Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 4
J 4-FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 FRÉTTIR Bandalag listamanna fagnar Stjórn Bandalags íslenskra listamanna fagnar því að samstaða hafi náðst um að „bjarga íslenskri kvikmyndagerð frá hruni með samstöðu um eflingu kvikmyndasjóðs", segir í ályktun frá stjórn sjóðsins. Þar segir einnig að bandalagið vænti þess að þjóðin öll eigi eftir að njóta góðs af eflingu þessar listgreinar. Fyrstu stjórnarfundur bandalagsins undir stjórn nýkjörins forseta, Tinnu Gunnlaugsdóttur, var haldinn á mánudag. Þar var einnig sam- þykkt ályktun þar sem fagnað var þeirri ákvörðun ríkisstjórnar og borgaryfirvalda að undirbúa byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Mdtmæla niðurskurði rækjukvóta Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps hefur mótmælt niðurskurði á afla- heimildum í rækju um 20 þúsund tonn og skorað á sjávarútvegsráð- herra að endurskoða ákvörðun sína. í samþykkt hreppsnefndarinnar segir m.a.: „Aðgerðin er einungis til þess íallin að færa til fjármuni innan sjávarútvegsins. I krafti ótímabærrar verndunar eru útgerðir neyddar til að leigja til sín afla- heimildir frá kvótaríkum útgerðum sem ekki hafa sinnt veiðum á út- hafsrækju um árabil. Með tilliti til afkomu greinarinnar er sh'kt flest- um ofviða og hætta er á að fleiri verksmiðjur muni draga saman eða hætta vinnslu. Því er með aðgerð ráðuneytisins vegið að afkomu og atvinnuöryggi heilla byggðarlaga." - GG Hafsteinn Austmann verðlaunaðiir Hafsteinn Austmann myndlistarmaður fékk nýlega Winsor og Newton verðlaun Norrænu Akvarellsamtakanna. Úthlutunarnefndin var sammála um „að svipsterkar myndir Haf- steins búi yfir óvenjulegum listrænum krafti. Það var okkur ánægja að eiga aðild að því að benda á þennan sérstæða listamann í nor- rænu samhengi", segir í fréttatilkynningu. Norrænu Akvarellsamtökin voru stofnuð 1989 og eru félagar um 1700 talsins. Mark- mið samtakanna er að kynna vatnslitalistina og vekja áhuga manna á henni. Fyrirtækið Winsor og Newton, sem verðlaunin eru kennd við, er elsti iðnaðarframleiðandi akvarelllita í heiminum. Hafsteinn Austmann myndlistarmaður fékk verðlaun Norrænu Akvarellsamtakanna. Þrjáx miUjónir til Mið Amerílai Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent þijár milljónir króna til hjálpar- starfs í Mið-Ameríku. Fénu var safnað í landssöfnun sem Rás tvö og hjálparstarfið gengust fyrir í desember. Því verður öllu varið til að mæta grunnþörfum íbúa á þeim svæðum sem verst urðu úti þegar fellibylurinn Mitch fór yfir Mið Ameríku í fyrra. Meðal annars verð- ur féð notað til að útvega vatn, Iyf, skjól og áhöld og útsæði til rækt- unar. Hjálparstarf kirkunnar hafði áður sent eina og hálfa milljón króna til hamfarasvæðanna. í vikunni lauk ársnám- skeiði á vegum Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur um mat á skólastarfi. Þátttak- endur voru 25 skólastjórar í borginni og kennsluráðgjaf- ar. Námskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum og verk- efnum en lokaverkefnið fólst í gerð matsverkefnis, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fræðslumiðstöðinni. Þar segir einnig í loldn að skóla- stjórarnir hafi kynnt mörg fróðleg matsverkefni, m.a. í afstöðu foreldra til heimanáms, starfsað- stöðu kennara, boðskipti innan skóla og fleira. Síðastliðið haust samdi Fræðslumiðstöðin við Steinunni Helgu Lárusdóttur, fyrrverandi skólastjóra, um að hún sinni mati á skóla- starfi. Hún hefur umsjón með nýju námskeiði fyrir skólastjórnendur sem er nýhafið á vegum Fræðslumiðstöðvarinnar. Skólastarfiö metiö Skólastjórnendur og kennsluráðgjafar á nám- skeiðinu um mat á skólastarfi. Vegið að stiidentaráöi Miðstjórn Bandalags háskólamanna telur að vegið sé að Stúdenta- ráði háskólans sem lýðræðislegri fulltrúasamkomu með frumvarpi menntamálaráðherra um Háskólann. í ályktun frá miðstjórn BHM er lýst furðu á að í frumvarpinu sé „án gildra raka virtur að vettugi sá eindregni vilji háskólaráðs að óbreytt fyrirkomulag ríki um heimild háskólans til að semja um greiðslur til stúdentaráðs fyrir að veita áfram tiltekna þjónustu í þágu stúdenta," eins og segir orðrétt í ályktuninni. Landsbankinn neitaði að veita ríkisskattstjóra upplýsingar um fjármagnstekjur hóps manna en tapaði málinu fyrír Hér- aðsdómi. Glufa opnast í bankaleyndina Landsbanbanuin ber að afhenda ríkisskatt stjóra upplýsíngamar sem hann óskaði eftir imi innistæður í bank- aiiuin, samkvæmt nið- urstöðu Héraðsdóms. Segja má að með dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur á miðvikudag í máli