Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 12
12- LAUGARDAGUR 20. MARS 19 9 9 ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 20. mars ■ fótbolti Deildarbikarinn Asvellir: Kl. 11:00 Völsungur - Haukar KI. 13:00 Njarðvík - Þór, Ak. Kl. 15:00 Magni - Keflavík Kópavogsvöllur: Kl. 11:00 Tindast. - Víkingur Kl. 13:00 Breiðabl. - Stjarnan Leiknisvöllur: Kl. 13:00 Valur - KVA Kl. 15:00 Fylkir - Hvöt ■ KÖRFUBOLTI VlS-deiId kvenna - Urslitak. Kl. 18;00 KR - Grindavík Kl. 16:00 ÍS - Keflavík ■ HANDBOLTI 1. deild kvenna - Urslit Kl. 16:15 Fratn - ÍBV Kl. 16:1 5 Víkingur - FH 2. deild karla KJ. 14:00 Víkingur - Fylkir ■ SKAUTAÍÞRÓTTIR Íslandsmótið í listhlaupi Mótið hófst í gær og heldur síðan áfram í dag kl. 08:00 - 13:00 og á sunnudag kl. 9:00 - 12:30. ■ blak 1. deild karla - Urslitak. Kl. 14:00 ÍS - Stjarnan ■ SUND IMÍ - Innanhússmeistaramótið Mótið fer fram í Vestmanna- eyjum og hófst í gær kl. 17:00. Mótið heldur áfram í laugardag með undanrásum kl. 9:30 og úrslitum ld. 17:00 og á sama tíma á morgun, sunnudag. ■ fimleikar Íslandsmótið í áhaldafimleikum Mótið fer fram í LaugardalshöII og hófst í gær með keppni í Iiða- og einstaklingskeppni. I dag, laugardag, hefst keppni kl. 15:00 og á morgun, sunnu- dag, kl. 14:00 Siuuiud. 21. mars ■ fótbolti Deildarbikarinn Ásvellir: Kl. 11:00 ÍA - Tindastóll Kl. 13:00 Fram - Völsungur Kl. 15:00 Þróttur, R - KA Leiknisvöllur: Kl. 11:00 ÞórAk- Skallagr. Kl. 13:00 Afturelding - KS Kl. 15:00 KVA - Magni Kl. 17:00 Léttir - Leiknir R Kópavogsvöllur: Kl. 13:00 Reynir S - KR ■ körfubolti DHL-deild - Urslitakeppni Kl. 16:00 KR - Grindavík Kl. 20:00 Tindastóll - KFÍ Kl. 16:00 Haukar - Keflavik Kl. 20:00 Snæfell - Njarðvík ■ handbolti 1 ■ deild kvenna - Urslit Kl. 20:00 Grótta/KR - Stjarnan KI. 20:00 Haukar - Valur 2. deild karla Kl. 13:30 Þór, Ak - Breiðablik Kl. 16:00 Hörður - Völsungur ■ blak 1 ■ deild kvenna - Urslitak. Kl. 16:00 ÍS - Þróttur, Nes KI. 14:00 Víkingur - KA Á SKJÁNUM Laugard. 20. mars Fótbolti Kl. 14:25 Þýski boltinn Nurnberg - Frankfurt Fimleikar Kl. 16:25 íslandsmótið Utsending frá Laugardalshöll. STÖÐ 2 Fótbolti Kl. 12:00 AJltaf í boltanum Kl. 14:45 Enski boltinn Arsenal - Coventry Körfubolti Kl. 12:30 NBA-tiIþrif Hnefaleikar Kl. 22:55 Hnefaleikar Lou Savarese - Mount Whitaker Laurent Boudouani - David Reid Laurent Boudouani er heims- meistari WBA-sambandsins í veltivigt Sunnud. 21. mars Körfubolti Kl. 12:30 NBA-Ieikur vikunnar Kl. 16:00 DHL-deildin - Úrslit KR - Grindavík Fótbolti Kl. 14:00 ítalski boltinn Juventus - Roma Fótbolti Kl. 11:15 Enski boltinn Aston Villa - Chelsea Kl. 13:30 Enski boltinn Svipmyndur úr leikjum Chelsea. Kl. 14:45 Enski deildabikarinn Tottenham - Leicester Kl. 19:25 ítalski boltinn Udinese - Parma Kl. 21:30 ítölsku mörkin Golf Kl. 17:00 Golfmót í USA Kl. 18:00 Golfmót í Evróðu Kl. 18:55 19. holan Oðruvísi golfþáttur. O’Neill óttast Ginola Á morgun fer fram á Wembley í London úrslitaleikurinn í enska deildarbikarnum milli Totten- ham og Leicester. Fram