Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 1
Utvarpsmeiin kl aga Bjom Starfsmaimasamtök RÚV og Blaðamanna- félagið kvarta yfir memitamálaráðu- neytiuu til umboðs- manns Alþingis vegna ráðningar framkvæmdastj óra Útvarps. Jón Asgeir Sigurðsson, formað- ur Starfsmannasamtaka Ríkis- útvarpsins, og Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags Is- lands, sendu umboðsmanni Al- þingis, Gauki Jörundssyni, í gaer kvörtun á hendur mennta- málaráðuneytinu. Þeir telja fyr- ir hönd samtaka sinna að framið hafi verið brot á jafn- raeðisreglu í stjórnsýslulögum eftir að staða framkvæmda- stjóra hljóðvarps var auglýst. Halldóra Ingvadóttir hlaut starfið. 11. janúar sl. birtist blaða- auglýsing frá menntamálaráðu- neytinu þar sem starfið var aug- Iýst. Þar segir: „Umsækjendur skulu hafa lokið háskólanámi auk þess að hafa reynslu af íjöl- miðlun." Fjórar umsóknir bár- ust um stöðuna, tveir umsækj- enda höfðu lokið háskólaprófi, þeir Freyr Þormóðsson og Mar- grét Oddsdóttir, fyrrum dag- skrárstjóri á Rás 1, en tveir ekki, Halldóra og Sigurður G. Tómasson. Ráðuneytið mat all- ar umsóknir hæfar og sendi út- varpsráði og útvarpsstjóra til umsagnar. 18 einingar orðnar að há- skólaprófi Starfsmannasamtök RUV ósk- uðu eftir skýringum á þessu og staðfestir ráðuneytið með bréfi sem Þórunn Hafstein skrif- stofustjóri undirritar, að það sé afstaða ráðuneytisins að ef vafi leikur á hvernig túlka beri aug- Iýsingu opinbers aðila, beri að túlka umsækjendum í hag. Ráðuneytið telur sér til máls- bóta að „viðurhlutamikið sé að útiloka einstakling frá því að keppa um opinbera stöðu, ef orðalag auglýsingar sé ekki af- dráttarlaust". I samræmi við Jón Ásgeir Sigurðsson: Þetta gengur hreinlega ekki. þessa afstöðu metur mennta- málaráðuneytið próf úr sameig- inlegu námskeiði Endurmennt- unarstofnunar Háskóla Islands og viðskiptadeildar Háskólans (námi sem samsvarar 18 ein- ingum á háskólastigi) þannig að það uppfylli ofangreind skil- yrði. Margir útilokaðir „Það er hreinlega rangt sem menntamálaráðuneytið fullyrð- ir, að orðalag í auglýsingunni sé ekki afdráttalaust," segja starfs- mannasamtök RUV og Blaða- mannafélagið í kvörtun sinni og benda á að aðeins um þriðjung- ur félasgsmanna BI og SSR uppfylli skilyrði um að hafa Iok- ið háskólaprófi og hafi fjöldi manns ekki sótt um starfið vegna þessa. Samtökin telja ennfremur að óleyfilegt sé að rýmka afdráttarlaus, útilokandi skilyrði eftir að umsóknarfrest- ur rennur út. Ráðuneytið hafi haft tvo kosti: að auglýsa aftur með rýmkuðum skilyrðum eða standa við bindandi skilyrði auglýsingarinnar. „Gengur ekki“ „Þetta mál snýst alls ekki um útvarpið heldur menntamála- ráðherra, röng vinnubrögð og við tökum ekki afstöðu til ráðn- ingarinnar sem slíkrar. Það var stór hópur fólks útilokaður með skilyrðum í auglýsingunni og svona vinnubrögð hreinlega ganga ekki,“ segir Jón Ásgeir Sigurðsson. Ekki náðist í neinn í ráðuneytinu sem vildi tjá sig um málið. — BÞ Þriðjungur ökuinaima með farsíma Farsímar eru komnir í 28,8% bif- reiða í landinu og eru þá ekki taldir með GSM símar sem bif- reiðastjórar kunna að vera með í bílum sínum. Fyrir 10 árum voru aðeins tæp 7% bifreiða með bílasíma. Þetta kemur fram í svari dóms- málaráðherra við fyrirspurn Guð- rúnar Helgadóttur um notkun farsíma í ökutækjum. Guðrún spurði Iíka um slysaljölda sem rekja mætti til símanotkunar í bifreiðum. Dómsmálaráðherra segir fá dæmi um að bifreiða- stjórar viðurkenni að rekja megi slys til þess að þeir hafi verið að tala í síma. Starfshópi hefur ver- ið falið að kanna hvort banna eigi með Iögum notkun síma í akstri. 2420 einstaklingar hafa snúið sér til Stígamóta. Konimiun hef- ur íjiilg.u) 431 einstaklingur Ieitaði til Stígamóta í fyrra, þar af voru 215 einstaklingar að koma í fyrsta skipti. Alls hafa 2420 ein- staklingar leitað til Stígamóta í fyrsta skipti frá stofnun samtak- anna árið 1990 til ársloka 1997. Ofbeldismennirnir, sem hafa komið við sögu, eru 3848 tals- ins. Þolendur kynferðisofbeldis eru í yfirgnæfandi meirihluta konur en þó hefur körlum, sem leita sér aðstoðar, fækkað örlítið milli ára en konunum fjölgað. Af 215 einstaklingum sem voru að koma til Stígamóta í fyrsta skipti voru karlarnir átta árið 1997. Þegar þolendur leita til Stíga- móta eru langflestir þeirra á aldrinum 20-29 ára, eða 29,3 prósent, en 19,1 prósent eru 30- 39 ára. Heldur færri, eða 15,8 prósent, eru 16-19 ára þegar þeir leita sér hjálpar. Langflestir, eða tæp 60 prós- ent, leituðu til Stígamóta vegna sifjaspells og afleiðinga þeirra og næstflestir vegna nauðgana, eða 32,7 prósent. Sjá bls. 24-25 í Ltfinu í land- inu. Tap á Söngva- seiði? Eftir breytingarnar á Samkomu- húsinu, húsi Leikfélags Akureyr- ar, verða sætin í salnum 40 færri en var. Sætin eru færri en gert var ráð fyrir í upphafi og er ljóst að munurinn hefur töluverð áhrif á tekjumöguleika félags- ins. Trausti Olafsson leikhússtjóri segir að fræðilega geti nýjasta leikverkið, Söngvaseiður, sem frumsýndur var í gærkvöld, stað- ið undir sér, en Iíkurnar verða að teljast litlar á því, enda um kostnaðarsama sýningu og mannfreka að ræða. - Sjá viðtal við leikinísstjóra í Ltfinu í landinu. I N v 11 s í m a n ú m e r I 46 0 2 5 0 0 r 77 '*-aa®8»«saa(aií&w«..: ... . . ... OOð/UM i l' L; í I Premium miólarar SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA Skipagata 9 - Pósthólf 220 ■ 602 Akureyri WILOI Perfecta 6 Hringrnsnrdælur SINDRI ^ -sterkur í verki B0RGARTUfít'31 • SÍt.li 562 7222 • BREFASÍMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.