Dagur - 19.09.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 19.09.1998, Blaðsíða 11
X^MT LAVGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 - 27 Matar UMSJÓN: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR gatid Hentarjafnt á veislu- borð sem hversdags- mat og hægt erað mat- reiða hanaáýmsa vegu - nú stendur veiðitíminn sem hæst og tilvaliðfyrirjafnvel þá sem oldrei skjóta að verða sér úti umfugl ogprófa íslenska villi- bráð eins og hún geristbest. Gæsaveiðimenn á heiðum uppi. Það er mikið fyrir bráðinni haft, en þegar hún er loks kominn á diskinn fer munnvatnið hamförum! ■I c - borðaðu Sértu gæs á Islandi að haust- lagi er illt í efni. Hvorki fleiri né færri en 37.000 grágæsir, 13.000 heiðagæsir, 3.000 bles- gæsir og 2.500 helsingjar eru skotnar hér á landi árlega af skotglöðum veiðimönnum og lenda svo á matborðum lands- manna. Gæsin er stór fugl og matarmikill og þykir kjötið ljúf- fengt, einkum af ungfuglum. Sigmar B. Hauksson segir að gæsina megi matreiða á ýmsa vegu, heilsteikja, reykja, grilla og sjóða. Hún sé væn bráð og það sem menn sækjast eftir er ekki síst hversu mikil villibráð hún sé. „Heiðagæsin Iifir á há- lendinu og er ekki mannsækin. Flestar íslenskar gæsir dvelja að vetrarlagi á Bretlandi og margar tegundir verpa á Græn- landi en koma við hér á landi á ferð sinni suður á bóginn," seg- ir Sigmar sem er ritstjóri veiði- tímaritsins Skotvís og þekktur fyrir góðar uppskriftir. Hann gefur okkur nokkrar uppskriftir til að nota í Matargatinu að þessu sinni. Ungir fuglar bestir Veiðitíminn á grágæs og heiða- gæs hefst 20. ágúst og stendur til þess tíma er þær fara. Gæsin er grasbítur, sækir stíft í tún bænda og kartöflur í kartöflu- ökrum og er þess vegna ekki mjög vinsæl hjá bændum. Gras- ið á golfvöllum er vinsæll matur hjá gæsinni og svo aðrar jurtir. Eða eins og Sigmar sagði skelmislega „hún er næstum því grænmeti" þegar hann frétti af þvf að umsjónarmaður borðaði aldrei kjöt. Veiðimaður eða sá sem sér um að verka fuglinn reitir hann fyrst, eða ef fuglinn er mjög ungur, svíður hann. Reyndar eru eldri fulgar sviðnir svolítið eftir reitingu til að ná af þeim fiðrinu sem ekki næst öðurvísi. Haus og lappir fjarlægðar. Sigmar segir marga eiga reytingavélar og létti það verkið nokkuð. Sumir ham- fletta gæsina og hirða bringur og læri, aðrir heilsteikja gæsina. Lærin eru gjarnan notuð í pottrétti, bringur reyktar eða jafnvel grafnar og oft grillaðar. Danir og Svíar salta gæsina stundum og er hún þá kölluð sprenggæs og er ljúffeng soðin. Heilsteikt gæs með grænmeti og góðri sósu er herramannsmatur segir Sigmar og dugar ein gæs vel fyrir fjóra. Margir kannast við gæsalifrar- paté, en Sigmar segir lifur gæs- arinnar vera sérlega bragðmikla og góða. Kjúklingalifur er gjarn- an notuð með í paté til drýg- inda. Smá sósu takk fyrir I nýjasta hefti Skotvíss er bráð- skemmtileg smásaga af félögum sem fóru að veiða en fengu enga gæs. Þegar svo eftir Ianga mæðu veiðimaður stóð upp án þess að hafa veitt nokkra gæs, sagði hann stundarhátt: „Sósan er hvort sem er best.“ Já, þau voru súr vínberin, en Sigmar gefur uppkskrift af heilsteiktri gæs með sósu. Nú er tíminn til að njóta villi- bráðar af bestu tegund.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.