Ríkisskattstjóra gegn Lands- bankanum hafi a.m.k. opnast glufa í bankaleyndina. Sam- kvæmt dómsorði er stefnda, Landsbanka íslands, gert skylt að afhenda ríkisskattstjóra upplýs- ingar um það hvort einhver þeirra 1.377 aðiia sem hann óskaði upplýsinga um, hafi átt innistæð- ur hjá Landsbankanum í árslok 1997, hverjar vaxtatekjurnar voru af innistæðunum og afdregin staðgreiðsla af þeim vaxtatekjum. Eftirlitiö fremra banka- leyndinni Að sögn Guðrúnar Helgu Bryn- leifsdóttir vararíkisskattstjóra fór ríkisskattstjóri í mál við Lands- bankann vegna þess að hann hafði neitað að veita upplýsingar um fjármagnstekjuskatt um- rædds hóps og hafi nú unnið málið. „Eg held að kjarni málsins hafi verið sá, að eftirlitsheimildir RSK eru fremri en bankaleyndin. Eftir að Ijármagnstekjuskattur var tekinn upp höfum við eftir- litshlutverk með þeim skatti. Að mati dómarans eru þær ótvíræð- ar og þess vegna ber Landsbank- anum að afhenda okkur um- beðnar upplýsingar.11 Skrefinu lengra Aðspurð hvort bankaleyndin væri þar með rofin, sagðist Guðrún kannski ekki vilja taka svo sterkt til orða að svo komnu. Þetta mál snúist bara um það hvort bank- anum sé skylt að veita upplýsing- ar sem ríkisskattstjóri biður um. Enginn vafi hafi verið á heimild til að biðja um upplýsingar um ákveðinn aðila. „En þarna erum \ið að ganga skrefinu Iengra og biðjum um upplýsingar um ákveðinn hóp. Þeir neituðu okk- ur á þeim forsendum að banka- leyndin eigi við, af því þetta sé hópur. En nú er komin jákvæð niðurstaða um það, vegna þess að við höfum þetta eftirlitshlut- verk þá eigi að afhenda okkur þessar upplýsingar," sagði vara- ríkisskattstjóri. — HEl „Einkahreppssj óður “ Verulegar athuga- semdir eru gerðar við reksturinn á sveitar- sjóði Vestur-Landeyja. Á fundi hreppsnefndar Vestur- Landeyjahrepps á miðvikudag, var teldn fyrir skýrsla endurskoð- enda vegna reikninga hreppsins fyrir árið 1997. Samþykki hreppsnefndar skortir fyrir ýmsum ráðstöfunum á Ijármunum hreppsins. Mest munar þar um það er Eggert Haukdal f.v. oddviti skrifaði upp á ábyrgð í nafni hreppsins fyrir Ijárhagsskuldbindingum einstak- lings, sem stóð síðan ekki í skil- um. Hefur Eggert rakið allan fjárhagsvanda sinn í samskiptum við hreppssjóð til þess máls. Þannig tekur hann út á árinu 1994 kr. 1.207.499, sem er fært á bókhaldslykil jarðar þeirrar sem ábyrgðin hvíldi á. Á árunum 1994, ‘95 og ‘96 var fjárhæðin lækkuð með því að færa inn á hana ýmsa kostnaðarliði samtais að upphæð kr. 679.269 en færsl- urnar gerðar án samþykkis sveitastjórnar. Á árinu 1995 veitti Landsbankinn á Hvolsvelli Vestur-Landeyjahreppi lán að Ijárhæð 3.270.000, sem skyldi endurgreiða á 5 árum. Bréfið er áritað af 3 hreppsnefndarmönn- um en án formlegs samþykkis hreppsnefndar. Andvirðið var notað til að greiða upp framan- greinda ábyrgð. Lánið er í fyrstu fært inn í hreppsreikninga en síðan gert upp af Eggert og fært út úr bókhaldinu aftur. Flcira en ábyrgðimar Á árinu 1996 eru t.d. færð 500.000 kr. útgjöld vegna Þúfu- vegar, í fyrstu sem greiðsla til Ræktunarsambands Landeyja en síðan breytt í greiðslu til Eggerts. Greiðslan kom hins vegar úr sýsluvegasjóði en ekki úr hrepps- sjóði og engin fylgiskjöl studdu ráðstöfun fjárins til vegafram- kvæmda. í öðru Iagi eru taldar saman greiðslur á árunum 1996 og ‘97 umfram reiknuð og gjald- færð laun að upphæð kr. 1.327.418. Þar við bætist svo fyrrgreind úttekt vegna ábyrgðar- innar. Skuldar enn Samkvæmt endurskoðuðum reikningum var skuld Eggerts við hreppssjóð kr. 3.015.705 í árslok 1997. Þar af hefur hann síðan greitt á árinu 1998 kr. 1.200.000 í janúar og kr. 1.600.000 í des- ember, eða samtals kr. 2.800.000. Þá eru eftir kr 215.705 plús dráttarvextir að upphæð ríflega milljón króna. Þá kom í Ijós að vanskil voru á afdreginni staðgreiðslu og fleiri Iaunatengdum gjöldum starfs- manna og að innskattur vegna félagsheimilisins hafði verið of- reiknaður og virðisaukaskattur því vangreiddur. Þá eru greiðslur í og úr hreppssjóði ekki allar færðar á rétt reikningsár og mun- ar þar jafnvel nokkrum mánuð- um. Sýndu ársreikningar hrepps- ins því ekki rétta stöðu miðað við áramót. Ofsóttur Marg ítrekuðum athugasemdum minnihluta hreppsnefndar við reikninga hreppssjóðs og stjórn- sýslu oddvitans, hefur Eggert svarað með því að saka gagn- rýnendurna um ofsóknir, rang- færslur og illmælgi í sinn garð. Þykir andstæðingum hans sem þeir hafi nú hlotið uppreisn æru, þar sem sannast hafi réttmæti at- hugasemda þeirra. KPMG Endurskoðun hf. er nú að endurskoða hreppsreikning- ana fyrir árið 1998. - FIA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.