Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. desember 1966 - 47. árg. 283. tbl. - VERÐ 7 KR. 2501 árekstur fyrstu 11 mánuði þessa árs Árekstrar það sem af er þessu ári fram að 1. desember liafa orð- ið í Reykjavík 2501 og hafa í þeim slasazt 399 manns, dauða- slys hafa orðið 6. í fyrra urðu 2.738 árekstrar og slys í Reykja- vík. í þeim slasaðist 389 manns Gamalt tré fellt í GÆR var unnið að því að fjarlægja tré á lóð Landssímans við Austurvöll. Hér mun vera um að ræða eitt elzta tré í bænum og verður ugglaust mörgum bæjarbúa eftirsjá í því. Fyrirhugað er að byggja stórhýsi á þessari lóð og var því nauðsynlegt að fjar lægja þetta gamla og virðu- lega tré. (Mynd Bjarnl.). og 8 dauðaslys urðu. Slys á böm- um hafa verið mjög tíð í ár eða 97 en voru allt árið í fyrra 66. í desembermánuði í fyrra urðu 288 árekstrar og varð í þeim mánuði hæst árekstratala ársins, en aftur á móti urðu þá fæst slysin. Árið 1962 urðu árekstrar 2.180, árið 1963 2.451 og árið 1964 2.509. í júlí í sumar urðu árekstrar 210, en 215 í fyrra, samsvarandi tölur í ágúst eru í ár 208, í fyrra 235, í september 225, í fyrra 260, í októ- ber 239, í fyrra 248, í nóvember fóru svo árekstrarnir upp í 280, sem er mjög há tala, en voru í nóvember í fyrra 204. Flestir hafa árekstrar orðið á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns, Miklu- brautar og Lönguuhlíðar og Grens ásvegar og Miklubrautar. Á gatna- mótum Hofsvallagötu og Hring- brautar hefur einnig orðið mikið um árekstra. Endurskoöa þarf stjórn kerfi Reykjavíkurborga Reykjavík, — EG. Önnur umræða um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurbergar hófst á fundi borgarstjóruar klukkan 5 í gærdag. Stóð' fundurinn cnn er blaðið fór í prentun um miðnætt ið'. í upphafi fundár í gær gaf borgarstjóri, Geir Hallgrímsson yfirlit um framkvæmdir á þessu ári og skýrði nýja framkvæmda- áætlun, sem lögð hefur verið fram og gildir fyrir árin 1967-70. Fulltrúar Alþýðuflokksins flytja að þessu sinni engar breytingar- tillögur við fjárhagsáætlunina, og í umræðunum í gær gaf Óskar Hallgrímsson svohljóðandi vfirlýs- ingu um málið, sem var bókað: „í sambandi við afgreiðslu Munið HAB Opið til 10 frumvarps að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1967, óska borgarfulltrúar Alþýðu flokksins að taka fram eftirfar- andi: Það er skoðun borgarfull- trúa Alþýðuflokksins að brýnasta viðfangsefni íslenzkra efnahags- mála nú, sé stöðvun verðbólgunn ar og að opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, liafi öðrum fremur skyldum að gegna í þeim efnum. Ríkisstjórn og Alþingi hafa nú tekið forustu um verðstöðvun sem er veigamikill þáttur baráttunnar gegn verðbólgunni. Við lítum á þá viðleitni til hóf semi sem að okkar dómi birtist í frumvarpi því að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1967, sem hér er til meðferðar sem vfirlýsingu meirihluta borgar- stjórnar um stuðning við þessa stefnu svo langt sem hann nær. Það er álit borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins að sú megin stefna sé eins og á stendur rétt, að st.illa í hóf annars vegar skatt- heimtu borgarsjóðs, sem vaxið hef ’ir hlutfallslega á síðari árum, og hins vegar rekstursgjöldum, þótt við hefðum kosið að ganga lengra | er á samkvæmt þeirri áætlun sem á þeirri braut að draga úr rekst- hér liggur fyrir. urskostnaði borgarinnar en raun Framhald á 15. síðu. í ár hafa verið fluttir inn 5036 bílar, á sama tíma í fyrra 3164 «g allt árið í fyrra 3.900 bílar. A ár- inu hafa verið gefin út meira en 1900 ökuskírteini. FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN FIMMTUGUR Fimmtíu ár eru í dag liðin frá stofnun Framsóknarflokksins, e*. hann var stofnaður 16. d.-sember 1916. Fyrsti formaður ílokicsins og aðal hvatamaður að stofnun hans var Jónas Jónsson frá Hriílu, síð- ar ráðherra. Framsóknarflokkurinn hefur á þessu tímabili átt aðiid að mörg- um ríkisstjórnum og Hermann, Jónasson, sem lengi var formað- ur flokksins var forsætisráðherra margra ríkisstjórna, síðast vinstri stjórnarinnar svokölluðu írá 195® til 1958. Núverandi form. Fram- sóknarflokksins er Eysteinn Jóns- son fyrrum ráðherra, en varafor- maður flokksins er Óíafur Jóhann. esson prófessor. Flokkurinn mun. í dag minnast þessa afmælis m.a. með stækkaðri útgáfu af Tíman- um og móttöku síðari hluta dags- ins. || Walt Dlsney látinn LOS ANGELES, 15. des. (NTB Reuter) — Walt Disney, kon- ungrur teiknimyndanna, lézt í dag í Rurbanck I Kalifomíu, 65 ára að aldri. Fyrir hálfum mánuði var Disney fluttur á sjúkrahús, þar sem tekið var úr honum vinstra lungað. Eftir uppskurðinn var sagt að Disney gæti aftur haf- ið vinnu eftir einn og hálfan mánuð. Hann lézt þegar hann fór aftur á sjúkrahús til venju- legrar rannsóknar. Dlsney var höfundur flestra kunnustu teiknimyndahetja Hollywoods, m.a. Mikka Músar sem fýrst kom fram í kvikmynd 1928. Fyrsta teikhimynd hans af venjulegri lengd var „Mjall- hvít og dvergarnir sjö“ (1937). Seinna gerði hann margar vin- sælar teiknimyndir eins og „Fantasíu", „Bambi“, „Ösku- busku“ og margar aðrar. Á siðari árum var Disney önnum kafinn við hinn gífur- lega stóra skemmtigarð sinn, Disneyland, í Suður-Kaliforn- íu, sem hundruð þúsunda gesta' heimsækja ár hvert, þeirra á meðal margir erlendir stjórn- málamenn, sem koma í heim- sókn til Bandaríkjanna. Auk Mikka Músar var Andr- r ramhald á 13. si

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.