kemur í enskum blöðum að Martin O’Neal, framkvæmdastjóri Leicester, óttast mjög franska leikmannin David Ginola og segir að hann að geti hreinlega unnið leikinn fyrir Tottenham. „Miðað við það hvernig hann hefur verið að spila í vetur, þá verður mjög erfitt að stöðva hann. Hann er á ferðinni um all- an völl og virðist alltaf finna réttu leiðina til að Iosna úr gæsl- unni. Hann hefur verið að spila alveg frábærlega að undanförnu og á þriðjudaginn sá ég hann skora einstakt glæsimark á móti Barnsley," sagði O'Neal. „Hann er heimsklassa Ieik- maður og svo sannarlega vildi ég frekar hafa hann með mér en á móti. En eitthvað verðum við að gera til að stöðva hann og það eigum við eftir að fara rækilega yfir fyrir leikinn," bætti O’Neal við. Alþjóðlegt badmtn- tonmót á Akureyri Um helgina fer fram í Iþrótta- höllinni á Akureyri árlegt bad- mintonmót, sem nú er haldið tí- unda árið í röð. I tilefni tíma- mótanna er mikið Iagt í alla um- gjörð þess og er búist við met- þátttöku. Keppt verður í fjórum flokkum, meistaraflokki, A- flokki, B-flokki og flokki 40 ára og eldri og verða keppendur vel á annað hundraðið og þar á meðal allir bestu badmintonmenn landsins. Auk þess verða með á mótinu keppendur frá Kína, Englandi, Danmörku, Þýska- landi, Litháen og Færeyjum. Mótið hófst í gær kl. 15:00 og heldur áfram í dag, laugardag, kl. 09:00 og verður spilað þar til úrslit liggja fyrir. Ætlað að úr- slitaleikirnir befjist kl. 13:30. United mætir Juventus I gær var dregið um það hvaða lið mætast í undanúr- slitum Evrópumótanna í knattspyrnu. Meistaradeild Evrópu: Man. United - Juventus Dynamo Kiev - Ba Munchen Evrópukeppni bikarhafa: Chelsea - Real Mallorca L. Moskva - Lazio Fyrri leikirnir fara fram 7. og 8. apríl og þeir seinni 21. og 22. apríl. BRIDGE L. Jákob og félagar skipa landsliðið Um síðustu helgi var spilaður seinni hluti landsliðskeppninnar í opnum flokki. 4 sveitir tóku þátt í keppninni og sigraði sveit Jakobs Kristinssonar með nokkrum yfirburðum. Sveitina skipa: Jakob Kristinsson, Ás- mundur Pálsson, Anton Haralds- son, Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon. Allt eru þetta Akureyringar fyrir utan Ás- mund sem keppir nú fyrir Islands hönd í fyrsta skipti í 20 ár! Sveit- in á eftir að velja sér 6. mann en heimildir Dags segja Iíklegt að Ragnar Hermannsson verði fyrir- liði. Verkefni landsliðsins er að taka þátt í Evrópumótinu á Möltu í sumar. Bridgeþáttur Dags tók Ás- mund tali í dlefni tímamótanna og sagði hann að verkefnið legð- ist vel í sig. Ásmundur tók fyrst sæti í landsliðinu árið 1959, þá með Hjalta Elíassyni, en síðast spilaði hann með landsliðinu árið 1979. Ásmundur hefur unn- ið Qölda Islandsmeistaratitla og ávallt staðið í fremstu röð. Hann segir óneitanlega skemmtilegt að koma inn eftir svona langt hlé. Ásmundur byrjaði barn að aldri að handleika á spilin, „enda úr sveit og fyrir tíma sjónvarpsins var mikið spilað". Hann er á 71. aldursári og óskar Dagur honum velfarnaðar á Möltu ásamt félög- um. Einar velur kvennalið Einar Jónsson, þjálfari og ein- valdur í kvennaflokki, hefur valið kvennaliðið sem er þannig skip- að: Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Anna Ivarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Nielsen. Evrópumót í tvímenningi kvenna verður spilað á Möltu 13.