Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 129
og niðjar lians
25
unni ( Kaupmannahöfn; Gunnar Jón Magnússon, f. 11. nóv.
1889, lögfræðingur, og Sigríður Lovísa, f. 10. septbr. 1891,
gift Georg Andersen, skrifstofustjóra og forstöðumanni fyrir
íslensku deildinni í Sameinaða gufuskipafjelaginu.
Annar sonur sjera Magnúss var Sigfús bóndi í Ne-
braska í Ameríku, en ein dætra hans, Ingibjörg, giftist Júlíusi
Halldórssyni lækni
Tvö yngstu börn sjera Jóns á Grenjaðarstað, sem upp
komust, voru Margrjet, fædd um 1812, gift Edvald
Möller verslunarstjóra á Akureyri og áttu þau 10 börn, og
HalldÓr, bóndi að Geitafelli í Helgastaðahreppi. Hann var
tvígiftur og átti mörg börn.
Þetta er nóg til að sýna, hve kynsæll sjera Jón Jónsson
varð og Þorgerður Runólfsdóttir. Flestir hafa niðjar þeirra borið
beinin á íslandi, en allmargir eru nú í Danmörku og einhverjir
að líkindum í Ameríku. B. Th. M.
Tveir í’jódverjar.
Vjer mintumst í fyrra þriggja Svía, er hafa unnið mikið gagn
fornnorrænum og forníslenskum fræðum. Vjer viljum í ár
minnast tveggja þýskra fræðimanna, er hafa unnið á líkan
hátt, og þó eru fleiri er geta mætti en þessir tveir, en þeir
eru nú elstir þeirra manna á í’ýskalandi, er fslensk fræði hafa
stundað. J’að eru þeir Hugo .Gering, prófessor í Kiel og
Eugen Mogk, prófessor í Leipzig.
Hug'O Geringf er borinn 21. sept. 1847, og hefur þá
nú þrjá um sjötugt.
Að enduðu námi (í Halle) varð hann fyrst docent og
aukaprófessor í nokkur ár, eins og títt er með Þjóðverjum,
og hneigðist frá því fyrsta að germönskum og sjerstaklega ís-
lenskum fræðum.
í Kiel hafði verið prófessor f norrænum fræðum frá því
að Holtsetaland var undir Dönum. Þessari kennarastöðu var
haldið, þegar Þjóðverjar tóku landið 1864 og varð þá hinn
góðkunni fræðavinur Th. Möbius prófessor þar. En er hann
varð að segja af sjer vegna heilsubrests 1889, var ekkert
eðlilegra en að skipa H. Gering í hans stað, og þar hefur
hann setið síðan. Gering hafði gefið út Finnbogasögu ramma
1879 nákvæmlega eftir aðalhandritinu með nákvæmum for-
mála, og svo ýmsum orðaskýringum og orðamun. Samtfmis
gaf hann út hinn litla Ölkofraþátt eftir sama handriti. Hann
vandist þannig snemma við að lesa íslensk handrit.
f’jóðverjar höfðu að mestu látið eddukvæðin til sfn taka