Dagur - 05.02.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 05.02.1999, Blaðsíða 1
Þjóðin á bullandi b ankalánafvllem Bankaskuldir heimil- aima jukust uin 50% síðustu 15 máuuði, laugmest 8 milljarða í desember - kannski til að eyða í spamað? Keyptu landsmenn skattaafslátt- inn sinn (hlutabréfin) um ára- mótin út á bankalán? Eða fóru kannski margir að ráðum Péturs Blöndals og slógu lán til kaupa á ríkisbréfum til að losna við eignaskattinn næsta ár? Hvað gerðu heimilin í landinu við þá 8 milljarða sem þau tóku að láni í bankakerfinu í desembermán- uði, sem t.d. er álíka upphæð og allt árið 1996 og 1997. Árið 1998 hækkuðu bankaskuldirnar um meira en 28 milljarða, hvar af ríflega helmingurinn var sleg- inn síðustu þrjá mánuðina, þeg- ar landinn virðist hafa dottið í al- gert bankalánafyllerí. Bankaskuldir heimilanna voru yfir 107 milljarð- ar um áramótin og höfðu þá á rúmu ári (15 mán.) hækkað um 50%, eða rösklega 34 milljarða - sem er álíka mikið og samanlögð aukn- ing næstu 6-7 ára þar á undan (1990-97). Til að „eyða í 1 desember í fyrra fengu landsmenn eins mikið lánað í spamað“ eða bönkum og allt árið áður. annað? Þó Seðlabankamenn færi tölurn- ar vita þeir takmarkað um til hvers menn slógu öll þessi lán; hvað af þeim fer í neyslu og hvað kannski í „eyðslu í sparnað". Ekki þykir ólíklegt að mikil ávöxtun á hlutabréfamarkaði og mikil bréfakaup einstaklinga hafi freistað einhverra til að taka lán til að græða. Kunnugir benda á þann möguleika að þessi gríðar- lega skuldaaukning stafi að hluta af því að bankarnir muni nú fús- ir að lána mönnum með veði í „sparnaðarbréfunum" sem þeir síðan kaupa fyrir lánin. Hvort um lán til að auka skuldir yfir áramót (til að lækka eignaskatt- inn) er að ræða sést fyrst í janú- arskýrslu. Bankalánin fjórðimguriim Tölur um heildarskuldir heimil- anna í árslok 1998 eru enn ekki tiltækar, en í árslok 1997 skuld- uðu þau tæpa 390 milljarða. Bankalánin voru þá, eins og um langt árabil, kringum 20% heild- arskuldanna, íbúðalánin 56-57% og önnur lán 23-24%. Ljóst virð- ist að hlutfall bankalánanna hafi snarhækkað á síðasta ári, því ólíklegt er að heildarskuldirnar hafi aukist langt yfir 500 millj- arða. Um 1,5 milljónir á fjölskyldu Bankalán eru dýr. Þau nema nú rúmlega 1,5 milljónum að með- altali á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu og þar af bættust við rúmlega 110 þús. kr. í desember, sem dugir næstum því fyrir einum skammti af „skattafslætti". Meðalvextir bankanna af hálfri annarri millj- ón eru rúmar 200 þús. kr. á ári. Sé t.d. miðað við 5 ára afborgun- artfma væri greiðslan yfir 40 þús. kr. á mánuði , sem er t.d. álíka mikið og af 7 milljóna húsbréfa- láni . - HEI Hlaupið írénun Búist var við að Skeiðarár- hlaupið myndi ná hámarki í gærkvöld og færi svo sjatnandi með morgninum. I dag er því búist við að hlaupið verði í rén- un. Bennsli í Skeiðará óx í fyrrinótt og í gærmorgun en upp úr hádegi var rennslið orðið 1600 rúmmetrar á sekúndu. Jök- ulhlaupsórói mældist á skjálfta- mælum við Grímsvötn í gær og talið að hann bendi til útstreym- is vatns úr Grímsvötnum en ekki eldsumbrota. Það sem kom vfs- indamönnum á óvart var að órói skyldi minnka en síðan vaxa aft- ur, eins og hlaupið hafi ætlað að hætta en byrjað á ný. I Skeiðar- árhlaupum fer órói venjulega stöðugt vaxandi og nær hámarki undir lok hlaupsins en dettur síðan snögglega niður. Vatna- mælingamenn mældu rennsli í Skeiðará síðdegis í gær og í Gfgju fyrr um daginn. Eldur varð laus í flutningabíl á veginum í Aðaldalshrauni skammt frá Húsavíkurflugvelli um kl. 14 í gær. Að sögn bílstjórans varð hann var við brunalykt og sá eldglæringar niður með gírstönginni. Hann hringdi strax í neyðarlín- una en náði varla að gefa upp staðsetningu áður en sprenging varð, mikill eldur gaus upp og hann varð að forða sér út úr brennandi bílnum með hraði. Bíllinn er ónýtur en farmurinn slapp. - mynd: js HalldórJ. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. FBA hlutur seldur í einu lagi? Stefnan um dreifða eignaraðild í Fjárfestingarbankanum virðist ekki ætla að takast og því hlýtur að vera áleitin spurning hvort ekki sé best að bjóða 51% hlut- inn sem eftir er í einu lagi, segir Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans. Tæpur helmingur hlutabréf- anna í FBA var seldur á síðasta ári og var markmið ríkisstjórnar- innar að hann dreifðist sem mest. Sparisjóðirnir hafa hins vegar eignast um fjórðung í bankanum og Halldór sagði á morgunverðarfundi Viðskipta- stofu Landsbankans í gær að þeir virtust stefna að því að eign- ast meirihlutann í FBA. Selja á 51% hlutinn sem eftir er á þessu ári og Halldór segir að það hljóti að vera áleitin spurn- ing hvort ekki eigi að bjóða hann upp í einu lagi. „Eg geri ráð fyrir því að Is- Iandsbanki og Búnaðarbankinn hefðu áhuga ef sú staða kæmi upp. Eg veit að við hefðum áhuga. Við höfum sagt frá upp- hafi að við ætlum okkur að nýta alla þá kosti sem upp koma en þetta verður að vera ákvörðun eigandans.“ — vj Garðar ráðinn Garðar Jónsson, viðskiptafræð- ingur og deildarstjóri hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfé- laga, var í gær ráðinn bæjarstjóri Hornafjarðarbæjar á fundi bæj- arstjórnar. Aðrir umsækjendur voru Björn Baldursson, lögfræð- ingur í Reykjavík; Erlingur Arn- arson, sjávarútvegsfræðingur í Vogum; Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps; Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri Olafsfjarðarbæjar; Helga Leifsdóttir, Iögmaður í Reykjavík og Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Selfossi. - GG mmmmx sxmsss EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMHMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.