nóvember rénaði sóttin þó held- ur og var þá ákveðið á síðustu stundu að efna til hátíðasam- komunnar, en lögð á það á- herzla að láta hana standa sem 55 í DAG BYRJAR Þegar ráðherrann hafði sleppt orðinu, var hinn nýi ríkisfáni dreginn í fyrsta sinn á stöng yfir dyrum stjórnarráðshússins. Er fáninn var kominn að hún, á mínútunni kl. 12 var vind- m SAGA“ skemmstan tíma, þar sem bú- izt var við að margir þeirra, sem mættu þar, yrðu nýstignir upp af sóttarsæng, svo að ekki mætti hætta á að fólk ofreyndi sig. Ýmis dæmi eru þess, að menn iangaði til að vera við- staddir athöfnina, en treystu sér ekki, þar sem þeir voru í sárum eftir ástvinamissi. Tilkynnt var í blöðum sam- dægurs, að athöfnin myndi hefjast stundarfjórðungi fyrir b-í'-’egi og skyldi hún aðeins standa hálftíma. Var það ekki sérlega fjölmennur hópur, sem safnaðist saman, líklega einhver staðar á milli 500 og 1000 manns. Varðskipið Islands Falk, sem var sérstaklega ætlaö til varð- gæzlu við íslandsstrendur hafði komið i höfn nokkru áður og gen-"i um 20 matrósar af því í land fylktu liði með byssur við öxl og stilltu sér upp í heiðursfylkingu neðan til á stjórnarráðsblettinum, í beinni línu milli myndastyttanna, sem stóðu á blettinum, styttu Krist- jáns 9. konungs, sem enn stend- ur þar á sínum stað og styttu Jóns Sigurðssonar, sem þá stóð þar sem stytta Hannesar Haf- steins er nú. Áhorfendur röðuðu sér mest fyrir aftan þessa heiöursfylkingu en einnig í hring upp til hliða og á stéttina fyrir framan stjórnarráðið. En þar í miðjunni, við anddyri hússins stóðu ráðherrar, forset- ar alþingis, biskup, erlendir konsúlar, þeirra á meðal enski konsúllinn Mr. Cable, sem verið hafði voldugastur maður á ís- landi á styrjaldarárunum, þar sem heita mátti, að hann réöi yfir allri útflutningsverzlun landsins. Á blettinum stóð og Lúðrasveit Reykjavíkur, en var heldur þunnskipuð, þar sem margir meðlimir hevinar voru enn sjúkir og þótti leikur henn- ar þvi ekki takast vel. Athöfnin hófst með því, að lúörasveitin tók að leika Eld- gamla Isafold, hinn gamla þjóðsöng Islendinga, og fundu menn fyrir því nú sem oft áður, að lagið var hið sama og við þjóðsöng Englendinga. Það vildi nú svo til, að for- sætisráðherra Islands, Jón Magnússon, sá sem mestan hlut átti í því að samkomulag náðist við Dani, var fjarverandi. Hann hafði einmitt þurft að sigla út til Kaupmannahafnar til að undirrita með konungi þau lög sem voru forsenda hins íslenzka fullveldis. Daginn áður hafði hann undirritað Sambandslögin með konungi og konungu/ gefið út úrskurð um Islenzkan ríkis- fána. I fjarveru hans fór Sigurður Eggerz meö embætti forsætis- ráðherra og steig hann nú fram og flutti aðalræðuna, sem þó var mjög stutt, stóð tæpan stundarfjórðung: „Þessi ' gur er mikill dagur í sögu þjóðar vorrar. Þessi dag- blærinn það mikill að fáninn þandist. Það er athyglisvert, hve fán- inn var mikilvægt tákn á þess- ari hátíðastund. Engin formleg sjálfstæðisyfirlýsing var upp lesin. Hún fólst aðeins í þeirri táknrænu athöfn að draga rík- isfánann að hún. I þrjú ár höfðu íslendingar haft hinn þrí- lita landsfána, og bak við það stöð löng fánabarátta. En mik- ilvægi þessa fána, sem nú hófst að húni, var í því fólgið, að hann var ríkisfáni, það er að segja hann var klofinn í end- ann. Að vísu hafði ekki gefizt tóm til þess eða var ekki hugsað út í það að sauma klofinn fána í réttum hlutföllum, heldur hafði aðeins verið tekinn venjulegur fáni og klippt upp í hann til að mynda hinn fyrsta klofna ríkis- fána. Síðan var kvartað yfir því opinberlega í blöðum, að ekki skyldi hafa verið hugsað út í að gera réttan fána. Þessi fyrsti ríkisfáni íslands, sem var búinn til í svo miklu skyndi er nú varðveittur á Þjóðminjasafninu. I sama mund og íslenzki rík- isfáninn mætti húni efst á stöng, kváðu við fallbyssuskot frá höfninni, hver reiðarþruman 13. síða. Fullveldisdagurinn 1. desember 1918. Athöfnin fyrir framan stjórnarráðshúsið. Danskir sjó- liðar af Islands Falk standa í heiðursfylkingu á blettinum og fáninn rís að húni. Þar með komst ísland í tölu alþjóðlega viðurkenndra ríkja. ur er runninn af þeirri baráttu, sem háð hefur verið 1 þessu landi allt að því í heila öld. Hún hefur þroskað oss barátt- an, um leið og hún hefur fært oss að markinu. Saga hennar verður ekki sögð í dag. Hún lifir í hjörtum þjóðarinnar. Þar lifir einnig minning þerra, sem með mestri trúmennsku hafa vakað yfir málum vorum. Hér engin nöfn. Þó aðeins eitt, sem sagan hefur lyft hátt yfir öll önnur á sínum breiðu vængjum. Nafn Jóns Sigurðssonar. Hann var foringinn, meðan hann lifði. Og minning hans hefur sfð- an hann dó verið leiðarstjama þessarar þjóðar. I dag eru tíma- mót. I dag byrjar ný saga, saga hins viðurkennda íslenzka rik- is.“ Og Sigurður Eggerz lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Fán- inn er tákn fullveldis vors. Fáninn er ímynd þeirra hug- sjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Hvert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans. Hvort sem það er unnið á höf- unum, í baráttunni við brim og úfnar öldur, eða á sviöi fram- kvæmdanna, eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri, sem þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar og kon- ungs vors. Vér biðjum alföður að vaka yfir íslenzka ríkinu og konungi vorum. Vér biðjum alföður að styrkja oss til aö lyfta fánanum til frægðar og frama. Gifta lands vors og konungs vors fylgi fána vorum. Svo drögum vér hann að hún.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.