Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bókasafniš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bókasafniš

						Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
Landsaðgangur að rafrænum
gagnasöfnum og tímaritum:
þróun skipulagsheildar
Inngangur
Greinin byggir á lokaritgerð höfundar til meistara-
prófs í opinberri stjórnsýslu (MPA) við Háskóla
Islands vorið 2006.l Fjallað er um þróun Landsað-
gangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á
Islandi 1999-2006 en í ritgerðinni er gerð grein fyrir
rannsókn þar sem Landsaðgangurinn var skoðaður
út frá kenningum um þróun skipulagsheilda og lífs-
hlaup þeirra og út frá umhverfislegu sjónarhorni.
Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um hvernig
staðið skuli að málum í nánustu framtíð. Gerð var eig-
indleg rannsókn þar sem gögn frá Landsaðganginum
og um hann voru skoðuð og greind og tekin voru
viðtöl við innkaupanefnd Landsaðgangsins sem starf-
aði á þeim tíma sem rannsóknin var gerð. Nefndinni
var ætlað það hlutverk að velja efni sem keyptur var
aðgangur að og sjá um skiptingu kostnaðar milli
greiðenda.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að vilji
sé til að halda verkefninu áfram. Landsaðgangurinn
hefur náð að þróast sem skipulagsheild, frumstig og
bernska eru að baki og hann er nú á þróunar- eða
vaxtarskeiði. Allar forsendur eru til þess að hann fær-
ist af þróunarskeiði yfir á þroskaskeið, en á því skeiði
er skipulagsheildin fullmótuð og starfar af mestum
krafti. Til þess að það megi verða þarf að styrkja
starfsemi Landsaðgangsins, ná betri tengingu við
umhverfið, móta skýra stefnu og gera alla framkvæmd
skilvirkari og markvissari.
Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og
tímaritum er e.t.v. betur þekkt undir nafninu www.
hvar.is. Vorið 2006 var á hvar.is rafrænn aðgangur að
12 gagnasöfnum, rúmlega 8000 altexta tímaritum,
auk útdrátta úr greinum í yfir 1800 tímaritum, þremur
alfræðiritum og einni orðabók. Aðgangurinn er bund-
inn við notendur á íslandi sem eru tengdir íslenskum
netveitum. I greininni er notað orðið Landsaðgangur
um verkefnið þar sem hvar.is vísar frekar til upplýs-
ingasíðu Landsaðgangsins fyrir notendur.
Landsaðgangurinn er verkefni á vegum mennta-
málaráðuneytisins um áskriftir að rafrænum gögn-
um fyrir íslendinga. Um 200 íslensk bókasöfn
greiða fyrir aðganginn að mestu leiti en ráðuneytið
tekur þátt í greiðslunum auk þess að greiða fyrir
rekstur og umsýslu sem Landsbókasafn íslands -
Háskólabókasafn sér um. Landsaðgangurinn hófst
23. apríl 1999 þegar formlega var opnað fyrir aðgang
Islendinga að Encyclopaedia Britannica.
Fræðileg umfjöllun
Skrif um Landsaðganginn hafa að mestu verið yfirlits-
greinar þar sem framvinda verkefnisins er rakin og
gerð grein fyrir ávinningi þess að allir landsmenn
hafi aðgang að því efni sem þar er. Einnig hafa birst
nokkrar greinar sem flokka mætti sem hvatningu eða
kynningu á verkefninu.
Árið 2000, áður en hinn eiginlegi landsaðgangur
hófst, kannaði Erna G. Árnadóttir tímaritaáskriftir
íslenskra bókasafna. Niðurstöður könnunarinnar voru
notaðar sem grundvöllur samninga Landsaðgangsins
við útgefendur og birgja.2 Þóra Gylfadóttir og
Þórný Hlynsdóttir skoðuðu samspil aukins aðgangs
að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum og milli-
safnalána með því að bera saman notkunartölur
fyrir efni Landsaðgangsins og tölur um millisafna-
lán í Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni.
Rannsókn þeirra nær yfir tímabilið 2000-2005 og
fram kemur að eftir að Landsaðgangurinn hófst hefur
millisafnalánum í gegnum safnið fækkað.3 Guðrún
Pálsdóttir, Sigrún Klara Hannesdóttir, Sólveig
Þorsteinsdóttir, Sveinn Olafsson og Þóra Gylfadóttir
hafa öll fjallað um Landsaðganginn eða aðdraganda
hans bæði á innlendum og erlendum vettvangi.4
1 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir. 2006.
2  Erna G. Arnadóttir. 2001.
3  Þórný Hlynsdóttir og Þóra Gylfadóttir. 2004. - Þóra Gylfadóttir og
Þórný Hlynsdóttir. 2006.
4  Sjá t.d. Guðrún Pálsdóttir. 2002. - Sigrún Klara Hannesdóttir. 2005.
-Sólveig Þorsteinsdóttir. 2001 -Sólveig Þorsteinsdóttir. 2005. -Sveinn
Ólafsson. 2003. - Þóra Gylfadóttir. 2003.
BÓKASAFNIÐ 31. ÁRG. 2007
37
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92