-15. júní. Þærkonursem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu, eru beðnar að hafa samband við skrifstofu BSÍ s. 587 9360. Paramót á Akureyri Bridgesamband Norðurlands eystra stendur fyrir svæðismóti í paratvímenningi um næstu helgi. Spilað verður á Fosshótel KEA á Akureyri sunnudaginn 21. mars. (Ath. ekki laugardag eins og seg- ir í mótaskrá). Spilamennska hefst kl. 10 og mótslok áætluð um kl 17:30. Spilað verður sam- kvæmt barometer fyrirkomulagi. Þátttökugjald er 1000 kr. á raann, molakaffi innifalið. Áhugafólk hvatt til að fjölmenna og njóta skemmtilegrar spila- mennsku í notalegu umhverfi. Skráning hjá Ragnheiði Haralds- dóttur, s. 462 2473 eftir kl. 19. Enn leiðir Stefán Nú stendur yfir Board-a-match sveitakeppni hjá Bridgefélagi Ak- ureyrar og er fyrsta kvöldinu af þremur lokið. 11 sveitir taka þátt og spila allir við alla, 7-spiIa leiki. Þannig er staða efstu sveita: 1. Sveit Stefáns Stefánss. 106 stig 2. Sveit Gylfa Pálssonar 83 stig 3. Sveit Unu Sveinsdóttur 79 stig 4. Sveit Björns Þorlákssonar 77 stig 5. Sveit Bjarna Sveinbjörnss. 72 stig Stefán Stefánsson og félagar fóru á kostum síðasta keppnis- kvöld og náðu tvisvar að „hreinsa” andstæðingana á núlli. Þeir unnu einnig öruggan sigur á sveit Björns Þorlákssonar og voru duglegir að taka inn tví- menningsbónusinn sem fylgir Board-a-match fyrirkomulaginu. Þannig sögðu Stefán Ragnars- son og Stefán Stefánsson á spil- in sín í eftirfarandi spili gegn sveit BÞ: Vestur/enginn * DT63 * 42 * G62 * ÁKD8 ♦ 742 T ÁT ♦ ÁKT8 ♦ 9753 ♦ ÁKG V KDG9876 ♦ D7 *T * 985 * 53 * 9543 * G642 Ásmundur Pálsson er síungur í spilinu þótt hann sé kominn á áttræðisaldur. Hann skipar nú landslið íslands í opnum flokki í bridge ásamt norðanmönn- um, en 20 ár eru síðan Ási spilaði fyrir íslands hönd. Vestur Norður Austur Suður 1 tígull pass 1 grand pass 3lauf pass 4hjörtu pass 5hjörtu pass lhjarta pass 2 lauf pass 3hjörtu pass 4grönd pass óhjörtu Sagnir skýra sig sjálfar. Check- back Stayman og fimm ása spurning. Suður kom út með spaða og Stefán fékk alla slag- ina. Á hinu borðinu komust AV einnig í 6 hjörtu en þar kom út lauf og andstaðan fékk einn slag. Hittingur? Nei norður kom inn á tveimur laufum á fjórlitinn á hættunni og uppskar vel íyrir. Stuð á liðsmönnum Stefáns. Svæðismót Norðurlands vestra Svæðismót Norðurlands vestra í tvímenningi fer fram á Sauðár- króki laugardaginn 27. mars nk. Mótið hefst kl. 10.00 stundvís- lega og er reiknað með að spila 60 spil. Mótshaldari er Bridgefé- lag Sauðárkróks og spilastaður er veitingahúsið Kaffi Krókur við Aðalgötuna á Króknum. Spilað- ur verur barómeter. Keppnis- gjald er kr. 2000 á parið. Mótið er öllum opið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.