Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu 150 kr. 80. og 81. árgangur - 205. tölublað Ráðherra ræðst á N eytendasamtökin Neytendasamtökin íhuga málssókn vegna Pósts og síma. Sam- gönguráöherra sakar Neytendasamtökin umóheilindi. Hálf- tíma „vinaspjaH“ hækkar uiii 124% á einu ári. Mikil harka er hlaupin í sam- skipti samgönguráðherra og Neytendasamtakanna eftir að Póstur og sími meinaði Neyt- endasamtökunum um aðgang að gögnum. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra fer ómyrkum orð- um um framkvæmdastjóra Neyt- endasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, í viðtali við blaðið í dag. „Eg skil ekki af hveiju Neyt- endasamtökin berjast svona harkalega gegn sjónarmiðum landsbyggðarinnar í þessu efni. Af hverju líta Neytendasamtökin ekki á sig sem samtök allra neyt- enda á landinu? Þetta hefur áður komið fram mjög sterklega fram hjá Jóhannesi Gunnarssyni. Hér er ekki um að ræða að greiðslu- byrði verði almennt þyngd á heimilunum. Breytingin léttir auðvitað á sumum og þyngir öðr- um en ef Jóhannes Gunnarsson lítur á heimilin í heild sinni, er ekki um þyng- ingar að ræða,“ sagði samgöngu- ráðherra í sam- tali við blaðið í gær. Viðskiptaleynd er nauðsynleg Halldór segir um upplýsingaleynd Pósts og síma að ekkert fyrirtæki sem hann þekki í eðlilegum rekstri og sam- keppni myndi gefa upp þessi mál. „Hér er um viðskiptaleynd að ræða og ég myndi bregðast eigendum símans - þjóðinni - ef ég færi að gefa slíkt upp. Augljós- lega myndu hagsmunir fyrirtæk- isins skaðast og þar með hags- munir eigendanna, þjóðarinnar," sagði Halldór. Finnur fær póstinn A hinn bóginn segir Jóhannes Gunnarsson að það hafi sýnt sig að ekkert þýði að rita samgöngu- ráðherra bréf og bera upp fyrir- spurnir. Hann svari þeim ekki. Jóhannes gagnrýnir harðlega að P&S, einokunarfyrirtæki á stóru sviði, taki sjálft ákvarðanir líkt og um gjaldskrárbreytinguna, án þess að nokkur nema ráðherra hafi þar umsagnar- eða eftirlits- vald. „Þetta eru mjög óeðlileg vinnubrögð. Það vantar hlutlaus- an- eftirlitsaðila," segir Jóhannes. Hann segir jafnframt að máls- sókn sé meðal úrræða sem sam- tökin eru nú að skoða. Vegna málsins hafa Neytendasamtökin ritað viðskiptaráðherra bréf þar sem liðsinnis hans er óskað. Miltil „spjaUhæRkun“ Dagur hefur reiknað út að gjald- skrárbreytingar Pósts og síma feli í sér stórkostlega hækkun á venjulegu hálftíma „vinaspjalli" innanbæjar fyrir fólk hvar sem er á landinu. Framvegis endist skrefið aðeins í 100 sekúndur, í stað 180 sek. eins og nú er. Fyr- ir tæpu ári, í desember sl., var skrefið mun lengra, eða 240 sek- úndur, Skrefum í hálftíma vinaspjalli hefur þannig fjölgað úr 7,5 upp í 18 á minna en ári, eða um 140%. — BÞ Sjá bls. 3 og fréttaskýringu bls. 8-9 Notendur Internetsins eru hvað óánægðastir meó gjaldskrár- breytingu Pósts og síma. Þessir Verkmenntskælingar á Akureyri iétu það þó ekki trufla sig I gær. - mynd: brink Atvinnustyrk- ir áAkureyri Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur veitt styrki til atvinnuþró- unar og eru styrkirnir aðallega veittir smærri fyrirtækjum og einstaklingum. 5 aðilar hlutu styrk, sjónvarpsstöðin Aksjón, 300 þúsund krónur. Arni Faug- dal, 200 þúsund vegna stofnun- ar „Útboðsbanka", fyrirtækis sem fylgist með útboðum og miðlar upplýsingum. Teista ehf., í eigu Jóns B. Kristjánssonar og lsaks Oddgeirssonar, hlýtur 200 þúsund króna styrk til undirbún- ings fullvinnslu sjávarafurða til framleiðslu á heilsufæði. Baf- verk ehf. hlýtur 200 þúsund til að vinna að þróun frumgerðar á „Eldvara", sem er búnaður sem rýfur rafstraum af eldavél ef liiti frá hellu skapar eldhættu. Og Loftur Sigvaldason hlýtur 200 þúsund króna styrk vegna stofn- 'unar lítils matvælafyrirtækis sem framleiðir til niðurlagningar á valinni, frosinni rækju. — GG Hluti styrkþega ásamt formanni atvinnumálanefndar, Hákoni Hákonarsyni og Berglindi Hallgrímsdóttur, starfsmanni nefndarinnar. - mynd: brink Sr. Flóki Kristinsson: biskup vill að Evrópuprestur fái stöðu diplómats. Prestar er- lendis eru diplómatar íslensku sóknarprestarnir í London og Kaupmannahöfn eru með svokallaða diplómatapassa, sem tryggja þeim töluverð rétt- indi. Biskup hefur fundað með utanríkisráðherra um stöðu Evr- ópuprestsins með sama í huga. Þetta kom fram á fyrirspurna- tíma kirkjuþings. Geir Waage, formaður Prestafélags Islands, lagði fram fyrirspurn um kjör, réttindi og aðbúnað sóknar- presta sem þjóna erlendis, kostn- að vegna þeirra og reynsluna af árslangri stöðu Evrópuprests. Sagði Geir að þjóðsögur væru á kreiki um kjör þessara manna og rétt að fá fram réttar upplýsing- ar. Olafur Skúlason biskup lagði fram gögn um prestana erlendis og sagði kjör þeirra ekkert leynd- armál. Hann greindi frá diplómatastöðu prestanna í London og Kaupmannahöfn og sagði hvað reynsluna af Evrópu- prestinum varðar, að það gilti um alla prestana erlendis, sem margir væru til Htnis um, að þjónusta þeirra væri talin dýr- mæt og mörgum mikils virði. Arslaun og launatengd gjöld ásamt staðaruppbót prestanna erlendis voru 1996 sem hér seg- ir: I Gautaborg 4,4 milljónir króna, I Kaupmannahöfn 3,7 milljónir, í London 3,9 milljónir og Evrópupresturinn er með 2,4 milljónir, en starf hans hefur sér- staka fjárveitingu úr ríkissjóði. Helsti annar kostnaður sem fylg- ir þessum prestum er starfs- kostnaður, húsaleiga, fargjöld og dagpeningar. — FÞG Sjálfstæðis- UU'IIII hræddir? bls. 7 Skot frá Sigmari bls. 2 rrmri Perfecta' HrinjrnsarJælur SINDRI -sterkur í verki wmmssasummm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.